Ákvörðun Tandra undir lok leiks var kolröng Andri Már Eggertsson skrifar 1. júní 2021 22:15 Patrekur var svekktur í leiks lok. Vísir/Hulda Margrét Selfoss er komið í bílstjórasætið í einvíginu gegn Stjörnunni eftir að hafa unnið þá í Garðabænum 24-26. Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar var afar svekktur eftir leikinn. Tandri Már Konráðsson náði sér ekki á strik í leiknum og fór illa að ráði sínu undir lok leiks þar sem hann freista þess að skjóta Stjörnunni inn í leikinn undir lokinn í stað þess að vernda muninn fyrir næsta leik. „Það var léleg ákvörðun hjá Tandra að skjóta undir lok leiks, hann átti ekki að gera þetta og lítið annað um það að segja," sagði Patrekur eftir leik. Leikurinn í kvöld var hin allra mesta skemmtun líkt og leikir milli þessara liða hafa verið í deildinni. „Við klikkuðum mikið sóknarlega í fyrri hálfleik. Ég breytti varnarleiknum þó ég hafi verið ánægður með hann. Varnarlega vorum við að breyta mikið sem mér fannst ganga ágætlega en við fengum enga markvörslu í síðari hálfleik." Tandri Már Konráðsson besti leikmaður Stjörnunnar í vetur náði sér ekki á strik í kvöld og spiluðu Selfyssingar mjög góða vörn á hann allan leikinn. „Selfoss er gott lið, þeir hafa eflaust lagt áherslu á að stoppa hann í kvöld. Mögulega kom ég honum ekki í þær stöður sem hann hefði nýst í. Tandri náði sér ekki á strik í kvöld, hann er frábær leikmaður og veit ég það að hann verður sterkari á Selfossi," sagði Patrekur að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Stjarnan Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Selfoss 24-26 | Góður sigur hjá Selfyssingum Selfyssingar unnu góðan tveggja marka sigur á Stjörnunni í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í Mýrinni í kvöld. Lokatölur 26-24 en Stjarnan fékk kjörið tækifæri til að minnka muninn undir lok leiks. 1. júní 2021 21:45 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Tandri Már Konráðsson náði sér ekki á strik í leiknum og fór illa að ráði sínu undir lok leiks þar sem hann freista þess að skjóta Stjörnunni inn í leikinn undir lokinn í stað þess að vernda muninn fyrir næsta leik. „Það var léleg ákvörðun hjá Tandra að skjóta undir lok leiks, hann átti ekki að gera þetta og lítið annað um það að segja," sagði Patrekur eftir leik. Leikurinn í kvöld var hin allra mesta skemmtun líkt og leikir milli þessara liða hafa verið í deildinni. „Við klikkuðum mikið sóknarlega í fyrri hálfleik. Ég breytti varnarleiknum þó ég hafi verið ánægður með hann. Varnarlega vorum við að breyta mikið sem mér fannst ganga ágætlega en við fengum enga markvörslu í síðari hálfleik." Tandri Már Konráðsson besti leikmaður Stjörnunnar í vetur náði sér ekki á strik í kvöld og spiluðu Selfyssingar mjög góða vörn á hann allan leikinn. „Selfoss er gott lið, þeir hafa eflaust lagt áherslu á að stoppa hann í kvöld. Mögulega kom ég honum ekki í þær stöður sem hann hefði nýst í. Tandri náði sér ekki á strik í kvöld, hann er frábær leikmaður og veit ég það að hann verður sterkari á Selfossi," sagði Patrekur að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Stjarnan Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Selfoss 24-26 | Góður sigur hjá Selfyssingum Selfyssingar unnu góðan tveggja marka sigur á Stjörnunni í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í Mýrinni í kvöld. Lokatölur 26-24 en Stjarnan fékk kjörið tækifæri til að minnka muninn undir lok leiks. 1. júní 2021 21:45 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Selfoss 24-26 | Góður sigur hjá Selfyssingum Selfyssingar unnu góðan tveggja marka sigur á Stjörnunni í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í Mýrinni í kvöld. Lokatölur 26-24 en Stjarnan fékk kjörið tækifæri til að minnka muninn undir lok leiks. 1. júní 2021 21:45