Ekki gleyma okkur – við eigum mikið undir! Laufey Sif Lárusdóttir skrifar 1. júní 2021 06:02 Fyrstu bólusettu ferðamennirnir lentu á Keflavíkurflugvelli í byrjun maí og fer sem betur fer stöðugt fjölgandi. Um leið vakna vonir um að við séum saman að sigla út úr þessari lægð og segja skilið við sögulegt atvinnuleysi og eina dýpstu kreppu sem við höfum séð í hundrað ár. Af Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa og aðildarfélögum þeirra er það hins vegar að frétta að við virðumst hafa gleymst. Íslensku handverksbrugghúsin sem telja á þriðja tug, tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð og hvað sem afkomu þeirra líður skila þau tugum milljóna í skatttekjur á ári. Handverksbrugghúsin eru mikil lyftistöng fyrir nærumhverfi sitt. Sum þeirra eru staðsett á svæðum sem teljast til brothættra byggða þar sem hvert starf skiptir sköpum fyrir samfélagið. Í byrjun árs lagði dómsmálaráðherra fram frumvarp um heimild fyrir íslensk handverksbrugghús til þess að selja vörur sínar beint á framleiðslustað. Þetta mál skiptir miklu máli þegar litið er til framtíðarmöguleika þessarar iðngreinar sem hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri. Þessi lagabreyting er sáraeinföld og staðreyndin er sú að ef brugghúsum yrði leyft að selja vörur sínar beint á framleiðslustað væri aðgengi að áfengi ekki að aukast. Eini munurinn væri sá að bjórdós, sem þegar má selja opna, mætti selja lokaða til innlendra og erlendra ferðamanna. Vörurnar yrðu einungis seldar á stöðum þar sem fólk á löglegum áfengiskaupsaldri má koma saman, rétt eins og gildir á vínveitingastöðum. Árið 2021 viljum við geta státað okkur af því að búa í samfélagi sem styður við innlenda framleiðslu. Brugghús eru hluti af þeirri mynd. Þau stunda viðskipti á hagkvæman og umhverfisvænan hátt og þessi lagabreyting hefði jákvæð áhrif fyrir neytendur, umhverfið og um leið afkomu brugghúsanna. Þannig væri iðngreininni veitt tækifæri til þess að standa stöðugri, skapa fleiri störf og auka tekjur fyrir byggðalögin og ríkissjóð. Ferðamannasumarið er að hefjast og við finnum fyrir miklum áhuga á íslenskum, ferskum og fjölbreyttum vörum. Þinglok nálgast óðfluga en ekkert hefur spurst til frumvarpsins frá því að ráðherra lagði það fram. Ekki gleyma okkur - þetta sumar skiptir okkur miklu máli til að ná öflugri viðspyrnu eftir erfitt ár. Nú er tíminn fyrir þingmenn allra flokka að sameinast um þetta mál. Við erum nefnilega mörg og allskonar, einstaklingar og byggðalög, sem eigum mikið undir. Höfundur er formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa og skrifar fyrir þeirra hönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Fyrstu bólusettu ferðamennirnir lentu á Keflavíkurflugvelli í byrjun maí og fer sem betur fer stöðugt fjölgandi. Um leið vakna vonir um að við séum saman að sigla út úr þessari lægð og segja skilið við sögulegt atvinnuleysi og eina dýpstu kreppu sem við höfum séð í hundrað ár. Af Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa og aðildarfélögum þeirra er það hins vegar að frétta að við virðumst hafa gleymst. Íslensku handverksbrugghúsin sem telja á þriðja tug, tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð og hvað sem afkomu þeirra líður skila þau tugum milljóna í skatttekjur á ári. Handverksbrugghúsin eru mikil lyftistöng fyrir nærumhverfi sitt. Sum þeirra eru staðsett á svæðum sem teljast til brothættra byggða þar sem hvert starf skiptir sköpum fyrir samfélagið. Í byrjun árs lagði dómsmálaráðherra fram frumvarp um heimild fyrir íslensk handverksbrugghús til þess að selja vörur sínar beint á framleiðslustað. Þetta mál skiptir miklu máli þegar litið er til framtíðarmöguleika þessarar iðngreinar sem hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri. Þessi lagabreyting er sáraeinföld og staðreyndin er sú að ef brugghúsum yrði leyft að selja vörur sínar beint á framleiðslustað væri aðgengi að áfengi ekki að aukast. Eini munurinn væri sá að bjórdós, sem þegar má selja opna, mætti selja lokaða til innlendra og erlendra ferðamanna. Vörurnar yrðu einungis seldar á stöðum þar sem fólk á löglegum áfengiskaupsaldri má koma saman, rétt eins og gildir á vínveitingastöðum. Árið 2021 viljum við geta státað okkur af því að búa í samfélagi sem styður við innlenda framleiðslu. Brugghús eru hluti af þeirri mynd. Þau stunda viðskipti á hagkvæman og umhverfisvænan hátt og þessi lagabreyting hefði jákvæð áhrif fyrir neytendur, umhverfið og um leið afkomu brugghúsanna. Þannig væri iðngreininni veitt tækifæri til þess að standa stöðugri, skapa fleiri störf og auka tekjur fyrir byggðalögin og ríkissjóð. Ferðamannasumarið er að hefjast og við finnum fyrir miklum áhuga á íslenskum, ferskum og fjölbreyttum vörum. Þinglok nálgast óðfluga en ekkert hefur spurst til frumvarpsins frá því að ráðherra lagði það fram. Ekki gleyma okkur - þetta sumar skiptir okkur miklu máli til að ná öflugri viðspyrnu eftir erfitt ár. Nú er tíminn fyrir þingmenn allra flokka að sameinast um þetta mál. Við erum nefnilega mörg og allskonar, einstaklingar og byggðalög, sem eigum mikið undir. Höfundur er formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa og skrifar fyrir þeirra hönd.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun