Liðin mættust í Grafarvogi í kvöld eftir að hafa bæði unnið sitthvorn leikinn. Kría vann fyrsta leik liðanna í Grafarvogi 27-20. Í síðari leiknum á Seltjarnarnesi voru það Fjölnismenn sem voru mun sterkari aðilinn og unnu 13 marka sigur, lokatölur þar 34-21 og því þurfti að grípa til oddaleiks.
Heimamenn í Fjölni voru einu marki yfir í hálfleik, 15-14, en gestirnir sneru taflinu við í síðari hálfleik og unnu á endanum öruggan sex marka sigur, lokatölur 31-25.
GEEEEEEET IN!
— Kría - Handbolti (@KHandbolti) May 25, 2021
Úrslitarimman vs @vikingurfc hefst á laugardag #RoadToOlís #KRÍA4LIFE pic.twitter.com/C0RzUIzXb3
Sigurinn þýðir að Kría mætir Víkingum úr Fossvogi um sæti í Olís-deild karla á næstu leiktíð.