Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 26-30 | Sterkur sigur Vals á Akureyri Ester Ósk Árnadóttir skrifar 1. júní 2021 20:30 Valur - KA Olísdeild karla veturinn 2020-2021 Hsí Foto: Elin Bjorg KA og Valur hafa marga hildina háð í úrslitakeppninni í gegnum tíðina og leiða nú saman hesta sína í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Valur hafði betur í fyrri rimmu liðanna og ljóst að KA menn þurfa að eiga stórleik að Hlíðarenda til að fara áfram, lokatölur í kvöld 30-26 Valsmönnum í vil. Valsmenn mættu vel gíraðir til leiks í KA heimilið í kvöld og byrjuðu leikinn mun betur en heimamenn. Þeir skorðuðu fyrstu þrjú mörk leiksins og það var ekki fyrr en á fjórðu mínútu leiksins að KA menn náðu að svara og var það nýkjörinn besti maður deildarinnar Árni Bragi sem kom KA mönnum á bragið. Valsmenn voru þó komnir með forystu sem þeir létu aldrei af hendi. Agnar var frábær í liði Valsmanna og skemmti áhorfendum með frábærum sleggjum á markið sem Nicholas átti í stökustu vandræðum með á verja. Mest munaði fimm mörkum á liðunum en þegar þau gengu til búningsklefa var staðan 12-15. Það var nánast sama uppskrift af byrjun seinni hálfleiks og byrjunin á þeim fyrri. Valsmenn voru frábærir og skoruðu fyrstu fjögur mörkin og allt í einu var staðan orðin 12-19 og róður orðinn þungur hjá heimamönnum sem réðu lítið við Valsmenn hvort meginn sem það var á vellinum. Þegar um tíu mínútur lifðu leiks leiddi Valur með tíu mörkum og allt stefndi í stórsigur hjá gestunum. KA menn hafa þó verið þekktir fyrir það í vetur að gefast aldrei upp og náðu minnka þann mun niður í fjögur mörk áður en flautað var til leiksloka. Þó eiginlega til hálfleiks þar sem liðin munu mætast í seinni leiknum á föstudagskvöldið og þá kemur í ljós hvort liðið fer í undanúrslitin. Af hverju vann Valur? Valsmenn mættu mun betur til leiks heldur en heimamenn og gengu snemma á lagið. Þeir náðu í góða forystu og spiluðu leikinn af yfirvegun lungað úr leiknum. Sókn og vörn frábær og bæði Einar og Martin að taka bolta í markinu. Þeir vinna með fjörum mörkum en eru líklega svekktir að hafa gefið eftir 10 marka forystuna sem þeir voru komnir með. Hverjar stóðu upp úr? Agnar Smári var frábær í leiknum með 9 mörk. Mörg af þeim algjörar sleggjur sem Nicholas í marki KA réð illa við. Þá átti Finnur fínan leik í horninu með fimm mörk. Annars var Valsliðið heilt yfir mjög gott og sannfærandi í leiknum. Árni Bragi var að vanda í algjörum sérflokki hjá KA. Skoraði 15 mörk fyrir liðið og dróg vagnin á erfiðum augnablikum í leiknum. Maður sem gefst aldrei upp. Nicholas var líka góður en hann varði 15 bolta fyrir KA. Hvað gekk illa? KA menn spiluðu lengst af ekki vel í dag og stefndi í stórtap. Sóknaleikurinn gekk ekki vel og voru margir leikmenn KA að spila undir pari. Tapaðir boltar voru ansi margir og þá sérstaklega í fyrri hálfleik sem er dýrt í svona einvígi. Valsmenn voru alltaf fljótir að refsa. Snorri Steinn fer að rúlla á liðinu þegar 10 mínútur eru eftir og Valur leiðir með 10 mörkum. Það tók svolítið tempóið úr hjá Val sem tapaði niður tíu marka forystu og vann leikinn að endingu með fjórum sem er gott en þó ekki jafn gott og tíu marka forskot. Hvert mark telur í þessari úrslitakeppni. Hvað gerist næst? Liðin mætast á Hlíðarenda á föstudagskvöldið kl. 20:00 og þá ræðst hvort liðið fer í undanúrslitin. Það skilur bara fjögur mörk á milli liðanna núna þannig vonandi verður viðureigin spennandi á föstudagskvöldið. Græðum lítið á því að vera að pæla í þessu forskoti Snorri Steinn hvetur sína menn til dáða. Óskar Bjarni, aðstoðarþjálfari, hans vinstri hönd.vísir/hulda margrét „Ég er gríðarlega ánægður með sigurinn. Við spiluðum vel lang stærsta hluta leiksins, auðvitað var lokakaflinn ekki góður hjá okkur. Ég er svolítið svekktur að við höfum ekki unnið þetta stærra þar sem við vorum kominn í þannig stöðu en við héldum ekki nægjanlega vel á spilunum á lokakaflanum og því fór sem fór. Fjögra marka sigur hér fyrir norðan er samt mjög fínt,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals eftir sigur í KA heimilinu í kvöld. „Það er hörkuleikur framundan á föstudaginn gegn þeim aftur. Nú reynum við að ýta þessum leik til hliðar, við græðum lítið á því að vera að pæla í þessu forskoti. Við þurfum bara að mæta hrikalega góðir til leiks og vel undirbúnir. Við þurfum að fara vel yfir þennan leik og laga einhverja þætti. Við þurfum að gera leikinn á föstudaginn almennilega því við þurfum klárlega góða frammistöðu þá.“ Valur var með 10 marka forystu þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum en KA menn náðu að minnka þann mun niður í fjögur mörk. „Ég tek þessar 10 mínútur aðeins á mig. Ég fór að rúlla á liðinu, vildi spara menn og við missum aðeins taktinn við það. Það gerðist svo sem líka í fyrri háfleik en ég hef það svo sem bak við eyrað að það er ekki bara þessi eini leikur. Við eigum að geta rúllað á liðinu og gert þetta betur en ég ætla ekki að svekkja mig of mikið á þessu. Ég er ánægður með sigurinn“ Valsmenn eru með góða breidd og sýndu það í leiknum. „Það er gott að geta rúllað á liðinu og gott að vera með breidd, ég viðurkenni það.“ Þetta einvígi er ekki búið Jónatan Magnússon léttur í bragði fyrir utan KA-heimilið.MYND/STÖÐ 2 „Ég er mjög sáttur við hvernig við enduðum leikinn. Það gefur okkur það að við erum í mun betri stöðu fyrir seinni leikinn. Við byrjuðum leikinn ekki vel og áttum í vandræðum. Valur var að spila hörku vörn og við vorum ekki að finna lausnir. Við komum okkur í hræðilega stöðu af því við náðum ekki neinum takti en gríðarlega kredit á liðið mitt að koma til baka. Síðustu mínúturnar voru frábærar og við ætlum að byggja á þeim. Við þurfum að sleppa okkur aðeins meira lausum. Það var einhver taugaspenna í byrjun af því menn ætluðu sér mikið og náðu ekki að framfylgja því sem við ætluðum að gera,“ sagði Jónantan Magnússon þjálfari KA eftir tap á móti Val í kvöld. KA náði að snúa 10 marka forystu Valsmanna niður í fjögur fyrir leikinn á föstudaginn. „Ég er mjög ánægður að við séum með leik í næsta leik. Við erum bara fjórum mörkum undir í hálfleik eins og það er kallað og það hefur hentað okkur hingað til. Við höfum komið til baka og þetta er bara fyrri og seinni hálfleikur. Seinni hálfleikur fer fram á föstudaginn og ég reikna með því að við fáum alla okkar stuðningsmenn á höfuðborgarsvæðinu á leikinn. Þetta einvígi er ekki búið, við ætlum að mæta til leiks á föstudaginn og koma okkur í undanúrslitin.“ KA menn áttu í stökustu vandræðum með Valsmenn 50 mínútur af leiknum en viðsnúningur varð á síðustu tíu mínútunum. „Við fengum vörn á lokakaflanum og svo náðum við að keyra á þá. Við náum þessum hraðaupphlaupum sem við höfum verið að leita eftir þannig náðu við að hleypa þessu aðeins upp með því að skora. Ég held að við höfum komið okkur inn í leikinn því við náum þessum stoppum varnarlega, fljót á litið var það sem breytist og kom okkur inn í leikinn. Keppnin er öðruvísi og í stað þess að vera svekktur að hafa tapað leik í þessu þá erum við í raun bara fjórum mörkum undir í svokölluðum hálfleik. Ég hef trú á því að við getum unnið það upp á föstudaginn.“ Árni Bragi skoraði 15 mörk í dag og framlag annarra sóknarmanna var töluvert minna. Spurður hvort það væri áhyggjuefni hafði Jóntan þetta að segja, „Nei mér finnst það ekki. Hann klikkar á helling af skotum og á meðan að hann tekur 20 skot að þá er minna fyrir hina. Það er ekkert áhyggjuefni. Ég efast um að hann setji fimmtán í næsta leik en þá opnast bara fyrir hina. Hann hefði átt að skora meira,“ sagði Jónatan léttur í lokin. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla KA Valur Íslenski handboltinn Handbolti
KA og Valur hafa marga hildina háð í úrslitakeppninni í gegnum tíðina og leiða nú saman hesta sína í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Valur hafði betur í fyrri rimmu liðanna og ljóst að KA menn þurfa að eiga stórleik að Hlíðarenda til að fara áfram, lokatölur í kvöld 30-26 Valsmönnum í vil. Valsmenn mættu vel gíraðir til leiks í KA heimilið í kvöld og byrjuðu leikinn mun betur en heimamenn. Þeir skorðuðu fyrstu þrjú mörk leiksins og það var ekki fyrr en á fjórðu mínútu leiksins að KA menn náðu að svara og var það nýkjörinn besti maður deildarinnar Árni Bragi sem kom KA mönnum á bragið. Valsmenn voru þó komnir með forystu sem þeir létu aldrei af hendi. Agnar var frábær í liði Valsmanna og skemmti áhorfendum með frábærum sleggjum á markið sem Nicholas átti í stökustu vandræðum með á verja. Mest munaði fimm mörkum á liðunum en þegar þau gengu til búningsklefa var staðan 12-15. Það var nánast sama uppskrift af byrjun seinni hálfleiks og byrjunin á þeim fyrri. Valsmenn voru frábærir og skoruðu fyrstu fjögur mörkin og allt í einu var staðan orðin 12-19 og róður orðinn þungur hjá heimamönnum sem réðu lítið við Valsmenn hvort meginn sem það var á vellinum. Þegar um tíu mínútur lifðu leiks leiddi Valur með tíu mörkum og allt stefndi í stórsigur hjá gestunum. KA menn hafa þó verið þekktir fyrir það í vetur að gefast aldrei upp og náðu minnka þann mun niður í fjögur mörk áður en flautað var til leiksloka. Þó eiginlega til hálfleiks þar sem liðin munu mætast í seinni leiknum á föstudagskvöldið og þá kemur í ljós hvort liðið fer í undanúrslitin. Af hverju vann Valur? Valsmenn mættu mun betur til leiks heldur en heimamenn og gengu snemma á lagið. Þeir náðu í góða forystu og spiluðu leikinn af yfirvegun lungað úr leiknum. Sókn og vörn frábær og bæði Einar og Martin að taka bolta í markinu. Þeir vinna með fjörum mörkum en eru líklega svekktir að hafa gefið eftir 10 marka forystuna sem þeir voru komnir með. Hverjar stóðu upp úr? Agnar Smári var frábær í leiknum með 9 mörk. Mörg af þeim algjörar sleggjur sem Nicholas í marki KA réð illa við. Þá átti Finnur fínan leik í horninu með fimm mörk. Annars var Valsliðið heilt yfir mjög gott og sannfærandi í leiknum. Árni Bragi var að vanda í algjörum sérflokki hjá KA. Skoraði 15 mörk fyrir liðið og dróg vagnin á erfiðum augnablikum í leiknum. Maður sem gefst aldrei upp. Nicholas var líka góður en hann varði 15 bolta fyrir KA. Hvað gekk illa? KA menn spiluðu lengst af ekki vel í dag og stefndi í stórtap. Sóknaleikurinn gekk ekki vel og voru margir leikmenn KA að spila undir pari. Tapaðir boltar voru ansi margir og þá sérstaklega í fyrri hálfleik sem er dýrt í svona einvígi. Valsmenn voru alltaf fljótir að refsa. Snorri Steinn fer að rúlla á liðinu þegar 10 mínútur eru eftir og Valur leiðir með 10 mörkum. Það tók svolítið tempóið úr hjá Val sem tapaði niður tíu marka forystu og vann leikinn að endingu með fjórum sem er gott en þó ekki jafn gott og tíu marka forskot. Hvert mark telur í þessari úrslitakeppni. Hvað gerist næst? Liðin mætast á Hlíðarenda á föstudagskvöldið kl. 20:00 og þá ræðst hvort liðið fer í undanúrslitin. Það skilur bara fjögur mörk á milli liðanna núna þannig vonandi verður viðureigin spennandi á föstudagskvöldið. Græðum lítið á því að vera að pæla í þessu forskoti Snorri Steinn hvetur sína menn til dáða. Óskar Bjarni, aðstoðarþjálfari, hans vinstri hönd.vísir/hulda margrét „Ég er gríðarlega ánægður með sigurinn. Við spiluðum vel lang stærsta hluta leiksins, auðvitað var lokakaflinn ekki góður hjá okkur. Ég er svolítið svekktur að við höfum ekki unnið þetta stærra þar sem við vorum kominn í þannig stöðu en við héldum ekki nægjanlega vel á spilunum á lokakaflanum og því fór sem fór. Fjögra marka sigur hér fyrir norðan er samt mjög fínt,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals eftir sigur í KA heimilinu í kvöld. „Það er hörkuleikur framundan á föstudaginn gegn þeim aftur. Nú reynum við að ýta þessum leik til hliðar, við græðum lítið á því að vera að pæla í þessu forskoti. Við þurfum bara að mæta hrikalega góðir til leiks og vel undirbúnir. Við þurfum að fara vel yfir þennan leik og laga einhverja þætti. Við þurfum að gera leikinn á föstudaginn almennilega því við þurfum klárlega góða frammistöðu þá.“ Valur var með 10 marka forystu þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum en KA menn náðu að minnka þann mun niður í fjögur mörk. „Ég tek þessar 10 mínútur aðeins á mig. Ég fór að rúlla á liðinu, vildi spara menn og við missum aðeins taktinn við það. Það gerðist svo sem líka í fyrri háfleik en ég hef það svo sem bak við eyrað að það er ekki bara þessi eini leikur. Við eigum að geta rúllað á liðinu og gert þetta betur en ég ætla ekki að svekkja mig of mikið á þessu. Ég er ánægður með sigurinn“ Valsmenn eru með góða breidd og sýndu það í leiknum. „Það er gott að geta rúllað á liðinu og gott að vera með breidd, ég viðurkenni það.“ Þetta einvígi er ekki búið Jónatan Magnússon léttur í bragði fyrir utan KA-heimilið.MYND/STÖÐ 2 „Ég er mjög sáttur við hvernig við enduðum leikinn. Það gefur okkur það að við erum í mun betri stöðu fyrir seinni leikinn. Við byrjuðum leikinn ekki vel og áttum í vandræðum. Valur var að spila hörku vörn og við vorum ekki að finna lausnir. Við komum okkur í hræðilega stöðu af því við náðum ekki neinum takti en gríðarlega kredit á liðið mitt að koma til baka. Síðustu mínúturnar voru frábærar og við ætlum að byggja á þeim. Við þurfum að sleppa okkur aðeins meira lausum. Það var einhver taugaspenna í byrjun af því menn ætluðu sér mikið og náðu ekki að framfylgja því sem við ætluðum að gera,“ sagði Jónantan Magnússon þjálfari KA eftir tap á móti Val í kvöld. KA náði að snúa 10 marka forystu Valsmanna niður í fjögur fyrir leikinn á föstudaginn. „Ég er mjög ánægður að við séum með leik í næsta leik. Við erum bara fjórum mörkum undir í hálfleik eins og það er kallað og það hefur hentað okkur hingað til. Við höfum komið til baka og þetta er bara fyrri og seinni hálfleikur. Seinni hálfleikur fer fram á föstudaginn og ég reikna með því að við fáum alla okkar stuðningsmenn á höfuðborgarsvæðinu á leikinn. Þetta einvígi er ekki búið, við ætlum að mæta til leiks á föstudaginn og koma okkur í undanúrslitin.“ KA menn áttu í stökustu vandræðum með Valsmenn 50 mínútur af leiknum en viðsnúningur varð á síðustu tíu mínútunum. „Við fengum vörn á lokakaflanum og svo náðum við að keyra á þá. Við náum þessum hraðaupphlaupum sem við höfum verið að leita eftir þannig náðu við að hleypa þessu aðeins upp með því að skora. Ég held að við höfum komið okkur inn í leikinn því við náum þessum stoppum varnarlega, fljót á litið var það sem breytist og kom okkur inn í leikinn. Keppnin er öðruvísi og í stað þess að vera svekktur að hafa tapað leik í þessu þá erum við í raun bara fjórum mörkum undir í svokölluðum hálfleik. Ég hef trú á því að við getum unnið það upp á föstudaginn.“ Árni Bragi skoraði 15 mörk í dag og framlag annarra sóknarmanna var töluvert minna. Spurður hvort það væri áhyggjuefni hafði Jóntan þetta að segja, „Nei mér finnst það ekki. Hann klikkar á helling af skotum og á meðan að hann tekur 20 skot að þá er minna fyrir hina. Það er ekkert áhyggjuefni. Ég efast um að hann setji fimmtán í næsta leik en þá opnast bara fyrir hina. Hann hefði átt að skora meira,“ sagði Jónatan léttur í lokin. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti