Menntasjóður námsmanna áfrýjar dómi héraðsdóms í ábyrgðarmannamáli Eiður Þór Árnason skrifar 1. júní 2021 12:34 Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna. Samsett Menntasjóður námsmanna hyggst áfrýja nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem sjóðurinn tapaði máli gegn ábyrgðarmanni námsláns. Þetta staðfestir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins, í samtali við fréttastofu. Ekki hefur verið lögð fram formleg áfrýjunarbeiðni til Landsréttar. Talið er að niðurstaða dómsins geti verið fordæmisgefandi fyrir um þúsund ábyrgðarmenn námslána. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í lok maí að stefndi bæri ekki ábyrgð á öllu námsláninu sem hann gekkst í ábyrgð fyrir heldur einungis þeim hluta sem var í vanskilum við gildistöku nýrra laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Lögin, sem tóku gildi í júní í fyrra, fólu í sér niðurfellingu á ábyrgðum námslána sem tekin voru í tíð eldri laga að uppfylltum skilyrðum, til að mynda að lánið hafi staðið í skilum. Samhliða því var nafni sjóðsins breytt í Menntasjóð námsmanna. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Var í vanskilum Menntasjóður byggði einkum á því að ef minnst einn gjalddagi væri í vanskilum við gildistöku laganna þá myndi ábyrgðin í heild sinni ekki falla niður. Héraðsdómur féllst ekki á það sjónarmið. Menntasjóður námsmanna stefndi lánþega og ábyrgðarmanni vegna námsláns sem var upphaflega tekið í september 2005. Lánið komst í vanskil í september 2019 en þá stóð lánið í 7.111.855 krónum. Eftir að lánið var gjaldfellt greiddi ábyrgðarmaður lánsins 325 þúsund krónur til Menntasjóðs námsmanna þann 9. desember 2020. Sú upphæð dugaði sem greiðsla af afborgunum fyrir þeim hluta lánsins sem var í vanskilum, auk dráttarvaxta, áður en ný lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi í júní. Var ábyrgðarmaðurinn sýknaður af kröfu um greiðslu lánsins sem nam rúmum sjö milljónum króna auk dráttarvaxta. Dómsmál Námslán Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Ábyrgðarmaður hafði betur gegn Menntasjóði námsmanna Ábyrgðarmaður námsláns hjá Menntasjóði námsmanna, áður Lánasjóði íslenskra námsmanna, ber ekki ábyrgð á öllu láninu heldur einungis þeim hluta sem var í vanskilum við gildistöku nýrra laga um Menntasjóð námsmanna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en dómur þess efnis var kveðinn upp í dag. 19. maí 2021 14:43 Allir flokkar studdu frumvarp um Menntasjóð námsmanna fyrir utan Miðflokkinn Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. 9. júní 2020 14:39 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Þetta staðfestir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins, í samtali við fréttastofu. Ekki hefur verið lögð fram formleg áfrýjunarbeiðni til Landsréttar. Talið er að niðurstaða dómsins geti verið fordæmisgefandi fyrir um þúsund ábyrgðarmenn námslána. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í lok maí að stefndi bæri ekki ábyrgð á öllu námsláninu sem hann gekkst í ábyrgð fyrir heldur einungis þeim hluta sem var í vanskilum við gildistöku nýrra laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Lögin, sem tóku gildi í júní í fyrra, fólu í sér niðurfellingu á ábyrgðum námslána sem tekin voru í tíð eldri laga að uppfylltum skilyrðum, til að mynda að lánið hafi staðið í skilum. Samhliða því var nafni sjóðsins breytt í Menntasjóð námsmanna. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Var í vanskilum Menntasjóður byggði einkum á því að ef minnst einn gjalddagi væri í vanskilum við gildistöku laganna þá myndi ábyrgðin í heild sinni ekki falla niður. Héraðsdómur féllst ekki á það sjónarmið. Menntasjóður námsmanna stefndi lánþega og ábyrgðarmanni vegna námsláns sem var upphaflega tekið í september 2005. Lánið komst í vanskil í september 2019 en þá stóð lánið í 7.111.855 krónum. Eftir að lánið var gjaldfellt greiddi ábyrgðarmaður lánsins 325 þúsund krónur til Menntasjóðs námsmanna þann 9. desember 2020. Sú upphæð dugaði sem greiðsla af afborgunum fyrir þeim hluta lánsins sem var í vanskilum, auk dráttarvaxta, áður en ný lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi í júní. Var ábyrgðarmaðurinn sýknaður af kröfu um greiðslu lánsins sem nam rúmum sjö milljónum króna auk dráttarvaxta.
Dómsmál Námslán Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Ábyrgðarmaður hafði betur gegn Menntasjóði námsmanna Ábyrgðarmaður námsláns hjá Menntasjóði námsmanna, áður Lánasjóði íslenskra námsmanna, ber ekki ábyrgð á öllu láninu heldur einungis þeim hluta sem var í vanskilum við gildistöku nýrra laga um Menntasjóð námsmanna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en dómur þess efnis var kveðinn upp í dag. 19. maí 2021 14:43 Allir flokkar studdu frumvarp um Menntasjóð námsmanna fyrir utan Miðflokkinn Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. 9. júní 2020 14:39 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Ábyrgðarmaður hafði betur gegn Menntasjóði námsmanna Ábyrgðarmaður námsláns hjá Menntasjóði námsmanna, áður Lánasjóði íslenskra námsmanna, ber ekki ábyrgð á öllu láninu heldur einungis þeim hluta sem var í vanskilum við gildistöku nýrra laga um Menntasjóð námsmanna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en dómur þess efnis var kveðinn upp í dag. 19. maí 2021 14:43
Allir flokkar studdu frumvarp um Menntasjóð námsmanna fyrir utan Miðflokkinn Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. 9. júní 2020 14:39