Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. júní 2021 10:11 Diljá Mist Einarsdóttir. Aðsend Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. Diljá Mist, sem verður 34 ára á þessu ári, hefur verið aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, en þetta er í fyrsta skipti sem hún býður sig fram í prófkjöri flokksins. Talað hefur verið um að þetta sé einn besti árangur nýliða í prófkjöri. Í samtali við Vísi segist Diljá Mist virkilega stolt af árangrinum og afar þakklát öllum þeim sem lögðu sig fram fyrir framboð hennar í prófkjörinu. „Nú er bara að standa sig,“ segir hún. Helsta stefnumál hennar verður barátta fyrir auknu einstaklingsfrelsi. „Það er alltof fáir stjórnmálamenn að tala fyrir frelsi einstaklingsins og að fólk geti fengið að taka ábyrgð á sér sjálft,“ segir hún. Hafði betur gegn reynslumiklum þingmönnum Guðlaugur Þór, yfirmaður Diljáar Mistar, fór með sigur af hólmi í prófkjörinu og leiðir flokkinn í Reykjavík. Prófkjörið var sameiginlegt fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin en kjörnefnd ákveður röðun frambjóðenda á listana. Diljá Mist segist ánægð með niðurstöðuna í heildinni og segir sérstaklega ánægjulegt að Guðlaugur Þór hafi hlotið afgerandi kosningu í oddvitasætið. Nokkrir sitjandi þingmenn flokksins náðu ekki þeim árangri sem þeir sóttust eftir. Þannig bauð Brynjar Níelsson sig fram til annars sætisins en hafnaði í því fimmta og Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, náði ekki einu af átta efstu sætunum. Birgir Ármannsson stefndi á annað til þriðja sætið en hafnaði í því sjötta. Sjálfstæðisflokkurinn náði samtals fimm mönnum inn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í síðustu kosningum. Telur Diljá Mist að sjálfstæðismenn hafi séð fyrir sér að nýliðun í bland við reynslu væri sigurstranglegur listi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Heldurðu að sjálfstæðismenn hafi verið að kalla eftir aukinni endurnýjun? „Í bland við reynslu, já, þá held ég að það hafi verið ákall eftir því,“ segir Diljá Mist. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Diljá Mist, sem verður 34 ára á þessu ári, hefur verið aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, en þetta er í fyrsta skipti sem hún býður sig fram í prófkjöri flokksins. Talað hefur verið um að þetta sé einn besti árangur nýliða í prófkjöri. Í samtali við Vísi segist Diljá Mist virkilega stolt af árangrinum og afar þakklát öllum þeim sem lögðu sig fram fyrir framboð hennar í prófkjörinu. „Nú er bara að standa sig,“ segir hún. Helsta stefnumál hennar verður barátta fyrir auknu einstaklingsfrelsi. „Það er alltof fáir stjórnmálamenn að tala fyrir frelsi einstaklingsins og að fólk geti fengið að taka ábyrgð á sér sjálft,“ segir hún. Hafði betur gegn reynslumiklum þingmönnum Guðlaugur Þór, yfirmaður Diljáar Mistar, fór með sigur af hólmi í prófkjörinu og leiðir flokkinn í Reykjavík. Prófkjörið var sameiginlegt fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin en kjörnefnd ákveður röðun frambjóðenda á listana. Diljá Mist segist ánægð með niðurstöðuna í heildinni og segir sérstaklega ánægjulegt að Guðlaugur Þór hafi hlotið afgerandi kosningu í oddvitasætið. Nokkrir sitjandi þingmenn flokksins náðu ekki þeim árangri sem þeir sóttust eftir. Þannig bauð Brynjar Níelsson sig fram til annars sætisins en hafnaði í því fimmta og Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, náði ekki einu af átta efstu sætunum. Birgir Ármannsson stefndi á annað til þriðja sætið en hafnaði í því sjötta. Sjálfstæðisflokkurinn náði samtals fimm mönnum inn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í síðustu kosningum. Telur Diljá Mist að sjálfstæðismenn hafi séð fyrir sér að nýliðun í bland við reynslu væri sigurstranglegur listi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Heldurðu að sjálfstæðismenn hafi verið að kalla eftir aukinni endurnýjun? „Í bland við reynslu, já, þá held ég að það hafi verið ákall eftir því,“ segir Diljá Mist.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39