Fjölmiðlafrumvarpið áfangasigur: Vill RÚV af auglýsingamarkaði en jafnframt bæta tækjutapið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. maí 2021 10:48 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/vilhelm „Ég tel að það þurfi að ganga lengra. Það sem mér finnst mjög mikilvægt er að samkeppniseftirlitið sé heilbrigt. Ég myndi vilja að RÚV væri ekki á auglýsingamarkaði en það hefur ekki náðst sátt um það hvernig við förum í þær breytingar.“ Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í Bítinu í morgun, þar sem fjölmiðlafrumvarpið svokallaða var til umræðu. Frumvarpið var samþykkt í gær en það kveður á um endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla. Um er að ræða tímabundnar aðgerðir. Ekki eru allir þingmenn á eitt sáttir um ágæti frumvarpsins en Lilja vísaði til þess að í stjórnarsáttmálanum væri talað um að styrkja stöðu fjölmiðla. Ýmsar útfærslur hefðu verið skoðaðar þegar hún settist í ráðherrastól og endurgreiðslan hefði verið ein þeirra. „Það var alveg ljóst að þetta yrði brekka,“ sagði ráðherrann í Bítinu. „En aðalatriðið er að við náðum að klára þetta mál.“ „Þetta er fyrsta skrefið í því að styðja betur við fjölmiðla,“ sagði Lilja þegar gengið var á hana og sagði svokallað „sólarlagsákvæði“ til marks um það að málinu væri ekki lokið; það þyrfti meðal annars að skoða breytt landslag í fjölmiðlum, streymisveiturnar og stöðu RÚV. Ráðherrann sagðist sjálf vilja RÚV af auglýsingamarkaði en það þyrfti að gerast í skrefum og að athuguðu máli og að menn hefðu ekki náð saman um hvernig það yrði gert. „Það verður að ríkja sátt um það hvernig RÚV fer af auglýsingamarkaði,“ sagði Lilja. Viljinn væri til staðar en ekki hefði náðst sátt um útfærsluna. Framsóknarflokkurinn vildi koma til móts við tekjufall RÚV, að minnsta kosti að einhverju leyti. Sagði hún frumvarpið sem samþykkt var í gær „áfangasigur“. „Við höfum ekki séð svona frumvarp áður.“ Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í Bítinu í morgun, þar sem fjölmiðlafrumvarpið svokallaða var til umræðu. Frumvarpið var samþykkt í gær en það kveður á um endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla. Um er að ræða tímabundnar aðgerðir. Ekki eru allir þingmenn á eitt sáttir um ágæti frumvarpsins en Lilja vísaði til þess að í stjórnarsáttmálanum væri talað um að styrkja stöðu fjölmiðla. Ýmsar útfærslur hefðu verið skoðaðar þegar hún settist í ráðherrastól og endurgreiðslan hefði verið ein þeirra. „Það var alveg ljóst að þetta yrði brekka,“ sagði ráðherrann í Bítinu. „En aðalatriðið er að við náðum að klára þetta mál.“ „Þetta er fyrsta skrefið í því að styðja betur við fjölmiðla,“ sagði Lilja þegar gengið var á hana og sagði svokallað „sólarlagsákvæði“ til marks um það að málinu væri ekki lokið; það þyrfti meðal annars að skoða breytt landslag í fjölmiðlum, streymisveiturnar og stöðu RÚV. Ráðherrann sagðist sjálf vilja RÚV af auglýsingamarkaði en það þyrfti að gerast í skrefum og að athuguðu máli og að menn hefðu ekki náð saman um hvernig það yrði gert. „Það verður að ríkja sátt um það hvernig RÚV fer af auglýsingamarkaði,“ sagði Lilja. Viljinn væri til staðar en ekki hefði náðst sátt um útfærsluna. Framsóknarflokkurinn vildi koma til móts við tekjufall RÚV, að minnsta kosti að einhverju leyti. Sagði hún frumvarpið sem samþykkt var í gær „áfangasigur“. „Við höfum ekki séð svona frumvarp áður.“
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira