Yndisleg sveitaferð heyrnarlausra barna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. maí 2021 20:21 Mikil ánægja var hjá krökkunum og starfsfólkinu með sveitaferðina í Myrkholt í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikil gleði og ánægja sem skein úr hverju andliti þegar ellefu heyrnarlaus börn eða verulega heyrnarskert heimsóttu sveitabæ í Biskupstungum í Bláskógabyggð í vikunni og fengu að skoða lömbin og að fara á hestbak. Bærinn heitir Myrkholt. Loftur Jónasson og Vilborg Guðmundsdóttir eru bændur í Myrkholti með kindur og hesta, auk ferðaþjónustu. Krakkarnir, sem eru úr Hlíðaskóla í Reykjavík komu í heimsóknina með kennurum sínum og táknmálstúlkum. „Börnin okkar á táknmálssviði þurfa að fá tækifæri til að hitta dýrin og kynnast kindum og nýfæddum lömbum og haft ró og næði til að kynnast dýrunum, þetta er algjört ævintýri fyrir þau að koma hingað. Það er líka svo mikið vor í lofti hérna og skemmtilegt að koma á bæinn, mjög góð tilbreyting,“ segir Eyrún Ólafsdóttir, grunnskólakennari á táknmálssviði Hlíðaskóla. Eyrún Ólafsdóttir, kennari á táknmálssviði Hlíðaskóla var alsæl með heimsóknina í Myrkholt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Krökkunum þótti frábært að komast í sveitaheimsókn, ekki síst að sjá lömbin. Lömbin eru svo sæt „Mér finnst það ofboðslega skemmtilegt og ég elska dýr og mér finnst svo skemmtilegt að sjá svona mismunandi dýr, þau eru svo loðin og miklar dúllur. Ég myndi svo gjarnan vilja fá að taka eitt með mér heim en ég efast um að það megi,“ segir Amalie Daszkowska, 11 ára nemandi í Hlíðaskóla, sem er alveg heyrnarlaus, alsæl með sveitaferðina. Amalie Daszkowska, sem vild helst taka eitt lambið með sér heim því henni fannst þau svo krúttleg og sæt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir krakkarnir fengu að fara á hestbak en sum þeir höfðu aldrei áður farið á hestbak og hvað þá haldið á lömbum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitaferðin heppnaðist frábærlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Landbúnaður Krakkar Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Sjá meira
Loftur Jónasson og Vilborg Guðmundsdóttir eru bændur í Myrkholti með kindur og hesta, auk ferðaþjónustu. Krakkarnir, sem eru úr Hlíðaskóla í Reykjavík komu í heimsóknina með kennurum sínum og táknmálstúlkum. „Börnin okkar á táknmálssviði þurfa að fá tækifæri til að hitta dýrin og kynnast kindum og nýfæddum lömbum og haft ró og næði til að kynnast dýrunum, þetta er algjört ævintýri fyrir þau að koma hingað. Það er líka svo mikið vor í lofti hérna og skemmtilegt að koma á bæinn, mjög góð tilbreyting,“ segir Eyrún Ólafsdóttir, grunnskólakennari á táknmálssviði Hlíðaskóla. Eyrún Ólafsdóttir, kennari á táknmálssviði Hlíðaskóla var alsæl með heimsóknina í Myrkholt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Krökkunum þótti frábært að komast í sveitaheimsókn, ekki síst að sjá lömbin. Lömbin eru svo sæt „Mér finnst það ofboðslega skemmtilegt og ég elska dýr og mér finnst svo skemmtilegt að sjá svona mismunandi dýr, þau eru svo loðin og miklar dúllur. Ég myndi svo gjarnan vilja fá að taka eitt með mér heim en ég efast um að það megi,“ segir Amalie Daszkowska, 11 ára nemandi í Hlíðaskóla, sem er alveg heyrnarlaus, alsæl með sveitaferðina. Amalie Daszkowska, sem vild helst taka eitt lambið með sér heim því henni fannst þau svo krúttleg og sæt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir krakkarnir fengu að fara á hestbak en sum þeir höfðu aldrei áður farið á hestbak og hvað þá haldið á lömbum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitaferðin heppnaðist frábærlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Landbúnaður Krakkar Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Sjá meira