Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2021 11:40 Jeff Bezos hyggst láta af stöðu forstjóra Amazon snemma í næsta mánuði, skömmu fyrir áætlaða brottför. Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. Frá þessu greinir geimferðafyrirtækið Blue Origin, en þeir munu ferðast upp í geim í jómfrúarferð geimferjunnar New Shepard. Tilraunir hafa verið gerðar með New Shepard, sem tekur alls sex manns, frá árinu 2012. Bezos segir frá því í myndbandi sem hann birtir á Instagram að hann hafi dreymt um það að ferðast upp í geim frá því að hann var fimm ára gamall. „20. júlí mun ég leggja í þá ferð með bróður mínum. Stærsta ævintýrið, með besta vini mínum,“ segir Bezos í myndbandinu sem sjá má að neðan. View this post on Instagram A post shared by Jeff Bezos (@jeffbezos) Alls hafa verið gerðar tólf tilraunaferðir með New Shepard og hefur flaugin náð rúmlega 100 kílómetra hæð. Í flauginni er að finna stóran glugga sem mun veita farþegum einstakt útsýni, auk þess að þeim verður gefið færi á að upplifa þyngdarleysi í einhverjar mínútur áður en flauginni er aftur snúið til jarðar. Bezos skipar nú annað sætið á lista Forbes yfir ríkustu menn heims, en auðævi hans eru metin á 186 milljarða Bandaríkjadala. Bezos hyggst láta af stöðu forstjóra Amazon snemma í næsta mánuði, skömmu fyrir áætlaða brottför. Bandaríkin Amazon Geimurinn Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Frá þessu greinir geimferðafyrirtækið Blue Origin, en þeir munu ferðast upp í geim í jómfrúarferð geimferjunnar New Shepard. Tilraunir hafa verið gerðar með New Shepard, sem tekur alls sex manns, frá árinu 2012. Bezos segir frá því í myndbandi sem hann birtir á Instagram að hann hafi dreymt um það að ferðast upp í geim frá því að hann var fimm ára gamall. „20. júlí mun ég leggja í þá ferð með bróður mínum. Stærsta ævintýrið, með besta vini mínum,“ segir Bezos í myndbandinu sem sjá má að neðan. View this post on Instagram A post shared by Jeff Bezos (@jeffbezos) Alls hafa verið gerðar tólf tilraunaferðir með New Shepard og hefur flaugin náð rúmlega 100 kílómetra hæð. Í flauginni er að finna stóran glugga sem mun veita farþegum einstakt útsýni, auk þess að þeim verður gefið færi á að upplifa þyngdarleysi í einhverjar mínútur áður en flauginni er aftur snúið til jarðar. Bezos skipar nú annað sætið á lista Forbes yfir ríkustu menn heims, en auðævi hans eru metin á 186 milljarða Bandaríkjadala. Bezos hyggst láta af stöðu forstjóra Amazon snemma í næsta mánuði, skömmu fyrir áætlaða brottför.
Bandaríkin Amazon Geimurinn Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira