Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2021 07:50 Hér má sjá stöðuna á Gróðurhúsinu eins og hún var í gær, þriðjudag. Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn. Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Gróðurhússins, segir í samtali við fréttastofu að um uppbyggingu fyrir rúman milljarð króna sé að ræða en sami hópur stendur einnig fyrir uppbyggingu í Reykjadal, fyrir ofan Hveragerði. Sjá einnig: Opna kaffihús og boða mikla uppbyggingu í Reykjadal Gróðurhúsið kallast á ensku Greenhouse og hótelið mun heita Greenhouse Hotel, með 49 herbergjum. Samkvæmt tilkynningu verður það svokallað boutique hótel, á tveimur efri hæðum hússins, og verður áhersla lögð á sjálfbærni, gæða herbergi og skemmtilega stemningu. Hönnun herbergja mun tengja vel við Gróðurhúsið sjálft. Svona á framhlið Gróðurhússins að líta út. Þar verða vörumerki eins og Epal, Kormákur & Skjöldur, Álafoss og Te og Kaffi einnig með aðstöðu, auk þess sem Rut Káradóttir, innanhússarkitekt, og eiginmaður hennar munu opna ísbúð og ný sælkeraverslun sem ber nafnið Me & Mu verður þar einni starfrækt. Í henni verður áhersla lögð á matvæli ræktuð og unnin í héraði. Mathöll Suðurlands verður einnig í húsinu og þar verða veitingastaðir eins og Hipstur, Block Burger, Wok on og Taco vagninn. Bar Gróðurhússins verður í glerskála hússins en upp á honum verða svalir þar sem gestir geta virt umhverfið fyrir sér. Upphaflega stóð til að opna Gróðurhúsið í fyrra en það var áður en „skepnan Covid-19 kom til byggða“ eins og Brynjólfur orðar það. Vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, ákváðu forsvarsmenn verkefnisins að fresta opnun um eitt ár. Brynjólfur segir að Gróðurhúsið eigi ekki bara að vera staður fyrir erlenda ferðamenn og mikið sé lagt upp úr því að þjónusta Íslendinga. „Við horfum mikið til heimamanna og Íslendinga á ferðinni. Það verða að vera vörur og þjónusta sem Íslendingum líkar við,“ segir Brynjólfur. Hann segir einnig að mikið hafi verið lagt upp úr því að vera með skemmtilegt úrval þjónustu og vísar í að í Gróðurhúsinu verði hægt að finna kaffihús, bar, matvöruverslun, ísbúð, búð fyrir ferðamenn og annað. Gróðurhúsið eins og það á að líta út að aftan. Brynjólfur segir hópinn stefna á áframhaldandi uppbyggingu, bæði hvað varðar Gróðurhúsið og Reykjadal. „Við erum að sjá þetta sem heildræna nálgun og við erum að veðja á þetta svæði,“ segir Brynjólfur. Hann segir mjög góða stemningu vera að skapast í Hveragerði og að nálægðin við höfuðborgarsvæðið hjálpi einnig. „Reykjadalurinn er gífurlega vinsæll og Hengillinn fyrir ofan. Það er mikil útivist og annað sem hægt er að sækja í og við teljum mikið af tækifærum hér, bæði fyrir ferðamanninn og Íslendinginn.“ Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veitingastaðir Matur Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Gróðurhússins, segir í samtali við fréttastofu að um uppbyggingu fyrir rúman milljarð króna sé að ræða en sami hópur stendur einnig fyrir uppbyggingu í Reykjadal, fyrir ofan Hveragerði. Sjá einnig: Opna kaffihús og boða mikla uppbyggingu í Reykjadal Gróðurhúsið kallast á ensku Greenhouse og hótelið mun heita Greenhouse Hotel, með 49 herbergjum. Samkvæmt tilkynningu verður það svokallað boutique hótel, á tveimur efri hæðum hússins, og verður áhersla lögð á sjálfbærni, gæða herbergi og skemmtilega stemningu. Hönnun herbergja mun tengja vel við Gróðurhúsið sjálft. Svona á framhlið Gróðurhússins að líta út. Þar verða vörumerki eins og Epal, Kormákur & Skjöldur, Álafoss og Te og Kaffi einnig með aðstöðu, auk þess sem Rut Káradóttir, innanhússarkitekt, og eiginmaður hennar munu opna ísbúð og ný sælkeraverslun sem ber nafnið Me & Mu verður þar einni starfrækt. Í henni verður áhersla lögð á matvæli ræktuð og unnin í héraði. Mathöll Suðurlands verður einnig í húsinu og þar verða veitingastaðir eins og Hipstur, Block Burger, Wok on og Taco vagninn. Bar Gróðurhússins verður í glerskála hússins en upp á honum verða svalir þar sem gestir geta virt umhverfið fyrir sér. Upphaflega stóð til að opna Gróðurhúsið í fyrra en það var áður en „skepnan Covid-19 kom til byggða“ eins og Brynjólfur orðar það. Vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, ákváðu forsvarsmenn verkefnisins að fresta opnun um eitt ár. Brynjólfur segir að Gróðurhúsið eigi ekki bara að vera staður fyrir erlenda ferðamenn og mikið sé lagt upp úr því að þjónusta Íslendinga. „Við horfum mikið til heimamanna og Íslendinga á ferðinni. Það verða að vera vörur og þjónusta sem Íslendingum líkar við,“ segir Brynjólfur. Hann segir einnig að mikið hafi verið lagt upp úr því að vera með skemmtilegt úrval þjónustu og vísar í að í Gróðurhúsinu verði hægt að finna kaffihús, bar, matvöruverslun, ísbúð, búð fyrir ferðamenn og annað. Gróðurhúsið eins og það á að líta út að aftan. Brynjólfur segir hópinn stefna á áframhaldandi uppbyggingu, bæði hvað varðar Gróðurhúsið og Reykjadal. „Við erum að sjá þetta sem heildræna nálgun og við erum að veðja á þetta svæði,“ segir Brynjólfur. Hann segir mjög góða stemningu vera að skapast í Hveragerði og að nálægðin við höfuðborgarsvæðið hjálpi einnig. „Reykjadalurinn er gífurlega vinsæll og Hengillinn fyrir ofan. Það er mikil útivist og annað sem hægt er að sækja í og við teljum mikið af tækifærum hér, bæði fyrir ferðamanninn og Íslendinginn.“
Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veitingastaðir Matur Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira