Verkalýðshreyfingin óttast gullgrafaraæði innan ferðaþjónustunnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. júní 2021 06:01 Brot atvinnurekenda á launafólki hafa verið mun færri í faraldrinum enda ferðaþjónustan að mestu óstarfandi. vísir/vilhelm Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar er ekki sérlega spennt fyrir því að ferðaþjónustan fari aftur á fullt. Þau eru viss um að brotum á vinnumarkaði taki aftur að fjölga mjög á næstu mánuðum. Mikill samdráttur hefur verið í verkefnum stærstu verkalýðsfélaganna síðasta árið því flest mál sem komið hafa á borð þeirra undanfarin ár hafa verið tengd ferðaþjónustunni, sem hefur að mestu verið óstarfandi í faraldrinum. „Það hefur verið tiltölulega rólegt hjá okkur undanfarið,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS við Vísi. „En málunum fer að fjölga aftur núna þegar ferðaþjónustan fer á fullt.“ Og það sama er uppi á teningnum hjá Eflingu, sem er auðvitað aðildarfélag SGS. „Það voru þarna ógrynni af málum vegna ferðaþjónustunnar sem hafa dálítið dottið niður núna í faraldrinum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Flest brot á vinnumarkaði hjá ferðaþjónustufyrirtækjum Verkalýðshreyfingin hefur lengi gagnrýnt ferðaþjónustuna fyrir brot á vinnumarkaði og léleg kjör starfsmanna. Mikill meirihluti mála sem Efling og SGS hafa rekið fyrir umbjóðendur sína snúast um brot ferðaþjónustufyrirtækja. Sólveig Anna nefnir mál eins og kjarasamningsbrot, launaþjófnað, óásættanlegan aðbúnað, ógreidd orlof og í verstu tilfellum nauðungarvinnu. Sjá einnig: Ferðaþjónustan æf út í ASÍ Nú eru félögin hædd um að allt fari aftur í sitt gamla far – eða hreinlega verra: „Það sem við höfum miklar áhyggjur af er að ferðaþjónustan verði endurreist á verri grunni fyrir launafólk en áður var,“ segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ). „Við sjáum merki þess hér og þar nú þegar,“ heldur hún áfram og nefnir kjarasamninga Play og ÍFF sem gott dæmi um þetta. Sólveig Anna kveðst einnig hafa miklar áhyggjur af endurreisn ferðaþjónustunnar. „Við höfum haft miklar áhyggjur af því að þessi tími faraldursins hafi ekki verið notaður með skynsamlegum hætti til að taka þetta í gegn. Það er hætt við að það fari af stað hálfgert gullgrafaraæði þegar ferðaþjónustan fer aftur af stað þar sem aðalatriðið verður að græða eins mikið og hægt er og þá á kostnað launafólks.“ Kjaramál Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Play Tengdar fréttir Hvetja landsmenn til að sniðganga flugfélagið Play Alþýðusamband Íslands hvetur landsmenn til að sniðganga hið nýja flugfélag Play þar til það hefur „sýnt að það ætli að vera hluti af íslenskum vinnumarkaði og bjóða starfsfólki sínu kaup og kjör sem gilda hér á landi,“ eins og segir í tilkynningu. 19. maí 2021 17:37 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Mikill samdráttur hefur verið í verkefnum stærstu verkalýðsfélaganna síðasta árið því flest mál sem komið hafa á borð þeirra undanfarin ár hafa verið tengd ferðaþjónustunni, sem hefur að mestu verið óstarfandi í faraldrinum. „Það hefur verið tiltölulega rólegt hjá okkur undanfarið,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS við Vísi. „En málunum fer að fjölga aftur núna þegar ferðaþjónustan fer á fullt.“ Og það sama er uppi á teningnum hjá Eflingu, sem er auðvitað aðildarfélag SGS. „Það voru þarna ógrynni af málum vegna ferðaþjónustunnar sem hafa dálítið dottið niður núna í faraldrinum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Flest brot á vinnumarkaði hjá ferðaþjónustufyrirtækjum Verkalýðshreyfingin hefur lengi gagnrýnt ferðaþjónustuna fyrir brot á vinnumarkaði og léleg kjör starfsmanna. Mikill meirihluti mála sem Efling og SGS hafa rekið fyrir umbjóðendur sína snúast um brot ferðaþjónustufyrirtækja. Sólveig Anna nefnir mál eins og kjarasamningsbrot, launaþjófnað, óásættanlegan aðbúnað, ógreidd orlof og í verstu tilfellum nauðungarvinnu. Sjá einnig: Ferðaþjónustan æf út í ASÍ Nú eru félögin hædd um að allt fari aftur í sitt gamla far – eða hreinlega verra: „Það sem við höfum miklar áhyggjur af er að ferðaþjónustan verði endurreist á verri grunni fyrir launafólk en áður var,“ segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ). „Við sjáum merki þess hér og þar nú þegar,“ heldur hún áfram og nefnir kjarasamninga Play og ÍFF sem gott dæmi um þetta. Sólveig Anna kveðst einnig hafa miklar áhyggjur af endurreisn ferðaþjónustunnar. „Við höfum haft miklar áhyggjur af því að þessi tími faraldursins hafi ekki verið notaður með skynsamlegum hætti til að taka þetta í gegn. Það er hætt við að það fari af stað hálfgert gullgrafaraæði þegar ferðaþjónustan fer aftur af stað þar sem aðalatriðið verður að græða eins mikið og hægt er og þá á kostnað launafólks.“
Kjaramál Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Play Tengdar fréttir Hvetja landsmenn til að sniðganga flugfélagið Play Alþýðusamband Íslands hvetur landsmenn til að sniðganga hið nýja flugfélag Play þar til það hefur „sýnt að það ætli að vera hluti af íslenskum vinnumarkaði og bjóða starfsfólki sínu kaup og kjör sem gilda hér á landi,“ eins og segir í tilkynningu. 19. maí 2021 17:37 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Hvetja landsmenn til að sniðganga flugfélagið Play Alþýðusamband Íslands hvetur landsmenn til að sniðganga hið nýja flugfélag Play þar til það hefur „sýnt að það ætli að vera hluti af íslenskum vinnumarkaði og bjóða starfsfólki sínu kaup og kjör sem gilda hér á landi,“ eins og segir í tilkynningu. 19. maí 2021 17:37