Brentford í úrslit annað árið í röð eftir magnaðan sigur Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2021 13:31 Marcus Forss skoraði sigurmark einvígisins þegar skammt var eftir af leik dagsins. Getty Images/Alex Pantling Brentford vann samanlagðan 3-2 sigur á Bournemouth undanúrslitum umspils Championship-deildarinnar um sæti í ensku úrvalsdeildinni að ári. Síðari leikur einvígins í dag var stórskemmtilegur þar sem vítaspyrna, rautt spjald og fjögur mörk litu dagsins ljós. Bournemouth var með 1-0 forystu í einvíginu eftir sigur á heimavelli sínum í fyrri leik liðanna í miðri viku. Liðið freistaði þess að komast aftur upp í úrvalsdeildina eftir að hafa fallið fyrir ári síðan og það byrjaði vel fyrir gestina. Galin hornspyrna Hollendingurinn Arnaut Danjuma kom liðinu í forystu eftir aðeins sex mínútna leik þar sem hann slapp inn fyrir vörn Brentford eftir hornspyrnu þeirra á hinum enda vallarins. Á einhvern óskiljanlegan hátt var aftasti leikmaður Brentford við D-boga vítateigs Bournemouth þegar spyrnan var tekin og það nýtti Danjuma sér. Bournemouth leiddi því 2-0 samanlagt en um tíu mínútum eftir markið handlék Lloyd Kelly, varnarmaður Bournemouth, knöttinn innan eigin teigs og vítaspyrna réttilega dæmd. Ivan Toney, sem var markahæstur í deildarkeppninni í vetur með 31 mark, skoraði örugglega af punktinum. Vitleysislegt rautt spjald Tólf mínútum síðar, á 28. mínútu slapp Bryan Mbuemo, leikmaður Brentford, inn fyrir vörn Bournemouth. Velski varnarmaðurinn Chris Mepham skrikaði fótur er hann hljóp hann uppi og tók á það ráð að grípa með hendinni um fót Mbuemo sem féll við. Mepham var réttilega vísað af velli með rautt spjald fyrir að svipta Mbuemo upplögðu marktækifæri. Brentford herjaði mikið að tíu leikmönnum Bournemouth og fékk liðið þónokkur færi auk þess sem Brentford hefði hæglega getað fengið eitt til tvö víti til viðbótar fyrir leikhléið. Staðan var þó 1-1 í hálfleik og 2-1 samanlagt, Bournemouth í vil. Einstefna í síðari hálfleik Brentford kom af sama krafti inn í síðari hálfleikinn og liðið hafði sýnt í þeim fyrri og náðu forystunni eftir aðeins fimm mínútur. Þar var að verki Vitaly Janelt sem skoraði með laglegu vinstri fótar skoti utan teigs. Þar sem engin útimarkaregla er í umspilinu hefði sú samanlagða 2-2 staða þýtt að framlengja þyrfti leikinn. Stórsókn Brentford hélt áfram og uppskáru þeir loks níu mínútum fyrir leikslok þegar Marcus Forss setti boltann í þaknetið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Emiliano Marcondes. Endurkoman var fullkomnuð og Brentford sigldi sigrinum í höfn, 3-1 úrslit leiksins og 3-2 samanlagt í einvíginu. Brentford er því komið í úrslit umspilsins annað árið í röð en liðið þurfti að þola tap fyrir Fulham eftir framlengdan leik í fyrra. Annað hvort Swansea eða Barnsley mun mæta Brentford á Wembley næsta laugardag. Swansea leiðir einvígi liðanna 1-0 fyrir leikinn sem fer fram á heimavelli þeirra í Wales í kvöld. Bein útsending frá leik Swansea og Barnsley á Stöð 2 Sport 3 hefst klukkan 18:00. Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Sjá meira
Bournemouth var með 1-0 forystu í einvíginu eftir sigur á heimavelli sínum í fyrri leik liðanna í miðri viku. Liðið freistaði þess að komast aftur upp í úrvalsdeildina eftir að hafa fallið fyrir ári síðan og það byrjaði vel fyrir gestina. Galin hornspyrna Hollendingurinn Arnaut Danjuma kom liðinu í forystu eftir aðeins sex mínútna leik þar sem hann slapp inn fyrir vörn Brentford eftir hornspyrnu þeirra á hinum enda vallarins. Á einhvern óskiljanlegan hátt var aftasti leikmaður Brentford við D-boga vítateigs Bournemouth þegar spyrnan var tekin og það nýtti Danjuma sér. Bournemouth leiddi því 2-0 samanlagt en um tíu mínútum eftir markið handlék Lloyd Kelly, varnarmaður Bournemouth, knöttinn innan eigin teigs og vítaspyrna réttilega dæmd. Ivan Toney, sem var markahæstur í deildarkeppninni í vetur með 31 mark, skoraði örugglega af punktinum. Vitleysislegt rautt spjald Tólf mínútum síðar, á 28. mínútu slapp Bryan Mbuemo, leikmaður Brentford, inn fyrir vörn Bournemouth. Velski varnarmaðurinn Chris Mepham skrikaði fótur er hann hljóp hann uppi og tók á það ráð að grípa með hendinni um fót Mbuemo sem féll við. Mepham var réttilega vísað af velli með rautt spjald fyrir að svipta Mbuemo upplögðu marktækifæri. Brentford herjaði mikið að tíu leikmönnum Bournemouth og fékk liðið þónokkur færi auk þess sem Brentford hefði hæglega getað fengið eitt til tvö víti til viðbótar fyrir leikhléið. Staðan var þó 1-1 í hálfleik og 2-1 samanlagt, Bournemouth í vil. Einstefna í síðari hálfleik Brentford kom af sama krafti inn í síðari hálfleikinn og liðið hafði sýnt í þeim fyrri og náðu forystunni eftir aðeins fimm mínútur. Þar var að verki Vitaly Janelt sem skoraði með laglegu vinstri fótar skoti utan teigs. Þar sem engin útimarkaregla er í umspilinu hefði sú samanlagða 2-2 staða þýtt að framlengja þyrfti leikinn. Stórsókn Brentford hélt áfram og uppskáru þeir loks níu mínútum fyrir leikslok þegar Marcus Forss setti boltann í þaknetið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Emiliano Marcondes. Endurkoman var fullkomnuð og Brentford sigldi sigrinum í höfn, 3-1 úrslit leiksins og 3-2 samanlagt í einvíginu. Brentford er því komið í úrslit umspilsins annað árið í röð en liðið þurfti að þola tap fyrir Fulham eftir framlengdan leik í fyrra. Annað hvort Swansea eða Barnsley mun mæta Brentford á Wembley næsta laugardag. Swansea leiðir einvígi liðanna 1-0 fyrir leikinn sem fer fram á heimavelli þeirra í Wales í kvöld. Bein útsending frá leik Swansea og Barnsley á Stöð 2 Sport 3 hefst klukkan 18:00.
Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti