Álfadís hefur kastað tuttugu folöldum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. maí 2021 20:03 Álfadís með eigendum sínum, þeim Olil Amble og Bergi Jónssyni í Syðri Gegnishólum með folaldið sitt, sem er það tuttugasta sem hún kastar. Ekki er komið nafn á folaldið, sem er skjóttur hestur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hryssan Álfadís er engin venjuleg hryssa því hún var að kasta sínu tuttugasta folaldi. Mörg af folöldum hennar hafa náð frábærum árangri á sínum ferli, meðal annars stóðhesturinn Álfaklettur, sem er hæst dæmdi kynbóta hestur í heimi. Það eru þau Olil Amble og Bergur Jónsson, sem eiga og reka hrossaræktarbúið á Syðri Gegnishólum í Flóahreppi. Þau hafa náð einstökum árangri með hrossin sín í gegnum árin en upp úr stendur þó ræktarhryssan Álfadís, sem er orðinn 25 vetra og var að kasta sínu tuttugasta folaldi en faðir þess er Stáli frá Kjarri í Ölfusi. Ekki er vitað til þess að önnur hryssa á Íslandi hafi átt svona mikið af folöldum „Þetta er náttúrulega einstök hryssa. Hún er drottning í stóðinu og hún veit af því. Alstærsti eiginleikinn hennar er geðslagið, geðslagið er svo samvinnufúst,“ segir Bergur. Olil tekur undir orð Bergs. „Já, það er mikil gæfa að fá að eiga svona meri, hún er búin að færa okkur mikla ánægju og mörg frábær afkvæmi.“ Bergur og Olil segjast ekkert stjana sérstaklega við Álfadísi. „Nei, nei við stjönum bara við allar merarnar okkar, þær eru allar sérstakar og þess vegna eru þær hér í ræktun,“ segir Olil og hlær. Eitt af frægustu afkvæmum Álfadísar er stóðhesturinn Álfaklettur sem eru nú í sæðingum í Syðri Gegnishólum en hann er hæst dæmdi kynbótahestur heims. En verður hann alltaf íslenskur eða verður hann seldur til útlanda? „Nei, hann verður íslenskur, hann fer ekki til útlanda. Það er búið að falast eftir honum en hann er ekki á förum, við ætlum að hafa hann hér, við lofum því,“ segir Olil. Álfaklettur mun alltaf verða á Íslandi, því lofa Olil og Bergur en hann er í sæðingum hjá þeim þessar vikurnar enda langur listi af hryssum, sem bíða eftir sæði frá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Hestar Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira
Það eru þau Olil Amble og Bergur Jónsson, sem eiga og reka hrossaræktarbúið á Syðri Gegnishólum í Flóahreppi. Þau hafa náð einstökum árangri með hrossin sín í gegnum árin en upp úr stendur þó ræktarhryssan Álfadís, sem er orðinn 25 vetra og var að kasta sínu tuttugasta folaldi en faðir þess er Stáli frá Kjarri í Ölfusi. Ekki er vitað til þess að önnur hryssa á Íslandi hafi átt svona mikið af folöldum „Þetta er náttúrulega einstök hryssa. Hún er drottning í stóðinu og hún veit af því. Alstærsti eiginleikinn hennar er geðslagið, geðslagið er svo samvinnufúst,“ segir Bergur. Olil tekur undir orð Bergs. „Já, það er mikil gæfa að fá að eiga svona meri, hún er búin að færa okkur mikla ánægju og mörg frábær afkvæmi.“ Bergur og Olil segjast ekkert stjana sérstaklega við Álfadísi. „Nei, nei við stjönum bara við allar merarnar okkar, þær eru allar sérstakar og þess vegna eru þær hér í ræktun,“ segir Olil og hlær. Eitt af frægustu afkvæmum Álfadísar er stóðhesturinn Álfaklettur sem eru nú í sæðingum í Syðri Gegnishólum en hann er hæst dæmdi kynbótahestur heims. En verður hann alltaf íslenskur eða verður hann seldur til útlanda? „Nei, hann verður íslenskur, hann fer ekki til útlanda. Það er búið að falast eftir honum en hann er ekki á förum, við ætlum að hafa hann hér, við lofum því,“ segir Olil. Álfaklettur mun alltaf verða á Íslandi, því lofa Olil og Bergur en hann er í sæðingum hjá þeim þessar vikurnar enda langur listi af hryssum, sem bíða eftir sæði frá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Hestar Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira