„Erfið mál“ á kjörtímabilinu skýringin á slæmu gengi Sigríðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júní 2021 19:30 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði telur „erfið mál“ á kjörtímabilinu skýringu á slæmu gengi Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sigríður gerir ekki kröfu um sæti á lista í næstu alþingiskosningum en hún hlaut ekki brautargengi í prófkjörinu í gær. Þá tilkynnti Brynjar Níelsson í dag að hann hygðist kveðja stjórnmálin eftir vonbrigði með fimmta sætið. Sjálfstæðisflokkurinn er nú með fimm þingmenn í Reykjavík en missir einn samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallup. Í næstu kosningum gætu því Diljá Mist Einarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir, sem lentu í þriðja og fjórða sæti, komið inn í staðinn fyrir Sigríði og Brynjar. Birgir Ármannsson myndi detta út. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, telur niðurstöðuna í samræmi við vilja kjósenda, sérstaklega kvenna. Hann segir að leiðtogaefnin tvö, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, geti vel við unað. „Ég held að þau séu bæði sterkir leiðtogar sem geta kallað út fjölmennan liðsafla og þetta var góðlátleg keppni. Ég held að bæði hafi sigrað,“ segir Hannes. Brynjar hafi fengið prýðilega kosningu Þá telur hann að Brynjar Níelsson sé óánægðari með úrslitin en tilefni er til. „Því hann fær prýðilega kosningu. Mörgum líkar mjög vel við hann, hann hefur munninn fyrir neðan nefið, kemur skemmtilega að orði og ég held að fimmta sætið hafi verið prýðilegt fyrir hann. En hann kýs að líta öðruvísi á þetta, hann hefur meiri metnað í stjórnmálum, og það er ekkert við því að segja. Auðvitað er það þannig að þegar sumir ná betri árangri en menn bjuggust við eru aðrir sem ná lakari árangri.“ Landsréttarmálið gæti skýrt slæmt gengi Sigríðar í prófkjörinu. „Hún lenti í mjög erfiðum málum á kjörtímabilinu og varð að segja af sér sem ráðherra og það er dálítið umhugsunarefni að lögfræðingaklíkan í kringum Róbert Spanó [forseta Mannréttindadómstóls Evrópu] skuli nú vera búin að hrekja burt tvo dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, fyrst Hönnu Birnu [Kristjánsdóttur] og nú Sigríði,“ segir Hannes. „En ég held þetta hafi verið eðlileg endurnýjun og þetta séu kynslóðaskipti.“ Spenna var á milli framboðs Guðlaugs og Áslaugar í prófkjörinu. Hannes telur ekki að hún muni draga dilk á eftir sér. „Ég myndi segja að það hafi verið miklu betra andrúmsloft í þessu prófkjöri, þó það hafi verið mikil keppni, heldur en oft áður þannig að ég hef enga trú á því að það verði einhver leiðindi milli þeirra Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu,“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30 Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. 6. júní 2021 11:02 „Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Sigríður gerir ekki kröfu um sæti á lista í næstu alþingiskosningum en hún hlaut ekki brautargengi í prófkjörinu í gær. Þá tilkynnti Brynjar Níelsson í dag að hann hygðist kveðja stjórnmálin eftir vonbrigði með fimmta sætið. Sjálfstæðisflokkurinn er nú með fimm þingmenn í Reykjavík en missir einn samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallup. Í næstu kosningum gætu því Diljá Mist Einarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir, sem lentu í þriðja og fjórða sæti, komið inn í staðinn fyrir Sigríði og Brynjar. Birgir Ármannsson myndi detta út. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, telur niðurstöðuna í samræmi við vilja kjósenda, sérstaklega kvenna. Hann segir að leiðtogaefnin tvö, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, geti vel við unað. „Ég held að þau séu bæði sterkir leiðtogar sem geta kallað út fjölmennan liðsafla og þetta var góðlátleg keppni. Ég held að bæði hafi sigrað,“ segir Hannes. Brynjar hafi fengið prýðilega kosningu Þá telur hann að Brynjar Níelsson sé óánægðari með úrslitin en tilefni er til. „Því hann fær prýðilega kosningu. Mörgum líkar mjög vel við hann, hann hefur munninn fyrir neðan nefið, kemur skemmtilega að orði og ég held að fimmta sætið hafi verið prýðilegt fyrir hann. En hann kýs að líta öðruvísi á þetta, hann hefur meiri metnað í stjórnmálum, og það er ekkert við því að segja. Auðvitað er það þannig að þegar sumir ná betri árangri en menn bjuggust við eru aðrir sem ná lakari árangri.“ Landsréttarmálið gæti skýrt slæmt gengi Sigríðar í prófkjörinu. „Hún lenti í mjög erfiðum málum á kjörtímabilinu og varð að segja af sér sem ráðherra og það er dálítið umhugsunarefni að lögfræðingaklíkan í kringum Róbert Spanó [forseta Mannréttindadómstóls Evrópu] skuli nú vera búin að hrekja burt tvo dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, fyrst Hönnu Birnu [Kristjánsdóttur] og nú Sigríði,“ segir Hannes. „En ég held þetta hafi verið eðlileg endurnýjun og þetta séu kynslóðaskipti.“ Spenna var á milli framboðs Guðlaugs og Áslaugar í prófkjörinu. Hannes telur ekki að hún muni draga dilk á eftir sér. „Ég myndi segja að það hafi verið miklu betra andrúmsloft í þessu prófkjöri, þó það hafi verið mikil keppni, heldur en oft áður þannig að ég hef enga trú á því að það verði einhver leiðindi milli þeirra Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu,“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30 Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. 6. júní 2021 11:02 „Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30
Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. 6. júní 2021 11:02
„Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?