Einsmáls Baldur Baldur Borgþórsson skrifar 7. júní 2021 07:00 Í störfum mínum sem varaborgarfulltrúi hef ég komið víða við og í öllum tilfellum gert allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja skynsamlegar lausnir og umfram allt sanngjarnar. Má þar nefna sem dæmi Skipulags og samgönguráð, Umhverfis og heilbrigðisráð, Menningar- íþrótta og tómstundaráð, Borgarráð, Borgarstjórn og Forsætisnefnd. Málin sem ég hef átt aðkomu að nema hundruðum, eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og skanna í raun litrófið allt. Þar sem ég er fulltrúi minnihluta borgarstjórnar verða þau sjónarmið sem ég stend fyrir, skynsamlegar lausnir og sanngjarnar, oftar en ekki undir. Hvers vegna gæti einhver spurt? Skýringin er einföld og kristallast hvað best í frægum rökum fulltrúa meirihlutans í einu átakamálinu á fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils: ,,Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.” Slíkum viðhorfum er erfitt að berjast gegn, enda eins ólík og hægt er viðhorfum þess er vill taka ákvarðanir sem byggðar eru á skynsömum lausnum og sanngirni. En svartnættið er þó ekki algjört, því einstaka sinnum rofar til. Bara alltof sjaldan. Nú berast mér sú tíðindi að ég sé einsmáls maður. Baldur einsmálsmaður. Að ég tali aðeins um einn málaflokk, eitt mál: Vanda fíkniefna- og áfengissjúklinga. Þrátt fyrir að þetta sé vissulega alrangt, þá er það svo sannarlega rétt að ég hef barist hart fyrir úrbótum og lausnum í þessum málaflokki. Rétt eins og ég geri alltaf, í öllum málum sem ég kem að. Leiðarljósið er alltaf hið sama: Skynsamlegar og sanngjarnar lausnir. Ég er þakklátur þessum aðila sem hefur af rausn sinni gefið mér þessa nafnbót. Það er nefnilega svo að ef það er einhver málaflokkur sem ég vil að mín verði minnst fyrir að hafa barist fyrir af lífi og sál, þá er það þessi. Málaflokkur sem kostar tugi ungmenna okkar lífið árlega. Málaflokkur þar sem ekkert má spara til í lausnum því líf tuga liggur við og lífshamingja þúsunda. Á hverju einasta ári… Til þess sem gaf mér þessa nafnbót hef ég aðeins eitt að segja: Takk þú. Höfundur greinarinnar er varaborgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Fíkn Miðflokkurinn Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Í störfum mínum sem varaborgarfulltrúi hef ég komið víða við og í öllum tilfellum gert allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja skynsamlegar lausnir og umfram allt sanngjarnar. Má þar nefna sem dæmi Skipulags og samgönguráð, Umhverfis og heilbrigðisráð, Menningar- íþrótta og tómstundaráð, Borgarráð, Borgarstjórn og Forsætisnefnd. Málin sem ég hef átt aðkomu að nema hundruðum, eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og skanna í raun litrófið allt. Þar sem ég er fulltrúi minnihluta borgarstjórnar verða þau sjónarmið sem ég stend fyrir, skynsamlegar lausnir og sanngjarnar, oftar en ekki undir. Hvers vegna gæti einhver spurt? Skýringin er einföld og kristallast hvað best í frægum rökum fulltrúa meirihlutans í einu átakamálinu á fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils: ,,Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.” Slíkum viðhorfum er erfitt að berjast gegn, enda eins ólík og hægt er viðhorfum þess er vill taka ákvarðanir sem byggðar eru á skynsömum lausnum og sanngirni. En svartnættið er þó ekki algjört, því einstaka sinnum rofar til. Bara alltof sjaldan. Nú berast mér sú tíðindi að ég sé einsmáls maður. Baldur einsmálsmaður. Að ég tali aðeins um einn málaflokk, eitt mál: Vanda fíkniefna- og áfengissjúklinga. Þrátt fyrir að þetta sé vissulega alrangt, þá er það svo sannarlega rétt að ég hef barist hart fyrir úrbótum og lausnum í þessum málaflokki. Rétt eins og ég geri alltaf, í öllum málum sem ég kem að. Leiðarljósið er alltaf hið sama: Skynsamlegar og sanngjarnar lausnir. Ég er þakklátur þessum aðila sem hefur af rausn sinni gefið mér þessa nafnbót. Það er nefnilega svo að ef það er einhver málaflokkur sem ég vil að mín verði minnst fyrir að hafa barist fyrir af lífi og sál, þá er það þessi. Málaflokkur sem kostar tugi ungmenna okkar lífið árlega. Málaflokkur þar sem ekkert má spara til í lausnum því líf tuga liggur við og lífshamingja þúsunda. Á hverju einasta ári… Til þess sem gaf mér þessa nafnbót hef ég aðeins eitt að segja: Takk þú. Höfundur greinarinnar er varaborgarfulltrúi Miðflokksins.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar