Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að maðurinn hafi verið í annarlegu ástandi og að hann hafi sýnt lögreglumönnum dónaskap.
Tilkynnt var um slagsmál í póstnúmeri 113 sem Grafarholt og Úlfarsárdalur tilheyra og að einn slagsmálahundanna væri vopnaður hníf. Tveir voru handteknir á vettvangi og vistaðir í fangageymslu lögreglunnar.
Töluvert var um ölvun í borginni í gærkvöldi og nótt. Margmenni var þannig í miðborginni og mikið um ölvun og læti.
Í Laugardal ók maður á staur og var handtekinn vegna gruns um að hann væri undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna. Í Hafnarfirði ók ölvaður ökumaður aftan á aðra bifreið og var hann handtekinn sömuleiðis. Í póstnúmeri 109 var einnig ökumaður handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur eftir árekstur þar.
Ekki voru öll verkefni lögreglunnar jafnalvarleg. Tilkynnt var um að nokkrar endur hefðu valsað inn á bensínstöð í Kópavogi og óskaði starfsfólk eftir aðstoð lögreglu. Hún vísaði öndunum út vandræðalaust.