Píratar óska eftir kosningaeftirliti ÖSE í haust Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. maí 2021 13:27 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. vísir/Vilhelm Þingflokkur Pírata hefur sent formlegt erindi til Öryggis- og framfarastofnunar Evrópu (ÖSE) þar sem kallað er eftir því að stofnunin skipuleggi kosningaeftirlit í komandi þingkosningum. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, greindi frá þessu á Alþing í dag. Hann sagði stöðu mála grafalvarlega og vísaði til fregna af því að svokölluð skæruliðadeild Samherja hafi beitt sér gegn blaðamönnum og fjölmiðlum auk þess að hafa reynt að hafa áhrif á val formanns Blaðamannafélagsins og prófkjör Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er grafalvarleg staða. Í kosningum, sem munu meðal annars snúast um eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni, þá er stórhættulegt að fjársterkt útgerðarfyrirtæki beiti sér með þessum hætti gegn gervöllu gangverki lýðræðisins. Beiti hagnaðinum af þessum sömu auðlindum í herferðir gegn pólitískum andstæðingum, opinberri umræðu og frjálsum fréttaflutningi," sagði Andrés. Hann sagði fulltrúa lýðræðis- og mennréttindaskrifstofu ÖSE hafa í síðustu viku fundað með ýmsum aðilum hér á landi til þess að meta þörfina á kosningaeftirliti í haust. „Sjálfur sat ég tvo slíka fundi. Þar lýsti ég áhyggjum af stöðu fjölmiðla, sérstaklega í ljósi þess sem við þá vissum, hvernig Samherji hefur undanfarna mánuði beitt sér gegn Helga Seljan vegna frétta um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Slíkar aðgerðir geta hæglega haft kælandi áhrif á gagnrýna fjölmiðla, sem aftur hefur neikvæð áhrif á möguleika okkar til að tryggja frjálsar og sanngjarnar kosningar," sagði Andrés. Píratar segja stórhættulegt að fjársterkt útgerðarfyrirtæki beiti sér með þeim hætti sem greint hefur verið frá.vísir/Vilhelm „Á þeim dögum sem liðnir eru síðan fulltrúar ÖSE funduðu með okkur hefur staðan breyst gríðarlega. Stundin og Kjarninn hafa leitt í ljós að afskipti Samherja voru miklu mun skipulagðari og djúpstæðari." Þingflokkur Pírata hafi því sent formlegt erindi til ÖSE og kallað eftir því að stofnunin skipuleggi kosningaeftirlit í haust. „Ég vænti þess að forseti og aðrir flokkar hér á þingi taki undir með okkur enda er það hagur allra, jafnt innan sem utan þessara veggja, að kosningarnar framundan litist ekki af andlýðræðislegum afskiptum eins og þeim sem við höfum nú fengið að kynnast," sagði Andrés. Kosningaeftirliti ÖSE er ætlað að tryggja frjálsar og lýðræðislegar kosningar í aðildarríkjum stofnunarinnar, einkanlega í austurhluta ÖSE-svæðisins. ÖSE var boðið að hafa eftirlit með forsetakosningunum í fyrra til þess að leggja mat á verkferla í aðdraganda kosninga.vísir/Vilhelm Sinntu eftirliti í kosningunum 2017 ÖSE hefur áður haft eftirlit með kosningum hér á landi. Til dæmis forsetakosningunum í fyrrasumar og Alþingiskosningunum árið 2017. Þá sendi ÖSE teymi kosningasérfræðinga til Íslands. Áhersla var lögð á að kanna samræmi í verkferlum hjá kosningayfirvöldum og skoða fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðenda í tengslum við kosningar. Meðal forgangstilmæla var að íhuga að stofna sjálfstætt kosningayfirvald sem færi með vald yfir öllu kosningaferlinu. Einnig að kerfisbinda verkferla um skráningu framboða. Endurskoða ætti verkferlið og tímarammann í tengslum við utankjörfundaratkvæðagreiðslu svo kosning hefjist ekki áður en skráningu og staðfestingu framboðslista lýkur. Mælt var með því að sníða vankanta af hinum ólíku kosningaferlum og tryggja að sömu reglur gildi, þar á meðal varðandi utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Setja ætti reglur um kosningabaráttu þriðju aðila, þar með talið kröfu um að gerð verði grein fyrir útgjöldum þeirra í tengslum við kosningar. Þá mætti íhuga að lækka lágmarksupphæð einstakra framlaga sem birta þarf opinberlega til að auka enn frekar gegnsæi stjórnmálaflokka og frambjóðenda. Hér má lesa skýrslur ÖSE varðandi Ísland. Píratar Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, greindi frá þessu á Alþing í dag. Hann sagði stöðu mála grafalvarlega og vísaði til fregna af því að svokölluð skæruliðadeild Samherja hafi beitt sér gegn blaðamönnum og fjölmiðlum auk þess að hafa reynt að hafa áhrif á val formanns Blaðamannafélagsins og prófkjör Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er grafalvarleg staða. Í kosningum, sem munu meðal annars snúast um eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni, þá er stórhættulegt að fjársterkt útgerðarfyrirtæki beiti sér með þessum hætti gegn gervöllu gangverki lýðræðisins. Beiti hagnaðinum af þessum sömu auðlindum í herferðir gegn pólitískum andstæðingum, opinberri umræðu og frjálsum fréttaflutningi," sagði Andrés. Hann sagði fulltrúa lýðræðis- og mennréttindaskrifstofu ÖSE hafa í síðustu viku fundað með ýmsum aðilum hér á landi til þess að meta þörfina á kosningaeftirliti í haust. „Sjálfur sat ég tvo slíka fundi. Þar lýsti ég áhyggjum af stöðu fjölmiðla, sérstaklega í ljósi þess sem við þá vissum, hvernig Samherji hefur undanfarna mánuði beitt sér gegn Helga Seljan vegna frétta um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Slíkar aðgerðir geta hæglega haft kælandi áhrif á gagnrýna fjölmiðla, sem aftur hefur neikvæð áhrif á möguleika okkar til að tryggja frjálsar og sanngjarnar kosningar," sagði Andrés. Píratar segja stórhættulegt að fjársterkt útgerðarfyrirtæki beiti sér með þeim hætti sem greint hefur verið frá.vísir/Vilhelm „Á þeim dögum sem liðnir eru síðan fulltrúar ÖSE funduðu með okkur hefur staðan breyst gríðarlega. Stundin og Kjarninn hafa leitt í ljós að afskipti Samherja voru miklu mun skipulagðari og djúpstæðari." Þingflokkur Pírata hafi því sent formlegt erindi til ÖSE og kallað eftir því að stofnunin skipuleggi kosningaeftirlit í haust. „Ég vænti þess að forseti og aðrir flokkar hér á þingi taki undir með okkur enda er það hagur allra, jafnt innan sem utan þessara veggja, að kosningarnar framundan litist ekki af andlýðræðislegum afskiptum eins og þeim sem við höfum nú fengið að kynnast," sagði Andrés. Kosningaeftirliti ÖSE er ætlað að tryggja frjálsar og lýðræðislegar kosningar í aðildarríkjum stofnunarinnar, einkanlega í austurhluta ÖSE-svæðisins. ÖSE var boðið að hafa eftirlit með forsetakosningunum í fyrra til þess að leggja mat á verkferla í aðdraganda kosninga.vísir/Vilhelm Sinntu eftirliti í kosningunum 2017 ÖSE hefur áður haft eftirlit með kosningum hér á landi. Til dæmis forsetakosningunum í fyrrasumar og Alþingiskosningunum árið 2017. Þá sendi ÖSE teymi kosningasérfræðinga til Íslands. Áhersla var lögð á að kanna samræmi í verkferlum hjá kosningayfirvöldum og skoða fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðenda í tengslum við kosningar. Meðal forgangstilmæla var að íhuga að stofna sjálfstætt kosningayfirvald sem færi með vald yfir öllu kosningaferlinu. Einnig að kerfisbinda verkferla um skráningu framboða. Endurskoða ætti verkferlið og tímarammann í tengslum við utankjörfundaratkvæðagreiðslu svo kosning hefjist ekki áður en skráningu og staðfestingu framboðslista lýkur. Mælt var með því að sníða vankanta af hinum ólíku kosningaferlum og tryggja að sömu reglur gildi, þar á meðal varðandi utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Setja ætti reglur um kosningabaráttu þriðju aðila, þar með talið kröfu um að gerð verði grein fyrir útgjöldum þeirra í tengslum við kosningar. Þá mætti íhuga að lækka lágmarksupphæð einstakra framlaga sem birta þarf opinberlega til að auka enn frekar gegnsæi stjórnmálaflokka og frambjóðenda. Hér má lesa skýrslur ÖSE varðandi Ísland.
Píratar Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira