„Mjög sterk og ákveðin sýkna“ Snorri Másson skrifar 25. maí 2021 11:06 Skattamál Sigur Rósar hafa verið í sviðsljósinu frá 2018 en sú þrautaganga sveitarinnar gæti nú verið á enda, ákveði saksóknari ekki að halda áfram með málið fyrir æðra dómstigi. Vísir/Vilhelm Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Sigur Rósar, segir kærkomið og löngu tímabært að meðlimir hljómsveitarinnar hafi verið sýknaðir fyrir dómstólum af ásökunum um skattalagabrot. Dómur gekk í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, eftir að hafa verið vísað þangað úr Landsrétti og eftir að hafa velkst lengi um í dómskerfinu. Saksóknari hefur ekki gefið upp hvort niðurstöðunni verður áfrýjað en Bjarnfreður segir að það yrði „brött brekka“ fyrir ákæruvaldið. Bjarnfreður Ólafsson er lögmaður Sigur Rósar.Logos Þetta er þýðingarmikil niðurstaða fyrir liðsmenn sveitarinnar, að sögn Bjarnfreðar. „Þú getur rétt ímyndað þér hvað þetta skiptir miklu máli fyrir þá og fjölskyldur þeirra,“ segir Bjarnfreður. „Þarna er framtíðin í húfi, hvernig þeim reiðir af, hvort þau yrðu gjaldþrota og hvernig þetta yrði allt saman.“ „Þetta er mjög sterk og ákveðin sýkna í þessu máli.“ Refsingarnar hefðu verið ógnvænlega háar Bjarnfreður telur ekki grundvöll fyrir því að áfrýja málinu, enda sé lagagrundvöllurinn fyrir ásökunum saksóknara horfinn eftir að samþykkt voru ný lög sem taka fyrir tvöfalda refsingu. Meðlimir Sigur Rósar hafa þegar greitt sektir fyrir brotin sem þeir voru nú sóttir til saka fyrir. Annar liður í málinu varðar Jón Þór Birgisson, Jónsa, persónulega, þar sem hann var sagður hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi við meðferð skattamála. Að sögn Bjarnfreðar komst dómarinn nú að þeirri niðurstöðu að það hafi hann ekki gert. „Það yrði því ansi brött brekka að fara að áfrýja þessu. Vonandi verður það ekki gert, því það er tímabært að málinu fari að linna,“ segir lögmaðurinn. Bjarnfreður segir létti að niðurstaðan hafi verið á þessa leið, enda séu refsingarnar í svona málum „ógnvænlega háar.“ Huga þurfi betur að þessum málaflokki, svo að þau mál sem séu saknæm hljóti meðferð frekar en hin. Sigur Rós hefur hvatt íslensk stjórnvöld til þess að endurskoða skattalöggjöfina, sem þau hafa og gert. Hljómsveitin var frá upphafi afar ósátt við að málið yrði aftur tekið upp í héraðsdómi, en geta nú vel við unað þrátt fyrir allt. Undarlegasti farsi sem Georg hefur lent í Georg Hólm, bassaleikari sveitarinnar, tjáði sig um málið í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk í september. Réttarhöldin tengdust skattskilum liðsmanna sveitarinnar frá 2011 til 2014. „Þetta er einhver undarlegasti farsi sem ég hef lent í. Okkur líður ekki eins og við höfum gert eitthvað rangt og alveg frá degi eitt þegar við fórum að skrifa undir samninga var alveg sérstaklega tekið fram að við ætluðum okkur að vera alveg rosalega heiðarlegir varðandi svona mál og borga alla okkar skatta hér á Íslandi,“ sagði Georg. Hann sagðist ekkert skilja í því hvað endurskoðandi sveitarinnar hefði verið að gera. „Við erum bara á tónleikaferðalagi og ég er ekkert að hlaupa til skattstjóra til að skila skattaskýrslunni minni. Svo fara koma skrýtin bréf frá skattinum og það fyrsta sem maður gerir er að senda þetta áfram á endurskoðandann. Hann segist alltaf ætla sjá um þetta en gerir í raun ekki neitt,“ segir Georg. Sveitin hafi strax farið í að ráða nýjan endurskoðanda og reyna að leysa málið. Kyrrsettar eignir upp á hundruð milljóna Eignir tónlistarmannanna – þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Kjartans Sveinssonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar – voru um tíma kyrrsettar við rannsókn málsins, en eignirnar námu um 800 milljónum króna. Segja má að meðferð málsins í héraði núna hafi farið fram í kyrrþey þar sem Guðjón St. Marteinsson, dómari í málinu, birti ekki upplýsingar um málið á dagskrá dómstólsins eins og venja er. Því var enginn fjölmiðill viðstaddur aðalmeðferð málsins og heldur ekki dómsuppkvaðningu í morgun. Lesa meira um málið frá upphafi: Skattamál Sigur Rósar Kristín Ingileifsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, hafði ekki fengið dóminn í hendurnrar þegar fréttastofa náði af henni tali. Því hefði ekki verið tekin ákvörðun um það hvort málinu yrði áfrýjað. Skattamál Sigur Rósar Sigur Rós Dómsmál Tengdar fréttir Sigur Rós sendir frá sér yfirlýsingu: Skattalögin til skammar fyrir Ísland Núverandi og fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hvetja íslensk stjórnvöld til þess að endurskoða íslenska skattalöggjöf sem þeir telja vera óréttláta, harðneskjulega og til skammar fyrir Ísland. 19. október 2020 15:23 „Okkur líður rosalega eins og það hafi verið traðkað á okkur“ Georg Holm er bassaleikari Sigur Rósar sem gerir hann að einum frægasta Íslendingi fyrr og síðar. Samt sem áður er hann ótrúlega lítt þekkt andlit. 18. september 2020 07:01 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Dómur gekk í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, eftir að hafa verið vísað þangað úr Landsrétti og eftir að hafa velkst lengi um í dómskerfinu. Saksóknari hefur ekki gefið upp hvort niðurstöðunni verður áfrýjað en Bjarnfreður segir að það yrði „brött brekka“ fyrir ákæruvaldið. Bjarnfreður Ólafsson er lögmaður Sigur Rósar.Logos Þetta er þýðingarmikil niðurstaða fyrir liðsmenn sveitarinnar, að sögn Bjarnfreðar. „Þú getur rétt ímyndað þér hvað þetta skiptir miklu máli fyrir þá og fjölskyldur þeirra,“ segir Bjarnfreður. „Þarna er framtíðin í húfi, hvernig þeim reiðir af, hvort þau yrðu gjaldþrota og hvernig þetta yrði allt saman.“ „Þetta er mjög sterk og ákveðin sýkna í þessu máli.“ Refsingarnar hefðu verið ógnvænlega háar Bjarnfreður telur ekki grundvöll fyrir því að áfrýja málinu, enda sé lagagrundvöllurinn fyrir ásökunum saksóknara horfinn eftir að samþykkt voru ný lög sem taka fyrir tvöfalda refsingu. Meðlimir Sigur Rósar hafa þegar greitt sektir fyrir brotin sem þeir voru nú sóttir til saka fyrir. Annar liður í málinu varðar Jón Þór Birgisson, Jónsa, persónulega, þar sem hann var sagður hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi við meðferð skattamála. Að sögn Bjarnfreðar komst dómarinn nú að þeirri niðurstöðu að það hafi hann ekki gert. „Það yrði því ansi brött brekka að fara að áfrýja þessu. Vonandi verður það ekki gert, því það er tímabært að málinu fari að linna,“ segir lögmaðurinn. Bjarnfreður segir létti að niðurstaðan hafi verið á þessa leið, enda séu refsingarnar í svona málum „ógnvænlega háar.“ Huga þurfi betur að þessum málaflokki, svo að þau mál sem séu saknæm hljóti meðferð frekar en hin. Sigur Rós hefur hvatt íslensk stjórnvöld til þess að endurskoða skattalöggjöfina, sem þau hafa og gert. Hljómsveitin var frá upphafi afar ósátt við að málið yrði aftur tekið upp í héraðsdómi, en geta nú vel við unað þrátt fyrir allt. Undarlegasti farsi sem Georg hefur lent í Georg Hólm, bassaleikari sveitarinnar, tjáði sig um málið í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk í september. Réttarhöldin tengdust skattskilum liðsmanna sveitarinnar frá 2011 til 2014. „Þetta er einhver undarlegasti farsi sem ég hef lent í. Okkur líður ekki eins og við höfum gert eitthvað rangt og alveg frá degi eitt þegar við fórum að skrifa undir samninga var alveg sérstaklega tekið fram að við ætluðum okkur að vera alveg rosalega heiðarlegir varðandi svona mál og borga alla okkar skatta hér á Íslandi,“ sagði Georg. Hann sagðist ekkert skilja í því hvað endurskoðandi sveitarinnar hefði verið að gera. „Við erum bara á tónleikaferðalagi og ég er ekkert að hlaupa til skattstjóra til að skila skattaskýrslunni minni. Svo fara koma skrýtin bréf frá skattinum og það fyrsta sem maður gerir er að senda þetta áfram á endurskoðandann. Hann segist alltaf ætla sjá um þetta en gerir í raun ekki neitt,“ segir Georg. Sveitin hafi strax farið í að ráða nýjan endurskoðanda og reyna að leysa málið. Kyrrsettar eignir upp á hundruð milljóna Eignir tónlistarmannanna – þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Kjartans Sveinssonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar – voru um tíma kyrrsettar við rannsókn málsins, en eignirnar námu um 800 milljónum króna. Segja má að meðferð málsins í héraði núna hafi farið fram í kyrrþey þar sem Guðjón St. Marteinsson, dómari í málinu, birti ekki upplýsingar um málið á dagskrá dómstólsins eins og venja er. Því var enginn fjölmiðill viðstaddur aðalmeðferð málsins og heldur ekki dómsuppkvaðningu í morgun. Lesa meira um málið frá upphafi: Skattamál Sigur Rósar Kristín Ingileifsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, hafði ekki fengið dóminn í hendurnrar þegar fréttastofa náði af henni tali. Því hefði ekki verið tekin ákvörðun um það hvort málinu yrði áfrýjað.
Skattamál Sigur Rósar Sigur Rós Dómsmál Tengdar fréttir Sigur Rós sendir frá sér yfirlýsingu: Skattalögin til skammar fyrir Ísland Núverandi og fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hvetja íslensk stjórnvöld til þess að endurskoða íslenska skattalöggjöf sem þeir telja vera óréttláta, harðneskjulega og til skammar fyrir Ísland. 19. október 2020 15:23 „Okkur líður rosalega eins og það hafi verið traðkað á okkur“ Georg Holm er bassaleikari Sigur Rósar sem gerir hann að einum frægasta Íslendingi fyrr og síðar. Samt sem áður er hann ótrúlega lítt þekkt andlit. 18. september 2020 07:01 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Sigur Rós sendir frá sér yfirlýsingu: Skattalögin til skammar fyrir Ísland Núverandi og fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hvetja íslensk stjórnvöld til þess að endurskoða íslenska skattalöggjöf sem þeir telja vera óréttláta, harðneskjulega og til skammar fyrir Ísland. 19. október 2020 15:23
„Okkur líður rosalega eins og það hafi verið traðkað á okkur“ Georg Holm er bassaleikari Sigur Rósar sem gerir hann að einum frægasta Íslendingi fyrr og síðar. Samt sem áður er hann ótrúlega lítt þekkt andlit. 18. september 2020 07:01