Segir leiðinlegt að fara einn á ÓL og kallar eftir metnaði hjá íslenskum stjórnvöldum Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2021 11:30 Anton Sveinn McKee hefur verið fremsti sundkarl Íslands um langt árabil og náði ólympíulágmarki á HM árið 2019. EPA/PATRICK B. KRAEMER Átta íþróttamenn kepptu fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Ísland hafði þá ekki átt færri fulltrúa á þessu stærsta sviði íþróttanna í hálfa öld. Aðeins einn íþróttamaður hefur tryggt sér farseðil á Ólympíuleikana í Tókýó sem verða settir 23. júlí. Anton Sveinn McKee synti sig inn á leikana í Tókýó í júlí 2019. Þeim var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins en eiga að fara fram í sumar. Anton er fullbólusettur, hefur lagt hart að sér við æfingar og ætlar sér stóra hluti á leikunum. Anton viðurkennir að það sé leiðinlegt að ekki skuli fleiri Íslendingar komnir með farseðil á Ólympíuleikana. Sú staða mun lagast að einhverju leyti fram að leikum en Anton kallar eftir því að íslensk stjórnvöld sýni meiri metnað til að ná árangri á íþróttasviðinu og styðji betur við sitt besta íþróttafólk. Kröfurnar aukast með hverjum Ólympíuleikum „Þessi staða er ekkert að fara að breytast nema að það komi meiri innspýting inn í afreksíþróttir á Íslandi. Kröfurnar aukast með hverjum Ólympíuleikum og ef við viljum skara fram úr þá þarf eitthvað að breytast varðandi aðhald og metnað sem lagður er í afreksíþróttirnar,“ segir Anton Sveinn. Anton Sveinn hefur keppt á sínu síðasta móti fyrir Ólympíuleikana. Hann er við æfingar í Bandaríkjunum en mun ferðast til Asíu 2-3 vikum fyrir ÓL og ljúka þar undirbúningi sínum.Getty/Andy Lyons „Maður hefur oft séð fólk, bæði í sundinu og öðrum íþróttum, sem hefur ekki getað komist á toppinn á sínum ferli því það getur ekki fengið dæmið til að ganga upp. Á meðan að kröfurnar í íþróttaheiminum aukast þá þarf stuðningurinn jafnframt að aukast. Það kostar peninga að búa til afreksíþróttafólk og þær þjóðir sem við berum okkur saman við leggja alvöru metnað í að gera það. Það sést í árangri,“ segir Anton. Þarf að gera íþróttafólki kleift að leggja allt í sölurnar Á meðal þeirra sem hafa freistað þess að komast á Ólympíuleikana er þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir, kærasta Antons. Einnig má nefna júdókappann Sveinbjörn Iura, frjálsíþróttafólkið Guðna Val Guðnason, Hilmar Örn Jónsson, Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur og fleiri. Anton kveðst þess handviss að íslenskt íþróttafólk geti náð lengra fái það til þess stuðning. „Það er leiðinlegt að fara einn á Ólympíuleikana en vonandi bætast fleiri við og einhverjir boðsmiðar koma. Ég er sannfærður um að ef að stuðningurinn eykst þá muni íþróttafólkið okkar svara því um leið með því að þora að stefna lengra og leggja allt í sölurnar, og þá muni árangurinn fylgja. Þetta þarf að gerast strax, því ef það gerist ekkert nýtt núna þá er mjög hætt við því að þau sem voru nálægt því að komast inn á leikana núna bara hætti og fari að gera eitthvað annað. Það er rosalega mikil vinna sem fer í þetta. Auðvitað átta ég mig á því að við erum fámenn þjóð og höfum mikið minna fjármagn til að spila úr, en við erum líka með færra afreksíþróttafólk sem þarf að styðja við,“ segir Anton. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Tengdar fréttir „Fer á leikana með gífurlega háar kröfur á sjálfan mig“ Anton Sveinn McKee ætlar sér að synda á næstbesta tíma sögunnar, í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það ætti að skila honum verðlaunum, jafnvel fyrsta ólympíugulli Íslendinga. 1. júní 2021 12:30 Verður gaman á Ólympíuleikunum með pabba með mér í lauginni Um leið og Anton Sveinn McKee syrgir föður sinn hefur hann reynt að undirbúa sig fyrir keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Stærstu stund ferilsins hjá þessum 27 ára gamla sundmanni og eina íslenska íþróttamanni sem á sæti á leikunum. Það hefur reynst þrautin þyngri en Antoni líður betur í dag og ætlar að njóta leikanna með pabba sinn með sér í anda. 1. júní 2021 09:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Sjá meira
Anton Sveinn McKee synti sig inn á leikana í Tókýó í júlí 2019. Þeim var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins en eiga að fara fram í sumar. Anton er fullbólusettur, hefur lagt hart að sér við æfingar og ætlar sér stóra hluti á leikunum. Anton viðurkennir að það sé leiðinlegt að ekki skuli fleiri Íslendingar komnir með farseðil á Ólympíuleikana. Sú staða mun lagast að einhverju leyti fram að leikum en Anton kallar eftir því að íslensk stjórnvöld sýni meiri metnað til að ná árangri á íþróttasviðinu og styðji betur við sitt besta íþróttafólk. Kröfurnar aukast með hverjum Ólympíuleikum „Þessi staða er ekkert að fara að breytast nema að það komi meiri innspýting inn í afreksíþróttir á Íslandi. Kröfurnar aukast með hverjum Ólympíuleikum og ef við viljum skara fram úr þá þarf eitthvað að breytast varðandi aðhald og metnað sem lagður er í afreksíþróttirnar,“ segir Anton Sveinn. Anton Sveinn hefur keppt á sínu síðasta móti fyrir Ólympíuleikana. Hann er við æfingar í Bandaríkjunum en mun ferðast til Asíu 2-3 vikum fyrir ÓL og ljúka þar undirbúningi sínum.Getty/Andy Lyons „Maður hefur oft séð fólk, bæði í sundinu og öðrum íþróttum, sem hefur ekki getað komist á toppinn á sínum ferli því það getur ekki fengið dæmið til að ganga upp. Á meðan að kröfurnar í íþróttaheiminum aukast þá þarf stuðningurinn jafnframt að aukast. Það kostar peninga að búa til afreksíþróttafólk og þær þjóðir sem við berum okkur saman við leggja alvöru metnað í að gera það. Það sést í árangri,“ segir Anton. Þarf að gera íþróttafólki kleift að leggja allt í sölurnar Á meðal þeirra sem hafa freistað þess að komast á Ólympíuleikana er þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir, kærasta Antons. Einnig má nefna júdókappann Sveinbjörn Iura, frjálsíþróttafólkið Guðna Val Guðnason, Hilmar Örn Jónsson, Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur og fleiri. Anton kveðst þess handviss að íslenskt íþróttafólk geti náð lengra fái það til þess stuðning. „Það er leiðinlegt að fara einn á Ólympíuleikana en vonandi bætast fleiri við og einhverjir boðsmiðar koma. Ég er sannfærður um að ef að stuðningurinn eykst þá muni íþróttafólkið okkar svara því um leið með því að þora að stefna lengra og leggja allt í sölurnar, og þá muni árangurinn fylgja. Þetta þarf að gerast strax, því ef það gerist ekkert nýtt núna þá er mjög hætt við því að þau sem voru nálægt því að komast inn á leikana núna bara hætti og fari að gera eitthvað annað. Það er rosalega mikil vinna sem fer í þetta. Auðvitað átta ég mig á því að við erum fámenn þjóð og höfum mikið minna fjármagn til að spila úr, en við erum líka með færra afreksíþróttafólk sem þarf að styðja við,“ segir Anton.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Tengdar fréttir „Fer á leikana með gífurlega háar kröfur á sjálfan mig“ Anton Sveinn McKee ætlar sér að synda á næstbesta tíma sögunnar, í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það ætti að skila honum verðlaunum, jafnvel fyrsta ólympíugulli Íslendinga. 1. júní 2021 12:30 Verður gaman á Ólympíuleikunum með pabba með mér í lauginni Um leið og Anton Sveinn McKee syrgir föður sinn hefur hann reynt að undirbúa sig fyrir keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Stærstu stund ferilsins hjá þessum 27 ára gamla sundmanni og eina íslenska íþróttamanni sem á sæti á leikunum. Það hefur reynst þrautin þyngri en Antoni líður betur í dag og ætlar að njóta leikanna með pabba sinn með sér í anda. 1. júní 2021 09:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Sjá meira
„Fer á leikana með gífurlega háar kröfur á sjálfan mig“ Anton Sveinn McKee ætlar sér að synda á næstbesta tíma sögunnar, í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það ætti að skila honum verðlaunum, jafnvel fyrsta ólympíugulli Íslendinga. 1. júní 2021 12:30
Verður gaman á Ólympíuleikunum með pabba með mér í lauginni Um leið og Anton Sveinn McKee syrgir föður sinn hefur hann reynt að undirbúa sig fyrir keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Stærstu stund ferilsins hjá þessum 27 ára gamla sundmanni og eina íslenska íþróttamanni sem á sæti á leikunum. Það hefur reynst þrautin þyngri en Antoni líður betur í dag og ætlar að njóta leikanna með pabba sinn með sér í anda. 1. júní 2021 09:00