„Þessi déskotans veira hefur þessa eiginleika að breyta sér“ Sylvía Hall skrifar 27. maí 2021 22:41 Björn Rúnar Lúðvíksson yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, segir rannsóknir hér á landi benda til þess að góð mótefnasvörun sé enn til staðar hjá 95 prósent þeirra sem smitast allt að fjórtán mánuðum eftir sýkingu. Þetta er í samræmi við rannsóknir vestanhafs á fólki sem smitaðist snemma í faraldrinum. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að tvær rannsóknir sýndu fram á að ónæmi gæti varað út ævi flestra sem hefðu smitast. Samkvæmt báðum rannsóknunum muna frumur í beinmerg fólks eftir veirunni og geta gefið frá sér mótefni eftir þörf. Björn Rúnar var í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir þetta ánægjulegar niðurstöður sem sýni fram á að ónæmiskerfið sé enn í stakk búið til að glíma við veiruna, komi hún aftur í líkama fólks. Það þurfi þó ekki að koma á óvart miðað við það sem vitað er um ónæmiskerfið og svar þess við öðrum veirum. Aðspurður hvort þurfi mögulega að bólusetja fólk aftur við veirunni segir hann það ekki útilokað, en það velti á því hversu mikið veiran breytir sér. „Þessi déskotans veira hefur þessa eiginleika að breyta sér eins og margar aðrar veirur, og getur þannig náð að fela sig fyrir ónæmiskerfinu og því minni sem það var búið að búa til gegn systkinum hennar. Þá þarf að endurbólusetja vegna þess að það er komið nýtt andlit sem ónæmiskerfið þarf að þekkja.“ Ítarleg svör ekki enn til staðar Að sögn Björns Rúnars eru ekki nægjanlega ítarlegar upplýsingar fyrir hendi um veiruna enn sem komið er, enda rétt rúmlega eitt og hálft ár liðið frá því að faraldurinn hófst. Það geti tekið allt að fimm ár að sjá hvernig málin þróast og hvernig mótefnastaðan verður. Endurbólusetning myndi þó ólíklega skaða fólk. „Persónulega hef ég ekki talið að þess sé þörf og þá sérstaklega þegar lítið af bóluefni er til. Þegar nægt framboð er þá gæti það svo sem ýtt undir það að fólk fái enn sterkara svar, en þá eykst hættan á því að fólk fái þessar hliðarverkanir – þá er ónæmiskerfið búið að sjá veiruna og fær hana að hluta til í sig aftur og bregst við með offorsi.“ Hann segir niðurstöður rannsókna hafa í upphafi bent til þess að fólk missti mótefni fljótlega en við nánari athugun kom hið öfuga í ljós. „Allt að fjórtán mánuðum eftir sýkingu er enn góð mótefnasvörun til staðar hjá yfir 95 prósent af fólki sem sýktist hér á landi.“ Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að tvær rannsóknir sýndu fram á að ónæmi gæti varað út ævi flestra sem hefðu smitast. Samkvæmt báðum rannsóknunum muna frumur í beinmerg fólks eftir veirunni og geta gefið frá sér mótefni eftir þörf. Björn Rúnar var í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir þetta ánægjulegar niðurstöður sem sýni fram á að ónæmiskerfið sé enn í stakk búið til að glíma við veiruna, komi hún aftur í líkama fólks. Það þurfi þó ekki að koma á óvart miðað við það sem vitað er um ónæmiskerfið og svar þess við öðrum veirum. Aðspurður hvort þurfi mögulega að bólusetja fólk aftur við veirunni segir hann það ekki útilokað, en það velti á því hversu mikið veiran breytir sér. „Þessi déskotans veira hefur þessa eiginleika að breyta sér eins og margar aðrar veirur, og getur þannig náð að fela sig fyrir ónæmiskerfinu og því minni sem það var búið að búa til gegn systkinum hennar. Þá þarf að endurbólusetja vegna þess að það er komið nýtt andlit sem ónæmiskerfið þarf að þekkja.“ Ítarleg svör ekki enn til staðar Að sögn Björns Rúnars eru ekki nægjanlega ítarlegar upplýsingar fyrir hendi um veiruna enn sem komið er, enda rétt rúmlega eitt og hálft ár liðið frá því að faraldurinn hófst. Það geti tekið allt að fimm ár að sjá hvernig málin þróast og hvernig mótefnastaðan verður. Endurbólusetning myndi þó ólíklega skaða fólk. „Persónulega hef ég ekki talið að þess sé þörf og þá sérstaklega þegar lítið af bóluefni er til. Þegar nægt framboð er þá gæti það svo sem ýtt undir það að fólk fái enn sterkara svar, en þá eykst hættan á því að fólk fái þessar hliðarverkanir – þá er ónæmiskerfið búið að sjá veiruna og fær hana að hluta til í sig aftur og bregst við með offorsi.“ Hann segir niðurstöður rannsókna hafa í upphafi bent til þess að fólk missti mótefni fljótlega en við nánari athugun kom hið öfuga í ljós. „Allt að fjórtán mánuðum eftir sýkingu er enn góð mótefnasvörun til staðar hjá yfir 95 prósent af fólki sem sýktist hér á landi.“
Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira