Óttast það að þurfa að velja á milli Ólympíuleikanna og barnsins síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 11:30 Aliphine Tiliamuk fagnar hér eftir að hún tryggði sér farseðilinn á Ólympíuleikana. Það var í febrúar í fyrra en síðan þá hefur hún eignast sitt fyrsta barn. Getty/Kevin C. Cox Erlendir áhorfendur eru bannaðir á Ólympíuleikunum í Tókýó og það skapar meðal annars vandamál fyrir íþróttakonur með kornabörn. Ein af þeim er maraþonhlauparinn Aliphine Tuliamuk. „Ég er enn með Zoe á brjósti og get ekki ímyndað mér að vera án hennar,“ sagði Aliphine Tuliamuk í viðtali við Runners World en þar ræðir hún þá krísu sína að þurfa að velja á milli Ólympíuleikanna og fjögurra mánaða barnsins síns. Tuliamuk tryggði sér farseðilinn á Ólympíuleikana 29. febrúar 2020 og ætlaði að stofna fjölskyldu í framhaldi þeirra í fyrrasumar. Leikunum var frestað en Aliphine eignaðist síðan dóttur sína 13. janúar síðastliðinn. Olympians who are nursing moms might have to choose between the Games and their babies https://t.co/yxnrEoOk5J— Post Sports (@PostSports) May 20, 2021 Tuliamuk þarf væntanlega að vera án barnsins síns í eina viku á meðan hún fer og keppir á leikunum og það er eitthvað sem Aliphine getur ekki hugsað sér. „Ef ég á að ná fram mínu besta þá verður hún að vera með mér. Ég vona að ég fái það,“ sagði Tuliamuk. Tuliamuk er með dóttur sína á brjósti og gefur henni á þriggja klukkutíma fresti. Það er erfitt að sætti sig við það að íþróttakona með svona ungt barn fái ekki að taka barnið með sér. En um leið er ljóst að hún þarf fleiri með sér því einhver þarf að hugsa um barnið á meðan hún er að keppa. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt þetta harðlega er tenniskonan Serena Williams sem hefur ekki verið frá dóttur sinni Olympiu í meira en sólarhring samfellt. Serena gæti sleppt því að keppa á Ólympíuleikunum í ár ef hún fær ekki að taka Olympiu með en dóttir hennar er samt orðið þriggja ára gömul. View this post on Instagram A post shared by Mother Honestly (@motherhonestly) Alþjóða Ólympíunefndin segist vera með þetta í skoðun og að hver beiðnir verði tekin fyrir sér. Það eru því möguleikar fyrir íþróttakonur með ung börn að fá að taka þau með sér. Þær hafa þegar stigið svo stór og mikilvæg skref með því að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum svo stuttu eftir að þær urðu mæður. Vandamálið er líka að hver þjóð má bara koma með ákveðin fjölda til Japans og auk keppenda eru það stjórnendur, þjálfarar, læknalið og annað aðstoðarfólk. Bandaríkin má koma með 600 manns og ef að dóttir Aliphine og maður hennar Tim Gannon fá að fara með þá taka þau tvö sæti frá einhverjum öðrum. „Ég er þakklát öllum þeim sem eru að leggja mikið á sig til að hjálpa mér að láta þetta ganga upp. Ég er bara ekki tilbúin að skila hana eftir,“ sagði Aliphine Tuliamuk. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
„Ég er enn með Zoe á brjósti og get ekki ímyndað mér að vera án hennar,“ sagði Aliphine Tuliamuk í viðtali við Runners World en þar ræðir hún þá krísu sína að þurfa að velja á milli Ólympíuleikanna og fjögurra mánaða barnsins síns. Tuliamuk tryggði sér farseðilinn á Ólympíuleikana 29. febrúar 2020 og ætlaði að stofna fjölskyldu í framhaldi þeirra í fyrrasumar. Leikunum var frestað en Aliphine eignaðist síðan dóttur sína 13. janúar síðastliðinn. Olympians who are nursing moms might have to choose between the Games and their babies https://t.co/yxnrEoOk5J— Post Sports (@PostSports) May 20, 2021 Tuliamuk þarf væntanlega að vera án barnsins síns í eina viku á meðan hún fer og keppir á leikunum og það er eitthvað sem Aliphine getur ekki hugsað sér. „Ef ég á að ná fram mínu besta þá verður hún að vera með mér. Ég vona að ég fái það,“ sagði Tuliamuk. Tuliamuk er með dóttur sína á brjósti og gefur henni á þriggja klukkutíma fresti. Það er erfitt að sætti sig við það að íþróttakona með svona ungt barn fái ekki að taka barnið með sér. En um leið er ljóst að hún þarf fleiri með sér því einhver þarf að hugsa um barnið á meðan hún er að keppa. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt þetta harðlega er tenniskonan Serena Williams sem hefur ekki verið frá dóttur sinni Olympiu í meira en sólarhring samfellt. Serena gæti sleppt því að keppa á Ólympíuleikunum í ár ef hún fær ekki að taka Olympiu með en dóttir hennar er samt orðið þriggja ára gömul. View this post on Instagram A post shared by Mother Honestly (@motherhonestly) Alþjóða Ólympíunefndin segist vera með þetta í skoðun og að hver beiðnir verði tekin fyrir sér. Það eru því möguleikar fyrir íþróttakonur með ung börn að fá að taka þau með sér. Þær hafa þegar stigið svo stór og mikilvæg skref með því að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum svo stuttu eftir að þær urðu mæður. Vandamálið er líka að hver þjóð má bara koma með ákveðin fjölda til Japans og auk keppenda eru það stjórnendur, þjálfarar, læknalið og annað aðstoðarfólk. Bandaríkin má koma með 600 manns og ef að dóttir Aliphine og maður hennar Tim Gannon fá að fara með þá taka þau tvö sæti frá einhverjum öðrum. „Ég er þakklát öllum þeim sem eru að leggja mikið á sig til að hjálpa mér að láta þetta ganga upp. Ég er bara ekki tilbúin að skila hana eftir,“ sagði Aliphine Tuliamuk.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira