Brentford í úrslit annað árið í röð eftir magnaðan sigur Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2021 13:31 Marcus Forss skoraði sigurmark einvígisins þegar skammt var eftir af leik dagsins. Getty Images/Alex Pantling Brentford vann samanlagðan 3-2 sigur á Bournemouth undanúrslitum umspils Championship-deildarinnar um sæti í ensku úrvalsdeildinni að ári. Síðari leikur einvígins í dag var stórskemmtilegur þar sem vítaspyrna, rautt spjald og fjögur mörk litu dagsins ljós. Bournemouth var með 1-0 forystu í einvíginu eftir sigur á heimavelli sínum í fyrri leik liðanna í miðri viku. Liðið freistaði þess að komast aftur upp í úrvalsdeildina eftir að hafa fallið fyrir ári síðan og það byrjaði vel fyrir gestina. Galin hornspyrna Hollendingurinn Arnaut Danjuma kom liðinu í forystu eftir aðeins sex mínútna leik þar sem hann slapp inn fyrir vörn Brentford eftir hornspyrnu þeirra á hinum enda vallarins. Á einhvern óskiljanlegan hátt var aftasti leikmaður Brentford við D-boga vítateigs Bournemouth þegar spyrnan var tekin og það nýtti Danjuma sér. Bournemouth leiddi því 2-0 samanlagt en um tíu mínútum eftir markið handlék Lloyd Kelly, varnarmaður Bournemouth, knöttinn innan eigin teigs og vítaspyrna réttilega dæmd. Ivan Toney, sem var markahæstur í deildarkeppninni í vetur með 31 mark, skoraði örugglega af punktinum. Vitleysislegt rautt spjald Tólf mínútum síðar, á 28. mínútu slapp Bryan Mbuemo, leikmaður Brentford, inn fyrir vörn Bournemouth. Velski varnarmaðurinn Chris Mepham skrikaði fótur er hann hljóp hann uppi og tók á það ráð að grípa með hendinni um fót Mbuemo sem féll við. Mepham var réttilega vísað af velli með rautt spjald fyrir að svipta Mbuemo upplögðu marktækifæri. Brentford herjaði mikið að tíu leikmönnum Bournemouth og fékk liðið þónokkur færi auk þess sem Brentford hefði hæglega getað fengið eitt til tvö víti til viðbótar fyrir leikhléið. Staðan var þó 1-1 í hálfleik og 2-1 samanlagt, Bournemouth í vil. Einstefna í síðari hálfleik Brentford kom af sama krafti inn í síðari hálfleikinn og liðið hafði sýnt í þeim fyrri og náðu forystunni eftir aðeins fimm mínútur. Þar var að verki Vitaly Janelt sem skoraði með laglegu vinstri fótar skoti utan teigs. Þar sem engin útimarkaregla er í umspilinu hefði sú samanlagða 2-2 staða þýtt að framlengja þyrfti leikinn. Stórsókn Brentford hélt áfram og uppskáru þeir loks níu mínútum fyrir leikslok þegar Marcus Forss setti boltann í þaknetið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Emiliano Marcondes. Endurkoman var fullkomnuð og Brentford sigldi sigrinum í höfn, 3-1 úrslit leiksins og 3-2 samanlagt í einvíginu. Brentford er því komið í úrslit umspilsins annað árið í röð en liðið þurfti að þola tap fyrir Fulham eftir framlengdan leik í fyrra. Annað hvort Swansea eða Barnsley mun mæta Brentford á Wembley næsta laugardag. Swansea leiðir einvígi liðanna 1-0 fyrir leikinn sem fer fram á heimavelli þeirra í Wales í kvöld. Bein útsending frá leik Swansea og Barnsley á Stöð 2 Sport 3 hefst klukkan 18:00. Enski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira
Bournemouth var með 1-0 forystu í einvíginu eftir sigur á heimavelli sínum í fyrri leik liðanna í miðri viku. Liðið freistaði þess að komast aftur upp í úrvalsdeildina eftir að hafa fallið fyrir ári síðan og það byrjaði vel fyrir gestina. Galin hornspyrna Hollendingurinn Arnaut Danjuma kom liðinu í forystu eftir aðeins sex mínútna leik þar sem hann slapp inn fyrir vörn Brentford eftir hornspyrnu þeirra á hinum enda vallarins. Á einhvern óskiljanlegan hátt var aftasti leikmaður Brentford við D-boga vítateigs Bournemouth þegar spyrnan var tekin og það nýtti Danjuma sér. Bournemouth leiddi því 2-0 samanlagt en um tíu mínútum eftir markið handlék Lloyd Kelly, varnarmaður Bournemouth, knöttinn innan eigin teigs og vítaspyrna réttilega dæmd. Ivan Toney, sem var markahæstur í deildarkeppninni í vetur með 31 mark, skoraði örugglega af punktinum. Vitleysislegt rautt spjald Tólf mínútum síðar, á 28. mínútu slapp Bryan Mbuemo, leikmaður Brentford, inn fyrir vörn Bournemouth. Velski varnarmaðurinn Chris Mepham skrikaði fótur er hann hljóp hann uppi og tók á það ráð að grípa með hendinni um fót Mbuemo sem féll við. Mepham var réttilega vísað af velli með rautt spjald fyrir að svipta Mbuemo upplögðu marktækifæri. Brentford herjaði mikið að tíu leikmönnum Bournemouth og fékk liðið þónokkur færi auk þess sem Brentford hefði hæglega getað fengið eitt til tvö víti til viðbótar fyrir leikhléið. Staðan var þó 1-1 í hálfleik og 2-1 samanlagt, Bournemouth í vil. Einstefna í síðari hálfleik Brentford kom af sama krafti inn í síðari hálfleikinn og liðið hafði sýnt í þeim fyrri og náðu forystunni eftir aðeins fimm mínútur. Þar var að verki Vitaly Janelt sem skoraði með laglegu vinstri fótar skoti utan teigs. Þar sem engin útimarkaregla er í umspilinu hefði sú samanlagða 2-2 staða þýtt að framlengja þyrfti leikinn. Stórsókn Brentford hélt áfram og uppskáru þeir loks níu mínútum fyrir leikslok þegar Marcus Forss setti boltann í þaknetið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Emiliano Marcondes. Endurkoman var fullkomnuð og Brentford sigldi sigrinum í höfn, 3-1 úrslit leiksins og 3-2 samanlagt í einvíginu. Brentford er því komið í úrslit umspilsins annað árið í röð en liðið þurfti að þola tap fyrir Fulham eftir framlengdan leik í fyrra. Annað hvort Swansea eða Barnsley mun mæta Brentford á Wembley næsta laugardag. Swansea leiðir einvígi liðanna 1-0 fyrir leikinn sem fer fram á heimavelli þeirra í Wales í kvöld. Bein útsending frá leik Swansea og Barnsley á Stöð 2 Sport 3 hefst klukkan 18:00.
Enski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira