Ekki bara fljótasta mamma allra tíma heldur einnig sú næstfljótasta í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2021 10:30 Shelly-Ann Fraser-Pryce er í frábæru formi og líkleg til afreka á Ólympíuleikunum í sumar. EPA-EFE/Noushad Thekkayil Hin jamaíska Shelly-Ann Fraser-Pryce er í frábæru formi í aðdraganda Ólympíuleikanna í Tókýó og það sýndi hún heldur betur um helgina. Fraser-Pryce hljóp þá hundrað metrana á 10,63 sekúndum á móti í Kingston í Jamaíka en hún hafði hlaupið á 10,84 sekúndum á Demantamóti í Doha í síðustu viku. Þetta er næstfljótasta hlaup sögunnar en bandaríski spretthlauparinn Florence Griffith-Joyner hljóp á 10,49 sekúndum árið 1988 en setti svo skóna upp á hillu innan við ári síðar. Jamaican sprinter Shelly-Ann Fraser-Pryce becomes the second-fastest woman of all-time ahead of Tokyo Olympics https://t.co/xHmPLGyEO5— The Washington Post (@washingtonpost) June 6, 2021 Hin 34 ára gamla Shelly-Ann Fraser-Pryce vann Ólympíugull í 100 metra hlaupi á ÓL í Peking 2008 og ÓL í London 2012. Hún hefur einnig orðið fjórum sinnum heimsmeistari í þessari grein. Fraser-Pryce átti best áður hlaup upp á 10,70 sekúndur en það var árið 2012 þegar hún var 25 ára gömul. Nú níu árum síðar þá er hún komin langt inn á fertugsaldurinn og á þriggja ára gamlan son Zyon. Hún hefur samt aldrei verið betri. Fraser-Pryce hoppaði upp fyrir þær Carmelita Jeter (10,64 sekúndur) og Marion Jones (10,65 sekúndur) á listanum yfir hröðustu hlaup sögunnar. Jamaica's two-time Olympic champion Shelly-Ann Fraser-Pryce has become the second-fastest woman in history after running 10.63 seconds in Kingston.Only American legend Florence Griffith-Joyner has run faster.More #bbcathletics— BBC Sport (@BBCSport) June 5, 2021 „Ef ég er alveg hreinskilin þá ætlaði ég mér ekki að hlaupa svona hratt. Ég þakka guði fyrir að sloppið við meiðsli. Það var engin pressa á mér og ég vildi bara ná einu góðu hlaupi fyrir úrtökumótið,“ sagði Shelly-Ann Fraser-Pryce eftir hlaupið. Hún er ekki bara fljótasta mamma allra tíma heldur er hún líkleg til að bæta við þriðja Ólympíugulli sínu í sumar. Þar verður þó hörku samkeppni meðal annars frá hinni 21 árs gömlu Sha'Carri Richardson sem átti hraðasta hlaup ársins fyrir helgina og Elaine Thompson-Herah sem vann gull í þessari grein á síðustu Ólympíuleikum. Behold this 10.63 (1.6) PR BOMB from World champion Shelly-Ann Fraser-Pryce.She s now second fastest of all time behind only Flo-Jo. Let the games begin! pic.twitter.com/U4UcyKngrS— Ato Boldon (@AtoBoldon) June 5, 2021 Þær fljótustu í sögunni í 100 metra hlaupi: Florence Griffith-Joyner (Bandaríkin) 10,49 sekúndur Shelly-Ann Fraser-Pryce (Jamaíka) 10,63 Carmelita Jeter (Bandaríkin) 10,64 Marion Jones (Bandaríkin) 10,65 Elaine Thompson-Herah (Jamaíka) 10,70 Sha'Carri Richardson (Bandaríkin) 10,72 Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira
Fraser-Pryce hljóp þá hundrað metrana á 10,63 sekúndum á móti í Kingston í Jamaíka en hún hafði hlaupið á 10,84 sekúndum á Demantamóti í Doha í síðustu viku. Þetta er næstfljótasta hlaup sögunnar en bandaríski spretthlauparinn Florence Griffith-Joyner hljóp á 10,49 sekúndum árið 1988 en setti svo skóna upp á hillu innan við ári síðar. Jamaican sprinter Shelly-Ann Fraser-Pryce becomes the second-fastest woman of all-time ahead of Tokyo Olympics https://t.co/xHmPLGyEO5— The Washington Post (@washingtonpost) June 6, 2021 Hin 34 ára gamla Shelly-Ann Fraser-Pryce vann Ólympíugull í 100 metra hlaupi á ÓL í Peking 2008 og ÓL í London 2012. Hún hefur einnig orðið fjórum sinnum heimsmeistari í þessari grein. Fraser-Pryce átti best áður hlaup upp á 10,70 sekúndur en það var árið 2012 þegar hún var 25 ára gömul. Nú níu árum síðar þá er hún komin langt inn á fertugsaldurinn og á þriggja ára gamlan son Zyon. Hún hefur samt aldrei verið betri. Fraser-Pryce hoppaði upp fyrir þær Carmelita Jeter (10,64 sekúndur) og Marion Jones (10,65 sekúndur) á listanum yfir hröðustu hlaup sögunnar. Jamaica's two-time Olympic champion Shelly-Ann Fraser-Pryce has become the second-fastest woman in history after running 10.63 seconds in Kingston.Only American legend Florence Griffith-Joyner has run faster.More #bbcathletics— BBC Sport (@BBCSport) June 5, 2021 „Ef ég er alveg hreinskilin þá ætlaði ég mér ekki að hlaupa svona hratt. Ég þakka guði fyrir að sloppið við meiðsli. Það var engin pressa á mér og ég vildi bara ná einu góðu hlaupi fyrir úrtökumótið,“ sagði Shelly-Ann Fraser-Pryce eftir hlaupið. Hún er ekki bara fljótasta mamma allra tíma heldur er hún líkleg til að bæta við þriðja Ólympíugulli sínu í sumar. Þar verður þó hörku samkeppni meðal annars frá hinni 21 árs gömlu Sha'Carri Richardson sem átti hraðasta hlaup ársins fyrir helgina og Elaine Thompson-Herah sem vann gull í þessari grein á síðustu Ólympíuleikum. Behold this 10.63 (1.6) PR BOMB from World champion Shelly-Ann Fraser-Pryce.She s now second fastest of all time behind only Flo-Jo. Let the games begin! pic.twitter.com/U4UcyKngrS— Ato Boldon (@AtoBoldon) June 5, 2021 Þær fljótustu í sögunni í 100 metra hlaupi: Florence Griffith-Joyner (Bandaríkin) 10,49 sekúndur Shelly-Ann Fraser-Pryce (Jamaíka) 10,63 Carmelita Jeter (Bandaríkin) 10,64 Marion Jones (Bandaríkin) 10,65 Elaine Thompson-Herah (Jamaíka) 10,70 Sha'Carri Richardson (Bandaríkin) 10,72
Þær fljótustu í sögunni í 100 metra hlaupi: Florence Griffith-Joyner (Bandaríkin) 10,49 sekúndur Shelly-Ann Fraser-Pryce (Jamaíka) 10,63 Carmelita Jeter (Bandaríkin) 10,64 Marion Jones (Bandaríkin) 10,65 Elaine Thompson-Herah (Jamaíka) 10,70 Sha'Carri Richardson (Bandaríkin) 10,72
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira