Bandaríkin ætla að gefa 80 milljónir skammta í júní Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2021 18:05 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Ríkisstjórn Bandaríkjanna tilkynnti í dag að til stæði að gefa 80 milljónir skammta bóluefna til annarra ríkja í júní. Mest allt af því mun fara til COVAX-áætlunar Sameinuðu þjóðanna en hingað til hafa ríki þar sem þörfin er mikil fengið 76 milljónir skammta í gegnum áætlunina. Af fyrsta skammtinum, sem verður um 25 milljónir skammta, munu um 19 milljónir fara í gegnum COVAX til Suður- og Mið-Ameríku, Asíu og Afríku. Bandaríkin munu þó að mestu leyti ráða hvert skammtarnir fara í gegnum COVAX. Þessir 80 milljónir skammta samsvara um 75 prósentum af viðbótarskömmtum Bandaríkjanna en sá fjórðungur sem verður eftir, verður geymdur yfir neyðartilvik og í beinar gjafir til bandamanna Bandaríkjanna og annarra, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Er þar um að ræða ríki eins og Mexíkó, Kanada, Suður-Kóreu, Palestínu, Indlands, Úkraínu, Kósovó, Haítí, Georgíu, Egyptaland, Jórdaníu, Írak og Jemen. Einhverjir skammtanna munu þar að auki fara til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna. Þrýstingur á Biden hefur aukist Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í dag að svo lengi sem faraldur nýju kórónuveirunnar geisaði einhversstaðar í heiminum væru stæðu Bandaríkjamenn frammi fyrir ógn. Þessar gjafir væru liður í því að binda enda á faraldurinn og Bandaríkin ætluðu að leggja jafn mikla áherslu á alþjóðlegar bólusetningar eins og gert hefði verið innan Bandaríkjanna. Þó Bandaríkin muni að mestu ráða hvert skammtarnir fara sagði Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bidens, í dag að Bandaríkin væru ekki að skipta á bóluefnum og einhverskonar greiðum. Skömmtunum fylgdu engin skilyrði og eina markmiðið væri að hjálpa og binda enda á faraldurinn. Val ríkja myndi fara eftir ýmsum þáttum eins og þörf og fjölda bólusettra. Þrýstingur á ríkisstjórn Bidens um að deila bóluefni ríkisins með umheiminum hefur aukist verulega undanfarna mánuði. Samhliða því hefur dregið úr alvarleika faraldursins sem er að versna víða annarsstaðar. Washington Post segir meira en helming fullorðinna Bandaríkjamanna hafa fengið minnst einn skammt af bóluefni. Á heimsvísu er hlutfallið nær einum af hverjum tíu. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Af fyrsta skammtinum, sem verður um 25 milljónir skammta, munu um 19 milljónir fara í gegnum COVAX til Suður- og Mið-Ameríku, Asíu og Afríku. Bandaríkin munu þó að mestu leyti ráða hvert skammtarnir fara í gegnum COVAX. Þessir 80 milljónir skammta samsvara um 75 prósentum af viðbótarskömmtum Bandaríkjanna en sá fjórðungur sem verður eftir, verður geymdur yfir neyðartilvik og í beinar gjafir til bandamanna Bandaríkjanna og annarra, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Er þar um að ræða ríki eins og Mexíkó, Kanada, Suður-Kóreu, Palestínu, Indlands, Úkraínu, Kósovó, Haítí, Georgíu, Egyptaland, Jórdaníu, Írak og Jemen. Einhverjir skammtanna munu þar að auki fara til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna. Þrýstingur á Biden hefur aukist Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í dag að svo lengi sem faraldur nýju kórónuveirunnar geisaði einhversstaðar í heiminum væru stæðu Bandaríkjamenn frammi fyrir ógn. Þessar gjafir væru liður í því að binda enda á faraldurinn og Bandaríkin ætluðu að leggja jafn mikla áherslu á alþjóðlegar bólusetningar eins og gert hefði verið innan Bandaríkjanna. Þó Bandaríkin muni að mestu ráða hvert skammtarnir fara sagði Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bidens, í dag að Bandaríkin væru ekki að skipta á bóluefnum og einhverskonar greiðum. Skömmtunum fylgdu engin skilyrði og eina markmiðið væri að hjálpa og binda enda á faraldurinn. Val ríkja myndi fara eftir ýmsum þáttum eins og þörf og fjölda bólusettra. Þrýstingur á ríkisstjórn Bidens um að deila bóluefni ríkisins með umheiminum hefur aukist verulega undanfarna mánuði. Samhliða því hefur dregið úr alvarleika faraldursins sem er að versna víða annarsstaðar. Washington Post segir meira en helming fullorðinna Bandaríkjamanna hafa fengið minnst einn skammt af bóluefni. Á heimsvísu er hlutfallið nær einum af hverjum tíu.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira