Seinni bylgjan: Ótrúlega rólegar undir pressu og þjálfarinn sultuslakur Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2021 16:32 KA/Þór hefur þegar fagnað sínum fyrsta deildarmeistaratitli og á möguleika á fyrsta Íslandsmeistaratitlinum. Til þess þarf liðið einn sigur í viðbót. vísir/hulda margrét Leikmenn og þjálfari KA/Þórs sýndu aðdáunarverða yfirvegun og öryggi í sigrinum á Val í úrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta, að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. KA/Þór vann fyrsta leik einvígisins á Akureyri í gærkvöld, 24-21, í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport 4, og þarf því aðeins einn sigur til að landa Íslandsmeistaratitlinum. Eftir leik í gær ræddi Svava Kristín Gretarsdóttir við þær Sigurlaugu Rúnarsdóttur og Írisi Ástu Pétursdóttur um leikinn. Til að mynda það hve öflugt lið KA/Þórs væri í að skora mörk seint í sínum sóknum, þegar dómarar leiksins hefðu lyft upp hendi til merkis um að þeir væru að fara að dæma leiktöf: Drottningin Rut haggast ekki „Það er ótrúlegt hvað þær eru rólegar undir pressu. Þær eru svo góðar í að spila langar sóknir og það er magnað hvað þær ná að uppskera mikið með höndina uppi,“ sagði Svava. Sigurlaug sagði Rut Jónsdóttur lykilleikmann í þessum efnum: „Þið voruð að taka viðtal við drottninguna Rut. Hún haggast ekki. Hún er svo jarðbundin og stabíl, og miðlar þessu áfram eins og Aldís [Ásta Heimisdóttir] sagði. Höndin fer rosalega oft upp en þær panikka ekki. Þær halda alltaf sínu striki og það er einn af styrkleikunum þeirra,“ sagði Sigurlaug en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Alltaf yfirvegun hjá KA/Þór „Þegar þær fengu tvær mínútur og voru einum færri þá spiluðu þær sókn, svo kom eitt hraðaupphlaup frá Val, og eftir sókn KA/Þórs númer tvö voru tuttugu sekúndur eftir af þessum tveimur mínútum. Valur náði bara að skora eitt mark,“ sagði Íris Ásta. Spurning hvort að þjálfarinn smiti út frá sér „Þær misstíga sig nánast ekki neitt. Flest lið eiga „slæman kafla“ en það er bara ekki til hjá KA/Þórs liðinu. Það er ótrúlega dýrmætt, að það komi aldrei kafli þar sem þær spila illa og fá á sig óvenju mörg mörk. Þær eru agaðar og mjög jarðbundnar, og virtust ekkert brjálæðislega stressaðar þó það sé samt góð stemning í liðinu,“ sagði Sigurlaug og Íris Ásta benti á að KA/Þór hefði varla tapað boltanum í sóknarleik sínum lengst af í leiknum. „Og þjálfarinn er sultuslakur. Það er spurning hvort að það smiti frá sér líka,“ sagði Sigurlaug, hrifin af því hvernig Andri Snær Stefánsson þjálfari deildarmeistaranna hagaði sér á hliðarlínunni og í leikhléum. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Valur 24-21 | Heimastúlkur tóku forystuna í úrslitaeinvíginu KA/Þór er komið yfir í úrslitaeinvíginu gegn Val í Olís-deild kvenna en liðin mættust í fyrsta sinn á Akureyri í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér titilinn. 2. júní 2021 19:26 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
KA/Þór vann fyrsta leik einvígisins á Akureyri í gærkvöld, 24-21, í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport 4, og þarf því aðeins einn sigur til að landa Íslandsmeistaratitlinum. Eftir leik í gær ræddi Svava Kristín Gretarsdóttir við þær Sigurlaugu Rúnarsdóttur og Írisi Ástu Pétursdóttur um leikinn. Til að mynda það hve öflugt lið KA/Þórs væri í að skora mörk seint í sínum sóknum, þegar dómarar leiksins hefðu lyft upp hendi til merkis um að þeir væru að fara að dæma leiktöf: Drottningin Rut haggast ekki „Það er ótrúlegt hvað þær eru rólegar undir pressu. Þær eru svo góðar í að spila langar sóknir og það er magnað hvað þær ná að uppskera mikið með höndina uppi,“ sagði Svava. Sigurlaug sagði Rut Jónsdóttur lykilleikmann í þessum efnum: „Þið voruð að taka viðtal við drottninguna Rut. Hún haggast ekki. Hún er svo jarðbundin og stabíl, og miðlar þessu áfram eins og Aldís [Ásta Heimisdóttir] sagði. Höndin fer rosalega oft upp en þær panikka ekki. Þær halda alltaf sínu striki og það er einn af styrkleikunum þeirra,“ sagði Sigurlaug en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Alltaf yfirvegun hjá KA/Þór „Þegar þær fengu tvær mínútur og voru einum færri þá spiluðu þær sókn, svo kom eitt hraðaupphlaup frá Val, og eftir sókn KA/Þórs númer tvö voru tuttugu sekúndur eftir af þessum tveimur mínútum. Valur náði bara að skora eitt mark,“ sagði Íris Ásta. Spurning hvort að þjálfarinn smiti út frá sér „Þær misstíga sig nánast ekki neitt. Flest lið eiga „slæman kafla“ en það er bara ekki til hjá KA/Þórs liðinu. Það er ótrúlega dýrmætt, að það komi aldrei kafli þar sem þær spila illa og fá á sig óvenju mörg mörk. Þær eru agaðar og mjög jarðbundnar, og virtust ekkert brjálæðislega stressaðar þó það sé samt góð stemning í liðinu,“ sagði Sigurlaug og Íris Ásta benti á að KA/Þór hefði varla tapað boltanum í sóknarleik sínum lengst af í leiknum. „Og þjálfarinn er sultuslakur. Það er spurning hvort að það smiti frá sér líka,“ sagði Sigurlaug, hrifin af því hvernig Andri Snær Stefánsson þjálfari deildarmeistaranna hagaði sér á hliðarlínunni og í leikhléum.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Valur 24-21 | Heimastúlkur tóku forystuna í úrslitaeinvíginu KA/Þór er komið yfir í úrslitaeinvíginu gegn Val í Olís-deild kvenna en liðin mættust í fyrsta sinn á Akureyri í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér titilinn. 2. júní 2021 19:26 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Valur 24-21 | Heimastúlkur tóku forystuna í úrslitaeinvíginu KA/Þór er komið yfir í úrslitaeinvíginu gegn Val í Olís-deild kvenna en liðin mættust í fyrsta sinn á Akureyri í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér titilinn. 2. júní 2021 19:26