Breytingin þýði að lögreglan geti starfað eftir geðþótta Snorri Másson skrifar 4. júní 2021 20:14 Helgi Hrafn er efins um reglugerðarbreytingu dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hefur gefið lögreglu heimild til að nota tálbeitur, dulargervi, flugumenn og uppljóstrara til að veita grunuðum stöðuga eftirför án þess að hafa rökstuddan grun um glæp. Nú þarf aðeins að vera fyrir hendi grunur, en ekki „rökstuddur grunur“ sem þingmaður Pírata segir að muni þýða að lögreglan geti gripið til inngripsmikilla aðferða meira og minna eftir geðþótta. Helgi Hrafn Gunnarsson gagnrýnir að ráðherra hafi svo víðtækar heimildir til breytinga á störfum lögreglu án aðkomu Alþingis, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir veitti þessar auknu heimildir með útgáfu reglugerðar hinn 17. maí. Helgi Hrafn telur að þær heimildir sem veittar eru í reglugerðinni hafi lagastoð en furðar sig á að ráðherra skuli hafa svo víðtækar heimildir til að færa lögreglu aukið vald yfir borgurunum. „Reglugerðarheimildin í lögum er mjög víð og gefur ráðherra mjög mikið rými, miklu meira rými en ég tel eðlilegt til að heimila svona sérstakar aðferðir. Þess má geta að þessar aðferðir sem þarna er fjallað um kallast sérstakar og þóttu alla vega þegar lögin voru sett, óhefðbundnar og inngripsmiklar. Það er fullt tilefni til að fara varlega með svona heimildir og fullt tilefni til að löggjafinn sé með aðhald gagnvart þeim.“ Helgi segir að lögreglan sé valdastofnun, sem megi ekki hafa meira vald en borgararnir telji réttlætanlegt. „Lögregluyfirvöld vilja alltaf meiri valdheimildir. Ástæðan er einfaldlega sú að það er auðvitað auðveldara fyrir lögregluna að vinna með það að þurfa bara að hafa grun, en ekki rökstuddan grun.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að breytingarnar hafi verið gerðir eftir ábendingar frá ríkissaksóknara. „Þetta er í betra samræmi við lögin. Það var talið að reglugerðin þrengdi um of að heimildunum miðað við lögin. Við erum að bregðast við þessu og þetta er eitt af þeim skrefum sem við erum að taka til að geta varist betur skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi.“ Mega sigla undir fölsku flaggi Samkvæmt breytingunum getur lögreglan beitt skyggingu án rökstudds gruns, sem einnig heitir eftirför í daglegu máli. Í henni felst til dæmis „stöðugt eftirlit með mannaferðum um húsnæði eða á öðru afmörkuðu svæði eða á almannafæri með því að fylgjast með ferðum þess sem grunaður er um brot,“ eins og segir í reglugerðinni. Skygging skal, segir í reglugerðinni, að jafnaði vera varðstaða lögreglumanns um húsnæði eða annað afmarkað svæði „eða eftirlit með ferðum þess sem er grunaður um brot, þar með talin eftirför með bifreið eða öðru farartæki.“ Lögreglan má þá einnig sigla undir fölsku flaggi á netinu til þess að komast í samband við mögulega brotamenn. Hún má einnig stunda það sem heitir afhending undir eftirliti, þegar það liggur til dæmis fyrir að einstaklingur sé á leið með glæpsamlegan varning til annars, til þess að afla upplýsinga um viðtakandann. Hér má sjá breytingar ráðherra í heild sinni. Þær voru fyrst birtar í Stjórnartíðindum á miðvikudag en breytingar á stjórnvaldsfyrirmælum fara fyrst að hafa réttaráhrif eftir birtingu þar. Breytingarnar voru undirritaðar af ráðherra 17. maí en tilkynning um þær hefur ekki verið birt á vef ráðuneytisins eins og oft er gert þegar tíðindi verða í sama anda. Lögreglan Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Nú þarf aðeins að vera fyrir hendi grunur, en ekki „rökstuddur grunur“ sem þingmaður Pírata segir að muni þýða að lögreglan geti gripið til inngripsmikilla aðferða meira og minna eftir geðþótta. Helgi Hrafn Gunnarsson gagnrýnir að ráðherra hafi svo víðtækar heimildir til breytinga á störfum lögreglu án aðkomu Alþingis, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir veitti þessar auknu heimildir með útgáfu reglugerðar hinn 17. maí. Helgi Hrafn telur að þær heimildir sem veittar eru í reglugerðinni hafi lagastoð en furðar sig á að ráðherra skuli hafa svo víðtækar heimildir til að færa lögreglu aukið vald yfir borgurunum. „Reglugerðarheimildin í lögum er mjög víð og gefur ráðherra mjög mikið rými, miklu meira rými en ég tel eðlilegt til að heimila svona sérstakar aðferðir. Þess má geta að þessar aðferðir sem þarna er fjallað um kallast sérstakar og þóttu alla vega þegar lögin voru sett, óhefðbundnar og inngripsmiklar. Það er fullt tilefni til að fara varlega með svona heimildir og fullt tilefni til að löggjafinn sé með aðhald gagnvart þeim.“ Helgi segir að lögreglan sé valdastofnun, sem megi ekki hafa meira vald en borgararnir telji réttlætanlegt. „Lögregluyfirvöld vilja alltaf meiri valdheimildir. Ástæðan er einfaldlega sú að það er auðvitað auðveldara fyrir lögregluna að vinna með það að þurfa bara að hafa grun, en ekki rökstuddan grun.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að breytingarnar hafi verið gerðir eftir ábendingar frá ríkissaksóknara. „Þetta er í betra samræmi við lögin. Það var talið að reglugerðin þrengdi um of að heimildunum miðað við lögin. Við erum að bregðast við þessu og þetta er eitt af þeim skrefum sem við erum að taka til að geta varist betur skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi.“ Mega sigla undir fölsku flaggi Samkvæmt breytingunum getur lögreglan beitt skyggingu án rökstudds gruns, sem einnig heitir eftirför í daglegu máli. Í henni felst til dæmis „stöðugt eftirlit með mannaferðum um húsnæði eða á öðru afmörkuðu svæði eða á almannafæri með því að fylgjast með ferðum þess sem grunaður er um brot,“ eins og segir í reglugerðinni. Skygging skal, segir í reglugerðinni, að jafnaði vera varðstaða lögreglumanns um húsnæði eða annað afmarkað svæði „eða eftirlit með ferðum þess sem er grunaður um brot, þar með talin eftirför með bifreið eða öðru farartæki.“ Lögreglan má þá einnig sigla undir fölsku flaggi á netinu til þess að komast í samband við mögulega brotamenn. Hún má einnig stunda það sem heitir afhending undir eftirliti, þegar það liggur til dæmis fyrir að einstaklingur sé á leið með glæpsamlegan varning til annars, til þess að afla upplýsinga um viðtakandann. Hér má sjá breytingar ráðherra í heild sinni. Þær voru fyrst birtar í Stjórnartíðindum á miðvikudag en breytingar á stjórnvaldsfyrirmælum fara fyrst að hafa réttaráhrif eftir birtingu þar. Breytingarnar voru undirritaðar af ráðherra 17. maí en tilkynning um þær hefur ekki verið birt á vef ráðuneytisins eins og oft er gert þegar tíðindi verða í sama anda.
Lögreglan Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira