Segja falsfréttir Trumps hafa leitt til þátttöku í árásinni á þinghúsið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2021 10:40 Lögmenn þriggja, sem tóku þátt í árásinni á bandaríska þinghúsið, segja falsfréttir hafa leikið þátt í þátttöku þeirra. AP Photo/Manuel Balce Ceneta Lögmenn þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir þátttöku sína í árásinni á Bandaríska þinghúsið í janúar, segja að falsfréttum sé um að kenna að mennirnir hafi tekið þátt í árásinni. Þeir vonast til þess að kviðdómendur sjái aumur yfir mönnunum vegna trúgirni þeirra. Tugir hafa verið ákærðir fyrir þátttöku sína í árásinni á bandaríska þinghúsið í janúar sem leiddi til dauða fimm. Lögmenn þriggja þeirra segja að falsfréttum og samsæriskenningar um niðurstöður forsetakosninganna hafi leitt til þess að umbjóðendur þeirra hafi tekið þátt í árásinni. Þeir segja að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi ýtt undir dreifingu þessara falsfrétta og að þeir sem hafi dreift þeim beri alveg jafn mikla ábyrgð á árásinni. „Ég hljóma kannski eins og bjáni núna þegar ég segi þetta, en ég hafði trú á honum,“ sagði Anthony Antonio, einn ákærða, um Trump í samtali við fréttastofu AP. Hann segir að hann hafi ekki haft áhuga á stjórnmálum áður en faraldurinn skall á. Honum hafi leiðst, einn heima í stofu, og þá farið að horfa á fréttir á íhaldssömum sjónvarpsstöðum og skoðað samsæriskenningar hægrimanna. „Þeir stóðu sig mjög vel í því að sannfæra fólk.“ Í kjölfar þess að sigri Joe Bidens, Bandaríkjaforseta, var lýst yfir í kosningunum fór viðamikil herferð af stað hjá kosningavél Trumps, þar sem því var haldið fram að kosningunum hafi verið „stolið“. Sú kenning hafði verið afsönnuð af fjölda kosningaspekinga, beggja flokka og óháðra aðila. Dómstólar margra ríkja og dómsmálaráðherra Trumps staðfestu meira að segja réttmætt kjör Bidens. Þrátt fyrir það er enn stór hópur fólks í Bandaríkjunum sem trúir því að Demókratar hafi efnt til víðtæks kosningasvindls og að Trump sé réttkjörinn forseti ríkisins. Það leiddi til þess að mörg þúsund mans héldu að bandaríska þinghúsinu þann 6. janúar síðastliðinn í von um að stöðva kosningu kjörmanna og þar með kjör Bidens. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20 Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Tugir hafa verið ákærðir fyrir þátttöku sína í árásinni á bandaríska þinghúsið í janúar sem leiddi til dauða fimm. Lögmenn þriggja þeirra segja að falsfréttum og samsæriskenningar um niðurstöður forsetakosninganna hafi leitt til þess að umbjóðendur þeirra hafi tekið þátt í árásinni. Þeir segja að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi ýtt undir dreifingu þessara falsfrétta og að þeir sem hafi dreift þeim beri alveg jafn mikla ábyrgð á árásinni. „Ég hljóma kannski eins og bjáni núna þegar ég segi þetta, en ég hafði trú á honum,“ sagði Anthony Antonio, einn ákærða, um Trump í samtali við fréttastofu AP. Hann segir að hann hafi ekki haft áhuga á stjórnmálum áður en faraldurinn skall á. Honum hafi leiðst, einn heima í stofu, og þá farið að horfa á fréttir á íhaldssömum sjónvarpsstöðum og skoðað samsæriskenningar hægrimanna. „Þeir stóðu sig mjög vel í því að sannfæra fólk.“ Í kjölfar þess að sigri Joe Bidens, Bandaríkjaforseta, var lýst yfir í kosningunum fór viðamikil herferð af stað hjá kosningavél Trumps, þar sem því var haldið fram að kosningunum hafi verið „stolið“. Sú kenning hafði verið afsönnuð af fjölda kosningaspekinga, beggja flokka og óháðra aðila. Dómstólar margra ríkja og dómsmálaráðherra Trumps staðfestu meira að segja réttmætt kjör Bidens. Þrátt fyrir það er enn stór hópur fólks í Bandaríkjunum sem trúir því að Demókratar hafi efnt til víðtæks kosningasvindls og að Trump sé réttkjörinn forseti ríkisins. Það leiddi til þess að mörg þúsund mans héldu að bandaríska þinghúsinu þann 6. janúar síðastliðinn í von um að stöðva kosningu kjörmanna og þar með kjör Bidens.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20 Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20
Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59