Kannski ætti fólkið líka að hafa tilverurétt, ekki bara náttúran Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2021 20:10 Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála og prófessor við Háskóla Íslands. Arnar Halldórsson Formaður Landeigendafélags Ísólfsskála óttast að umræða um náttúrurask verði til þess að yfirvöld heykist á því að verja jörðina með varnargörðum og segir mannfólkið einnig hafa tilverurétt. Gerð tveggja varnargarða ofan Nátthaga til að verjast hraunrennsli er umdeild og núna eftir að hraunið er komið niður í Nátthaga standa menn frammi fyrir þeirri spurningu hvort þar eigi einnig að freista þess að stýra hraunrennslinu með görðum. Tveimur varnargörðum var ýtt upp til að verjast hraunrennsli niður í Nátthaga.Egill Aðalsteinsson Jarðvísindamenn höfðu áður óskað eftir því að gera tilraun í Meradölum með mismunandi tegundir varnargarða og upplýsti Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í Morgunblaðinu um síðustu helgi að ekki hefði fengist leyfi til slíks frá yfirvöldum. „Það voru umhverfisaðilar sem blésu það af,“ segir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála og prófessor við Háskóla Íslands, í viðtali á Stöð 2. Nánar tiltekið umhverfisráðuneytið, samkvæmt upplýsingum bæjarstjórans í Grindavík, Fannars Jónassonar, en bæjarráð Grindavíkur hafði hvatt til þess í byrjun mánaðarins að farið yrði í slíkar prófanir til að afla reynslu og þekkingar á uppbyggingu varnargarða. Guðrún segir það hafa ráðið úrslitum að garðarnir töldust vera rask á náttúrunni. „Rökin voru þau að það væri betra að láta reyna á þetta þegar það væri komið í þessa áttina og væri farið að ógna Nátthaga. En þegar það kom að því að bjarga Nátthaga þá bara koma sömu vöflurnar aftur.“ Frá Ísólfsskála við Suðurstrandarveg. Jörðin er núna í hættu að fara undir hraun.Arnar Halldórsson Hún óttast núna að sömu sjónarmið um náttúrurask verði til þess að ekki verði reynt að verja Ísólfsskála með varnargörðum. „En málið er að hraunið er fljótt að dylja það rask. Þannig að ég held að það þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Kannski ættum við líka, fólkið líka, að hafa tilverurétt. Ekki bara náttúran. Hún er nógu öflug. En það er allt í lagi að við fáum bara að búa saman með náttúrunni. En ekki bara í ægivaldi,“ segir formaður Landeigendafélags Ísólfsskála. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Umhverfismál Tengdar fréttir Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44 Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Gerð tveggja varnargarða ofan Nátthaga til að verjast hraunrennsli er umdeild og núna eftir að hraunið er komið niður í Nátthaga standa menn frammi fyrir þeirri spurningu hvort þar eigi einnig að freista þess að stýra hraunrennslinu með görðum. Tveimur varnargörðum var ýtt upp til að verjast hraunrennsli niður í Nátthaga.Egill Aðalsteinsson Jarðvísindamenn höfðu áður óskað eftir því að gera tilraun í Meradölum með mismunandi tegundir varnargarða og upplýsti Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í Morgunblaðinu um síðustu helgi að ekki hefði fengist leyfi til slíks frá yfirvöldum. „Það voru umhverfisaðilar sem blésu það af,“ segir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála og prófessor við Háskóla Íslands, í viðtali á Stöð 2. Nánar tiltekið umhverfisráðuneytið, samkvæmt upplýsingum bæjarstjórans í Grindavík, Fannars Jónassonar, en bæjarráð Grindavíkur hafði hvatt til þess í byrjun mánaðarins að farið yrði í slíkar prófanir til að afla reynslu og þekkingar á uppbyggingu varnargarða. Guðrún segir það hafa ráðið úrslitum að garðarnir töldust vera rask á náttúrunni. „Rökin voru þau að það væri betra að láta reyna á þetta þegar það væri komið í þessa áttina og væri farið að ógna Nátthaga. En þegar það kom að því að bjarga Nátthaga þá bara koma sömu vöflurnar aftur.“ Frá Ísólfsskála við Suðurstrandarveg. Jörðin er núna í hættu að fara undir hraun.Arnar Halldórsson Hún óttast núna að sömu sjónarmið um náttúrurask verði til þess að ekki verði reynt að verja Ísólfsskála með varnargörðum. „En málið er að hraunið er fljótt að dylja það rask. Þannig að ég held að það þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Kannski ættum við líka, fólkið líka, að hafa tilverurétt. Ekki bara náttúran. Hún er nógu öflug. En það er allt í lagi að við fáum bara að búa saman með náttúrunni. En ekki bara í ægivaldi,“ segir formaður Landeigendafélags Ísólfsskála. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Umhverfismál Tengdar fréttir Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44 Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44
Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18