Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2021 11:40 Jeff Bezos hyggst láta af stöðu forstjóra Amazon snemma í næsta mánuði, skömmu fyrir áætlaða brottför. Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. Frá þessu greinir geimferðafyrirtækið Blue Origin, en þeir munu ferðast upp í geim í jómfrúarferð geimferjunnar New Shepard. Tilraunir hafa verið gerðar með New Shepard, sem tekur alls sex manns, frá árinu 2012. Bezos segir frá því í myndbandi sem hann birtir á Instagram að hann hafi dreymt um það að ferðast upp í geim frá því að hann var fimm ára gamall. „20. júlí mun ég leggja í þá ferð með bróður mínum. Stærsta ævintýrið, með besta vini mínum,“ segir Bezos í myndbandinu sem sjá má að neðan. View this post on Instagram A post shared by Jeff Bezos (@jeffbezos) Alls hafa verið gerðar tólf tilraunaferðir með New Shepard og hefur flaugin náð rúmlega 100 kílómetra hæð. Í flauginni er að finna stóran glugga sem mun veita farþegum einstakt útsýni, auk þess að þeim verður gefið færi á að upplifa þyngdarleysi í einhverjar mínútur áður en flauginni er aftur snúið til jarðar. Bezos skipar nú annað sætið á lista Forbes yfir ríkustu menn heims, en auðævi hans eru metin á 186 milljarða Bandaríkjadala. Bezos hyggst láta af stöðu forstjóra Amazon snemma í næsta mánuði, skömmu fyrir áætlaða brottför. Bandaríkin Amazon Geimurinn Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Frá þessu greinir geimferðafyrirtækið Blue Origin, en þeir munu ferðast upp í geim í jómfrúarferð geimferjunnar New Shepard. Tilraunir hafa verið gerðar með New Shepard, sem tekur alls sex manns, frá árinu 2012. Bezos segir frá því í myndbandi sem hann birtir á Instagram að hann hafi dreymt um það að ferðast upp í geim frá því að hann var fimm ára gamall. „20. júlí mun ég leggja í þá ferð með bróður mínum. Stærsta ævintýrið, með besta vini mínum,“ segir Bezos í myndbandinu sem sjá má að neðan. View this post on Instagram A post shared by Jeff Bezos (@jeffbezos) Alls hafa verið gerðar tólf tilraunaferðir með New Shepard og hefur flaugin náð rúmlega 100 kílómetra hæð. Í flauginni er að finna stóran glugga sem mun veita farþegum einstakt útsýni, auk þess að þeim verður gefið færi á að upplifa þyngdarleysi í einhverjar mínútur áður en flauginni er aftur snúið til jarðar. Bezos skipar nú annað sætið á lista Forbes yfir ríkustu menn heims, en auðævi hans eru metin á 186 milljarða Bandaríkjadala. Bezos hyggst láta af stöðu forstjóra Amazon snemma í næsta mánuði, skömmu fyrir áætlaða brottför.
Bandaríkin Amazon Geimurinn Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira