Aflýsa fleiri ferðum til Rússlands vegna deilu um áætlanir Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2021 15:15 Lok, lok og læs á Air France í Rússlandi. Evrópsk yfirvöld hvetja flugfélög til að fljúga ekki yfir Hvíta-Rússland eftir að þarlend yfirvöld létu stöðva för farþegaþotu til að hafa hendur í hári blaðamanns sem hefur verið gagnrýninn á þau. Vísir/EPA Franska flugfélagið Air France neyddist til þess að aflýsa tveimur flugferðum til Moskvu til viðbótar í dag eftir að rússnesk flugmálayfirvöld neituðu að fallast á flugáætlun sem sneiddi hjá Hvíta-Rússlandi. Rússnesk stjórnvöld hafa tekið sér stöðu með bandamanni sínum Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, eftir að hann lét stöðva för farþegaþotu Ryaair í lofthelgi landsins til þess að handtaka blaðamann sem var um borð um þarsíðustu helgi. Evrópusambandið hefur hvatt evrópsk flugfélög til þess að forðast hvítrússneska flughelgi eftir atvikið. Rússnesk yfirvöld hafa brugðist við því með því að hafna flugáætlunum flugfélaga til Rússlands sem taka krók fram hjá Hvíta-Rússlandi. Reuters-fréttastofan segir að Air France hafi aflýst tveimur ferðum frá Charles de Gaulle-flugvelli við París til Moskvu af þessum sökum í dag. Flugfélagið þurfti að fresta tveimur öðrum ferðum til Moskvu í síðustu viku því rússnesk yfirvöld veittu ekki leyfi fyrir því að vélar þess kæmu inn í landið. Svo virtist sem að málið hefði verið leyst og flaug félagið tvær ferðir til Moskvu um helgina áður en allt fór í baklás aftur í dag. Rússnesk flugmálayfirvöld hafa ekki tjáð sig um nýjustu vendingarnar í dag. Stjórnvöld í Kreml vöruðu við því í síðustu viku að það gæti tekið lengri tíma að staðfesta flugáætlanir á milli Rússlands og Evrópu ef þeim yrði breytt til að sneiða hjá Hvíta-Rússlandi. Farþegaþota Ryanair var á leið frá Grikklandi til Litháen sunnudaginn 23. maí þegar flugturn í Hvíta-Rússlandi skipaði henni að lenda í Minsk. Sendu hvítrússnesk yfirvöld orrustuþotu til þess að fylgja þotunni til lendingar. Þau héldu því síðar fram að sprengjuhótun hefði borist frá Hamas-samtökunum í Palestínu og því hefði vélin verið stöðvuð en svo virðist sem að það hafi aðeins verið átylla. Á flugvellinum í Minsk handtóku hvítrússneskar öryggissveitir blaðamanninn Roman Protasevits og kærustu hans, Sofiu Sapega. Protasevtis hefur verið búsettur í Litháen en hvítrússnesk stjórnvöld saka hann um að skipuleggja umfangsmikil mótmæli gegn harðstjórn Lúkasjenka í kjölfar forsetakosninga sem voru sagðar sviksamlegar í fyrra. Stuðnings Protasevits segja að hann hafi líklega verið pyntaður í haldi hvítrússneskra yfirvalda. Þau birtu myndbönd af bæði Protasevits og Sapega þar sem þau játuðu á sig glæpi. Nær öruggt er talið að þau hafi verið þvinguð til þess að lesa játningar sínar upp. Hvíta-Rússland Rússland Frakkland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rússar reiðir yfir viðbrögðunum gegn Hvíta-Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Evrópusambandsins um að meina flugfélögum sem rekin eru í aðildarríkjum að fljúga inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneyti Rússlands, segir að með því sé ESB að ógna öryggi flugfarþega og að ákvörðunin sé „algerlega óábyrg“. 28. maí 2021 15:18 Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Tveimur evrópskum farþegaþotum var synjað um leyfi til að fljúga til Rússlands í dag eftir að þarlend yfirvöld höfnuðu flugáætlunum þeirra sem sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Sum flugfélög forðast nú hvítrússneska lofthelgi til að mótmæla því þegar stjórnvöld þar neyddu þotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið blaðamann og kærustu hans. 27. maí 2021 22:16 Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Rússnesk stjórnvöld hafa tekið sér stöðu með bandamanni sínum Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, eftir að hann lét stöðva för farþegaþotu Ryaair í lofthelgi landsins til þess að handtaka blaðamann sem var um borð um þarsíðustu helgi. Evrópusambandið hefur hvatt evrópsk flugfélög til þess að forðast hvítrússneska flughelgi eftir atvikið. Rússnesk yfirvöld hafa brugðist við því með því að hafna flugáætlunum flugfélaga til Rússlands sem taka krók fram hjá Hvíta-Rússlandi. Reuters-fréttastofan segir að Air France hafi aflýst tveimur ferðum frá Charles de Gaulle-flugvelli við París til Moskvu af þessum sökum í dag. Flugfélagið þurfti að fresta tveimur öðrum ferðum til Moskvu í síðustu viku því rússnesk yfirvöld veittu ekki leyfi fyrir því að vélar þess kæmu inn í landið. Svo virtist sem að málið hefði verið leyst og flaug félagið tvær ferðir til Moskvu um helgina áður en allt fór í baklás aftur í dag. Rússnesk flugmálayfirvöld hafa ekki tjáð sig um nýjustu vendingarnar í dag. Stjórnvöld í Kreml vöruðu við því í síðustu viku að það gæti tekið lengri tíma að staðfesta flugáætlanir á milli Rússlands og Evrópu ef þeim yrði breytt til að sneiða hjá Hvíta-Rússlandi. Farþegaþota Ryanair var á leið frá Grikklandi til Litháen sunnudaginn 23. maí þegar flugturn í Hvíta-Rússlandi skipaði henni að lenda í Minsk. Sendu hvítrússnesk yfirvöld orrustuþotu til þess að fylgja þotunni til lendingar. Þau héldu því síðar fram að sprengjuhótun hefði borist frá Hamas-samtökunum í Palestínu og því hefði vélin verið stöðvuð en svo virðist sem að það hafi aðeins verið átylla. Á flugvellinum í Minsk handtóku hvítrússneskar öryggissveitir blaðamanninn Roman Protasevits og kærustu hans, Sofiu Sapega. Protasevtis hefur verið búsettur í Litháen en hvítrússnesk stjórnvöld saka hann um að skipuleggja umfangsmikil mótmæli gegn harðstjórn Lúkasjenka í kjölfar forsetakosninga sem voru sagðar sviksamlegar í fyrra. Stuðnings Protasevits segja að hann hafi líklega verið pyntaður í haldi hvítrússneskra yfirvalda. Þau birtu myndbönd af bæði Protasevits og Sapega þar sem þau játuðu á sig glæpi. Nær öruggt er talið að þau hafi verið þvinguð til þess að lesa játningar sínar upp.
Hvíta-Rússland Rússland Frakkland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rússar reiðir yfir viðbrögðunum gegn Hvíta-Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Evrópusambandsins um að meina flugfélögum sem rekin eru í aðildarríkjum að fljúga inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneyti Rússlands, segir að með því sé ESB að ógna öryggi flugfarþega og að ákvörðunin sé „algerlega óábyrg“. 28. maí 2021 15:18 Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Tveimur evrópskum farþegaþotum var synjað um leyfi til að fljúga til Rússlands í dag eftir að þarlend yfirvöld höfnuðu flugáætlunum þeirra sem sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Sum flugfélög forðast nú hvítrússneska lofthelgi til að mótmæla því þegar stjórnvöld þar neyddu þotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið blaðamann og kærustu hans. 27. maí 2021 22:16 Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Rússar reiðir yfir viðbrögðunum gegn Hvíta-Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Evrópusambandsins um að meina flugfélögum sem rekin eru í aðildarríkjum að fljúga inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneyti Rússlands, segir að með því sé ESB að ógna öryggi flugfarþega og að ákvörðunin sé „algerlega óábyrg“. 28. maí 2021 15:18
Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Tveimur evrópskum farþegaþotum var synjað um leyfi til að fljúga til Rússlands í dag eftir að þarlend yfirvöld höfnuðu flugáætlunum þeirra sem sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Sum flugfélög forðast nú hvítrússneska lofthelgi til að mótmæla því þegar stjórnvöld þar neyddu þotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið blaðamann og kærustu hans. 27. maí 2021 22:16
Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59