Krónan okkar allra Daði Már Kristófersson skrifar 1. júní 2021 14:31 Íslendungum þykir vænt um krónuna sína, þetta tákn sjálfstæðis þjóðarinnar, og sveigjanleikan sem hún skapar. Við elskum góðu tímana, þegar hún er sterk og kaupmáttur er mikill. Kannski þykir okkur ekki öllum eins vænt um veikingatímabilin þegar hún leiðir til verðbólgu, lækkar kaupmátt launa og hækkar lán. Hindranirnar sem hún skapar í viðskiptum við útlönd. Óvissuna sem hún veldur okkur. En þetta er krónan okkar. Hluti af því að vera Íslendingur. Dálítið eins og veðrið. Seðlabanki Íslands gætir krónunnar. Gengið hefur á ýmsu í því verkefni. Núverandi stefna Seðlabankans virðist umfram allt vera að halda gengi krónunnar stöðugu. Þetta sést bæði á tali seðlabankastjóra og hegðun bankans. Bankinn hefur stutt við gengi krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði, tilmælum til lífeyrissjóðanna um að halda að sér höndum í erlendri fjárfestingu og hvatningu til ríkisjóðs um erlendra lántöku fremur en að fjármagna halla ríkissjóðs innanlands. Fagna ber áherslu Seðlabankans á stöðuga krónu. Kostnaður þjóðarinnar vegna óstöðugleika hefur í gegnum tíðina verið umtalsverður. Beini kostnaðurinn snýr að óhagstæðum lánskjörum fyrirtækja og almennings og óvissu sem gerir allar áætlanir erfiðar og varnir gegn þeim dýrar. En það er einnig umtalsverður óbeinn kostnaður. Útflutningsgreinar sem byggja á nýtingu hugvits og þekkingar fremur en auðlinda hafa átt erfitt uppdráttar á Íslandi. Sveiflukennd vegferð þjóðarinnar með krónunni sinni er vörðuð tækifærum sem aldrei urðu. Tækifærum sem þoldu ekki sveiflurnar. Í alþjóðlegum samanburði er nýsköpun á Íslandi með því besta sem gerist. Hugmyndirnar sem aldrei urðu hafa því að öllum líkindum verið margar. Það eru því góðar fréttir fyrir framtíðina að Seðlabankinn leggi áherslu á stöðuga krónu. Fátt í heiminum er án fórna. Stöðugur gjaldmiðill er þar engin undantekning. Einhverju verður að fórna. Ef megináhersla er á stöðugan gjaldmiðil þarf annað hvort að fórna sjálfstæðri peningastefnu, þ.m.t. sjálfstæðri ákvörðun vaxta, eða frjálsu flæði fjármagns. Val Seðlabanka Íslands er að fórna frjálsu flæði fjármagns. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga sem heimilar bankanum að beyta gjaldeyrishöftum. Höft hafa margvísleg neikvæð áhrif. Þau mismuna borgurunum. Sumir verða fyrir þeim meðan aðrir geta komist hjá þeim. Þannig styrkja þau stöðu útflutningsfyrirtækja en veikja stöðu lífeyrissjóða og draga úr erlendri fjárfestingu. Viðreisn hefur talað fyrir annarri leið, að fara í samstarfi við nágrannaþjóðir um peningastefnu. Það er sú leið sem Danir hafa valið að fara undanfarna áratugi. Afleiðingarnar yrðu stórbætt skilyrði fyrir einstaklinga og heimili og sá stöðugleiki sem Seðlabankinn leggur svo mikla áherslu á. Þessi leið hefur líka galla. Hún leggur miklar kröfur á stöðugleika innanlands. Kröfur sem bæði hið opinbera og aðilar vinnumarkaðarins þurfa að taka tillit til. Við, sem styðjum stöðugan gjaldmiðil, eigum tvo kosti með krónunni, höft eða samvinnu. Val okkar á skiptir gríðarlegu máli fyrir framtíðina. Hver er þín skoðun? Höft eða samvinna? Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska krónan Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Íslendungum þykir vænt um krónuna sína, þetta tákn sjálfstæðis þjóðarinnar, og sveigjanleikan sem hún skapar. Við elskum góðu tímana, þegar hún er sterk og kaupmáttur er mikill. Kannski þykir okkur ekki öllum eins vænt um veikingatímabilin þegar hún leiðir til verðbólgu, lækkar kaupmátt launa og hækkar lán. Hindranirnar sem hún skapar í viðskiptum við útlönd. Óvissuna sem hún veldur okkur. En þetta er krónan okkar. Hluti af því að vera Íslendingur. Dálítið eins og veðrið. Seðlabanki Íslands gætir krónunnar. Gengið hefur á ýmsu í því verkefni. Núverandi stefna Seðlabankans virðist umfram allt vera að halda gengi krónunnar stöðugu. Þetta sést bæði á tali seðlabankastjóra og hegðun bankans. Bankinn hefur stutt við gengi krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði, tilmælum til lífeyrissjóðanna um að halda að sér höndum í erlendri fjárfestingu og hvatningu til ríkisjóðs um erlendra lántöku fremur en að fjármagna halla ríkissjóðs innanlands. Fagna ber áherslu Seðlabankans á stöðuga krónu. Kostnaður þjóðarinnar vegna óstöðugleika hefur í gegnum tíðina verið umtalsverður. Beini kostnaðurinn snýr að óhagstæðum lánskjörum fyrirtækja og almennings og óvissu sem gerir allar áætlanir erfiðar og varnir gegn þeim dýrar. En það er einnig umtalsverður óbeinn kostnaður. Útflutningsgreinar sem byggja á nýtingu hugvits og þekkingar fremur en auðlinda hafa átt erfitt uppdráttar á Íslandi. Sveiflukennd vegferð þjóðarinnar með krónunni sinni er vörðuð tækifærum sem aldrei urðu. Tækifærum sem þoldu ekki sveiflurnar. Í alþjóðlegum samanburði er nýsköpun á Íslandi með því besta sem gerist. Hugmyndirnar sem aldrei urðu hafa því að öllum líkindum verið margar. Það eru því góðar fréttir fyrir framtíðina að Seðlabankinn leggi áherslu á stöðuga krónu. Fátt í heiminum er án fórna. Stöðugur gjaldmiðill er þar engin undantekning. Einhverju verður að fórna. Ef megináhersla er á stöðugan gjaldmiðil þarf annað hvort að fórna sjálfstæðri peningastefnu, þ.m.t. sjálfstæðri ákvörðun vaxta, eða frjálsu flæði fjármagns. Val Seðlabanka Íslands er að fórna frjálsu flæði fjármagns. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga sem heimilar bankanum að beyta gjaldeyrishöftum. Höft hafa margvísleg neikvæð áhrif. Þau mismuna borgurunum. Sumir verða fyrir þeim meðan aðrir geta komist hjá þeim. Þannig styrkja þau stöðu útflutningsfyrirtækja en veikja stöðu lífeyrissjóða og draga úr erlendri fjárfestingu. Viðreisn hefur talað fyrir annarri leið, að fara í samstarfi við nágrannaþjóðir um peningastefnu. Það er sú leið sem Danir hafa valið að fara undanfarna áratugi. Afleiðingarnar yrðu stórbætt skilyrði fyrir einstaklinga og heimili og sá stöðugleiki sem Seðlabankinn leggur svo mikla áherslu á. Þessi leið hefur líka galla. Hún leggur miklar kröfur á stöðugleika innanlands. Kröfur sem bæði hið opinbera og aðilar vinnumarkaðarins þurfa að taka tillit til. Við, sem styðjum stöðugan gjaldmiðil, eigum tvo kosti með krónunni, höft eða samvinnu. Val okkar á skiptir gríðarlegu máli fyrir framtíðina. Hver er þín skoðun? Höft eða samvinna? Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar