Menntasjóður námsmanna áfrýjar dómi héraðsdóms í ábyrgðarmannamáli Eiður Þór Árnason skrifar 1. júní 2021 12:34 Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna. Samsett Menntasjóður námsmanna hyggst áfrýja nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem sjóðurinn tapaði máli gegn ábyrgðarmanni námsláns. Þetta staðfestir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins, í samtali við fréttastofu. Ekki hefur verið lögð fram formleg áfrýjunarbeiðni til Landsréttar. Talið er að niðurstaða dómsins geti verið fordæmisgefandi fyrir um þúsund ábyrgðarmenn námslána. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í lok maí að stefndi bæri ekki ábyrgð á öllu námsláninu sem hann gekkst í ábyrgð fyrir heldur einungis þeim hluta sem var í vanskilum við gildistöku nýrra laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Lögin, sem tóku gildi í júní í fyrra, fólu í sér niðurfellingu á ábyrgðum námslána sem tekin voru í tíð eldri laga að uppfylltum skilyrðum, til að mynda að lánið hafi staðið í skilum. Samhliða því var nafni sjóðsins breytt í Menntasjóð námsmanna. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Var í vanskilum Menntasjóður byggði einkum á því að ef minnst einn gjalddagi væri í vanskilum við gildistöku laganna þá myndi ábyrgðin í heild sinni ekki falla niður. Héraðsdómur féllst ekki á það sjónarmið. Menntasjóður námsmanna stefndi lánþega og ábyrgðarmanni vegna námsláns sem var upphaflega tekið í september 2005. Lánið komst í vanskil í september 2019 en þá stóð lánið í 7.111.855 krónum. Eftir að lánið var gjaldfellt greiddi ábyrgðarmaður lánsins 325 þúsund krónur til Menntasjóðs námsmanna þann 9. desember 2020. Sú upphæð dugaði sem greiðsla af afborgunum fyrir þeim hluta lánsins sem var í vanskilum, auk dráttarvaxta, áður en ný lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi í júní. Var ábyrgðarmaðurinn sýknaður af kröfu um greiðslu lánsins sem nam rúmum sjö milljónum króna auk dráttarvaxta. Dómsmál Námslán Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Ábyrgðarmaður hafði betur gegn Menntasjóði námsmanna Ábyrgðarmaður námsláns hjá Menntasjóði námsmanna, áður Lánasjóði íslenskra námsmanna, ber ekki ábyrgð á öllu láninu heldur einungis þeim hluta sem var í vanskilum við gildistöku nýrra laga um Menntasjóð námsmanna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en dómur þess efnis var kveðinn upp í dag. 19. maí 2021 14:43 Allir flokkar studdu frumvarp um Menntasjóð námsmanna fyrir utan Miðflokkinn Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. 9. júní 2020 14:39 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Þetta staðfestir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins, í samtali við fréttastofu. Ekki hefur verið lögð fram formleg áfrýjunarbeiðni til Landsréttar. Talið er að niðurstaða dómsins geti verið fordæmisgefandi fyrir um þúsund ábyrgðarmenn námslána. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í lok maí að stefndi bæri ekki ábyrgð á öllu námsláninu sem hann gekkst í ábyrgð fyrir heldur einungis þeim hluta sem var í vanskilum við gildistöku nýrra laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Lögin, sem tóku gildi í júní í fyrra, fólu í sér niðurfellingu á ábyrgðum námslána sem tekin voru í tíð eldri laga að uppfylltum skilyrðum, til að mynda að lánið hafi staðið í skilum. Samhliða því var nafni sjóðsins breytt í Menntasjóð námsmanna. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Var í vanskilum Menntasjóður byggði einkum á því að ef minnst einn gjalddagi væri í vanskilum við gildistöku laganna þá myndi ábyrgðin í heild sinni ekki falla niður. Héraðsdómur féllst ekki á það sjónarmið. Menntasjóður námsmanna stefndi lánþega og ábyrgðarmanni vegna námsláns sem var upphaflega tekið í september 2005. Lánið komst í vanskil í september 2019 en þá stóð lánið í 7.111.855 krónum. Eftir að lánið var gjaldfellt greiddi ábyrgðarmaður lánsins 325 þúsund krónur til Menntasjóðs námsmanna þann 9. desember 2020. Sú upphæð dugaði sem greiðsla af afborgunum fyrir þeim hluta lánsins sem var í vanskilum, auk dráttarvaxta, áður en ný lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi í júní. Var ábyrgðarmaðurinn sýknaður af kröfu um greiðslu lánsins sem nam rúmum sjö milljónum króna auk dráttarvaxta.
Dómsmál Námslán Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Ábyrgðarmaður hafði betur gegn Menntasjóði námsmanna Ábyrgðarmaður námsláns hjá Menntasjóði námsmanna, áður Lánasjóði íslenskra námsmanna, ber ekki ábyrgð á öllu láninu heldur einungis þeim hluta sem var í vanskilum við gildistöku nýrra laga um Menntasjóð námsmanna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en dómur þess efnis var kveðinn upp í dag. 19. maí 2021 14:43 Allir flokkar studdu frumvarp um Menntasjóð námsmanna fyrir utan Miðflokkinn Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. 9. júní 2020 14:39 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Ábyrgðarmaður hafði betur gegn Menntasjóði námsmanna Ábyrgðarmaður námsláns hjá Menntasjóði námsmanna, áður Lánasjóði íslenskra námsmanna, ber ekki ábyrgð á öllu láninu heldur einungis þeim hluta sem var í vanskilum við gildistöku nýrra laga um Menntasjóð námsmanna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en dómur þess efnis var kveðinn upp í dag. 19. maí 2021 14:43
Allir flokkar studdu frumvarp um Menntasjóð námsmanna fyrir utan Miðflokkinn Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. 9. júní 2020 14:39