Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júní 2021 12:18 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar að ný brú yfir Ölfusá við Selfossi verði klár í lok árs 2023 eða á árinu 2024. Svona mun brúin líta út. Vegagerðin Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. Gríðarlegt umferðarálag er við núverandi Ölfusárbrú við Selfoss og myndast oft langar biðraðir við brúna. En það er að létta til því það á að fara að byggja nýja brú yfir ofan Selfoss. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra veit allt um málið. „Já, hún er í svona ákveðnu ferli en það er búið að vera svokallaður markaðsdagur þar sem talað er við áhugasama aðila þar sem þetta er samvinnuleiðar verkefni, svokallað PPP. Brúin verður væntanlega boðin út um næstu áramót og þá geta framkvæmdir hafist og ef þær ganga vel þá verður þeim lokið annað hvort í lok árs 2023 eða á árinu 2024, sem er á svipuðum tíma og vegirnir í Ölfusinu klárast.“ Vegatollur verður innheimtur yfir nýju brúna en ekki er vitað á þessari stundu hvað hann verður hár.Vegagerðin Þannig að þú ert að lofa nýrri brú? „Já, ég er að lofa nýrri brú, hún kemur og er komin í sitt örugga ferli,“ segir Sigurður Ingi. Ráðherrann segir að nýja brúin verði stórglæsilegt mannvirki. „Hún verður svona einkenni, sem menn geta orðið mjög stoltir af í framtíðinni að sjá.“ En hvað kostar svona brú? „ Verkefnið í heild hefur verið metið á sex til sex og hálfan milljarð en þarf af eru auðvitað hluti af vegum, sem tengjast henni en við erum núna, bæði til að spara tíma og fara betur með fé að leggja grunninn að veginum áfram frá því þar sem vegaumbæturnar eru í Ölfusinu í dag að áttinni að brúnni.“ Sigurður Ingi í vöffukaffi hjá Framsóknarfélagi Árborgar en hann er mikið spurður um hvenær ný brú kemur yfir Ölfusá þar sem hann mætir á fundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Samgöngur Alþingi Vegagerð Ný Ölfusárbrú Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Gríðarlegt umferðarálag er við núverandi Ölfusárbrú við Selfoss og myndast oft langar biðraðir við brúna. En það er að létta til því það á að fara að byggja nýja brú yfir ofan Selfoss. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra veit allt um málið. „Já, hún er í svona ákveðnu ferli en það er búið að vera svokallaður markaðsdagur þar sem talað er við áhugasama aðila þar sem þetta er samvinnuleiðar verkefni, svokallað PPP. Brúin verður væntanlega boðin út um næstu áramót og þá geta framkvæmdir hafist og ef þær ganga vel þá verður þeim lokið annað hvort í lok árs 2023 eða á árinu 2024, sem er á svipuðum tíma og vegirnir í Ölfusinu klárast.“ Vegatollur verður innheimtur yfir nýju brúna en ekki er vitað á þessari stundu hvað hann verður hár.Vegagerðin Þannig að þú ert að lofa nýrri brú? „Já, ég er að lofa nýrri brú, hún kemur og er komin í sitt örugga ferli,“ segir Sigurður Ingi. Ráðherrann segir að nýja brúin verði stórglæsilegt mannvirki. „Hún verður svona einkenni, sem menn geta orðið mjög stoltir af í framtíðinni að sjá.“ En hvað kostar svona brú? „ Verkefnið í heild hefur verið metið á sex til sex og hálfan milljarð en þarf af eru auðvitað hluti af vegum, sem tengjast henni en við erum núna, bæði til að spara tíma og fara betur með fé að leggja grunninn að veginum áfram frá því þar sem vegaumbæturnar eru í Ölfusinu í dag að áttinni að brúnni.“ Sigurður Ingi í vöffukaffi hjá Framsóknarfélagi Árborgar en hann er mikið spurður um hvenær ný brú kemur yfir Ölfusá þar sem hann mætir á fundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Samgöngur Alþingi Vegagerð Ný Ölfusárbrú Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira