Menntasjóður námsmanna áfrýjar dómi héraðsdóms í ábyrgðarmannamáli Eiður Þór Árnason skrifar 1. júní 2021 12:34 Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna. Samsett Menntasjóður námsmanna hyggst áfrýja nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem sjóðurinn tapaði máli gegn ábyrgðarmanni námsláns. Þetta staðfestir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins, í samtali við fréttastofu. Ekki hefur verið lögð fram formleg áfrýjunarbeiðni til Landsréttar. Talið er að niðurstaða dómsins geti verið fordæmisgefandi fyrir um þúsund ábyrgðarmenn námslána. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í lok maí að stefndi bæri ekki ábyrgð á öllu námsláninu sem hann gekkst í ábyrgð fyrir heldur einungis þeim hluta sem var í vanskilum við gildistöku nýrra laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Lögin, sem tóku gildi í júní í fyrra, fólu í sér niðurfellingu á ábyrgðum námslána sem tekin voru í tíð eldri laga að uppfylltum skilyrðum, til að mynda að lánið hafi staðið í skilum. Samhliða því var nafni sjóðsins breytt í Menntasjóð námsmanna. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Var í vanskilum Menntasjóður byggði einkum á því að ef minnst einn gjalddagi væri í vanskilum við gildistöku laganna þá myndi ábyrgðin í heild sinni ekki falla niður. Héraðsdómur féllst ekki á það sjónarmið. Menntasjóður námsmanna stefndi lánþega og ábyrgðarmanni vegna námsláns sem var upphaflega tekið í september 2005. Lánið komst í vanskil í september 2019 en þá stóð lánið í 7.111.855 krónum. Eftir að lánið var gjaldfellt greiddi ábyrgðarmaður lánsins 325 þúsund krónur til Menntasjóðs námsmanna þann 9. desember 2020. Sú upphæð dugaði sem greiðsla af afborgunum fyrir þeim hluta lánsins sem var í vanskilum, auk dráttarvaxta, áður en ný lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi í júní. Var ábyrgðarmaðurinn sýknaður af kröfu um greiðslu lánsins sem nam rúmum sjö milljónum króna auk dráttarvaxta. Dómsmál Námslán Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Ábyrgðarmaður hafði betur gegn Menntasjóði námsmanna Ábyrgðarmaður námsláns hjá Menntasjóði námsmanna, áður Lánasjóði íslenskra námsmanna, ber ekki ábyrgð á öllu láninu heldur einungis þeim hluta sem var í vanskilum við gildistöku nýrra laga um Menntasjóð námsmanna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en dómur þess efnis var kveðinn upp í dag. 19. maí 2021 14:43 Allir flokkar studdu frumvarp um Menntasjóð námsmanna fyrir utan Miðflokkinn Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. 9. júní 2020 14:39 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þetta staðfestir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins, í samtali við fréttastofu. Ekki hefur verið lögð fram formleg áfrýjunarbeiðni til Landsréttar. Talið er að niðurstaða dómsins geti verið fordæmisgefandi fyrir um þúsund ábyrgðarmenn námslána. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í lok maí að stefndi bæri ekki ábyrgð á öllu námsláninu sem hann gekkst í ábyrgð fyrir heldur einungis þeim hluta sem var í vanskilum við gildistöku nýrra laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Lögin, sem tóku gildi í júní í fyrra, fólu í sér niðurfellingu á ábyrgðum námslána sem tekin voru í tíð eldri laga að uppfylltum skilyrðum, til að mynda að lánið hafi staðið í skilum. Samhliða því var nafni sjóðsins breytt í Menntasjóð námsmanna. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Var í vanskilum Menntasjóður byggði einkum á því að ef minnst einn gjalddagi væri í vanskilum við gildistöku laganna þá myndi ábyrgðin í heild sinni ekki falla niður. Héraðsdómur féllst ekki á það sjónarmið. Menntasjóður námsmanna stefndi lánþega og ábyrgðarmanni vegna námsláns sem var upphaflega tekið í september 2005. Lánið komst í vanskil í september 2019 en þá stóð lánið í 7.111.855 krónum. Eftir að lánið var gjaldfellt greiddi ábyrgðarmaður lánsins 325 þúsund krónur til Menntasjóðs námsmanna þann 9. desember 2020. Sú upphæð dugaði sem greiðsla af afborgunum fyrir þeim hluta lánsins sem var í vanskilum, auk dráttarvaxta, áður en ný lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi í júní. Var ábyrgðarmaðurinn sýknaður af kröfu um greiðslu lánsins sem nam rúmum sjö milljónum króna auk dráttarvaxta.
Dómsmál Námslán Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Ábyrgðarmaður hafði betur gegn Menntasjóði námsmanna Ábyrgðarmaður námsláns hjá Menntasjóði námsmanna, áður Lánasjóði íslenskra námsmanna, ber ekki ábyrgð á öllu láninu heldur einungis þeim hluta sem var í vanskilum við gildistöku nýrra laga um Menntasjóð námsmanna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en dómur þess efnis var kveðinn upp í dag. 19. maí 2021 14:43 Allir flokkar studdu frumvarp um Menntasjóð námsmanna fyrir utan Miðflokkinn Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. 9. júní 2020 14:39 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Ábyrgðarmaður hafði betur gegn Menntasjóði námsmanna Ábyrgðarmaður námsláns hjá Menntasjóði námsmanna, áður Lánasjóði íslenskra námsmanna, ber ekki ábyrgð á öllu láninu heldur einungis þeim hluta sem var í vanskilum við gildistöku nýrra laga um Menntasjóð námsmanna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en dómur þess efnis var kveðinn upp í dag. 19. maí 2021 14:43
Allir flokkar studdu frumvarp um Menntasjóð námsmanna fyrir utan Miðflokkinn Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. 9. júní 2020 14:39