„Vonandi ekki langt í að hægt verði að nota þessi lyf hér á landi“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. maí 2021 15:00 Meðferðin gengur út á að sjúklingur fær meðferð hjá sérfræðingi áður en hann fær skammt af lyfinu Psilocybin. Sérfræðingur er á staðnum á meðan lyfið virkar. Þá er einnig unnið áfram úr reynslunni eftir lyfjameðferð. Vísir/Getty Sálfræðingur vonar að ekki þurfi að bíða lengi eftir að meðferð með lyfjum sem eru unnin úr ofskynjunarsveppum verði leyfð hér á landi. Þau hafi reynst afar vel við mörgum geðröskunum. Lyfin opni milli heilastöðva þannig að fólk virðist eiga auðveldara með að vinna úr ýmsum sálrænum vanda. Haraldur Erlendsson geðlæknir sagði í fréttum okkar að búast megi við byltingu í geðlækningum á næstu árum með lyfinu Psilocybin sem unnið eru úr svokölluðum ofskynjunarsveppum. Lyfið er ólöglegt hér á landi en víða um heim er verið að þrýsta á stjórnvöld að leyfa það eða leyfa rannsóknir á því. Hópur sérfræðinga skoðar að leita til Lyfjastofnunar og ráðherra til að fá að gera rannsóknir á lyfinu hér á landi. Virkar vel við dauðahræðslu Lilja Sif Þorsteinsdóttir sálfræðingur er á sömu skoðun. „Ég er búin að vera að fylgjast með rannsóknum á þessum lyfjum í nokkur ár og þetta er gífurlega spennandi. Rannsóknir eru að sýna mjög góðan árangur gegn alls konar geðrænum vanda. Þannig að það er vonandi ekki langt í að hægt verði að nota þessi lyf hér á landi,“ segir Lilja. Hún segir rannsóknir lofa mjög góðum árangri gegn kvíða, þunglyndi, áfallastreituröskun og fíknisjúkdómum. Þau hafa líka reynst vel við dauðahræðslu. Lyfin hafa verið notuð til meðferðar hjá fólki sem liggur fyrir dauðanum og kvíðir honum. Þau hafa reynst afar vel í slíkum tilvikum,“ segir Lilja. Það verða til nýjar brautir Aðspurð um hvernig Psilocybin virkar segir Lilja: „Þetta eru hugvíkkandi lyf sem auka sveigjanleika í heilanum. Það er líkt og heilastöðvarnar eða heilaboðin tali meira saman en áður þannig að einstaklingurinn á auðveldara með að vinna úr undirliggjandi vanda. Ef ég nota líkindamál þá er hægt að líkja ferlinu við skíðabrekku þar sem alltaf er farið sömu erfiðu brautirnar en þegar lyfið er notað á réttan hátt þá er eins og snjói og nýjar og auðveldari brautir verða til. Þannig sér sjúklingurinn nýjar lausnir á undirliggjandi vanda,“ segir Lilja. Lilja segir afar mikilvægt að meðferðin sé gerð á réttan máta. „Hefðbundin meðferð með svona lyfjum hefst á því að sjúklingur hittir sérfræðing og lýsir vanda sínum. Á næsta stigi fær sjúklingur lyfið en sérfræðingur er viðstaddur til að aðstoða með upplifunina. Hann heldur svo áfram að vinna úr upplifuninni með sjúklingnum í einhver skipti á eftir. Þetta er ferli innávið en er ekki hefðbundin samtalsmeðferð. Meðferðaraðilar eru þarna hjá þér til að hjálpa þér allan tímann,“ segir Lilja. Hefur séð marga ná bata Hún segir afar mikilvægt að upplýst umræða fari fram um þessi mál hér á landi. „Við þurfum að ná upp réttri umræðu um þetta . Það þarf að koma upp aðstöðu hér á landi þar sem fólk getur sótt slíkt meðferðarform þ.e. þar sem vel er haldið utan um það meðan það er á þessari vegferð,“ segir Lilja. Lilja segist ekki nota slíka meðferð enda sé hún ekki leyfileg hér á landi. Hún hafi hins vegar séð fólk ná miklum árangri eftir slíka meðferð. „Ég hef séð þó nokkuð marga ná bata eftir slíka meðferð,“ segir Lilja. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Heilsa Lyf Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Segir tímamót framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og ýmsum fíknisjúkdómum Geðlæknir segir að búast megi við byltingu í geðlækningum á næstu árum með lyfjum sem unnin eru úr svokölluðum ofskynjunarsveppum. Rannsóknir hafi sýnt að þau geti gagnast afar vel við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og fíknisjúkdómum. Hópur sérfræðinga skoði að leita til Lyfjastofnunar og ráðherra til að fá að gera rannsóknir á lyfinu hér á landi. 19. maí 2021 14:45 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Haraldur Erlendsson geðlæknir sagði í fréttum okkar að búast megi við byltingu í geðlækningum á næstu árum með lyfinu Psilocybin sem unnið eru úr svokölluðum ofskynjunarsveppum. Lyfið er ólöglegt hér á landi en víða um heim er verið að þrýsta á stjórnvöld að leyfa það eða leyfa rannsóknir á því. Hópur sérfræðinga skoðar að leita til Lyfjastofnunar og ráðherra til að fá að gera rannsóknir á lyfinu hér á landi. Virkar vel við dauðahræðslu Lilja Sif Þorsteinsdóttir sálfræðingur er á sömu skoðun. „Ég er búin að vera að fylgjast með rannsóknum á þessum lyfjum í nokkur ár og þetta er gífurlega spennandi. Rannsóknir eru að sýna mjög góðan árangur gegn alls konar geðrænum vanda. Þannig að það er vonandi ekki langt í að hægt verði að nota þessi lyf hér á landi,“ segir Lilja. Hún segir rannsóknir lofa mjög góðum árangri gegn kvíða, þunglyndi, áfallastreituröskun og fíknisjúkdómum. Þau hafa líka reynst vel við dauðahræðslu. Lyfin hafa verið notuð til meðferðar hjá fólki sem liggur fyrir dauðanum og kvíðir honum. Þau hafa reynst afar vel í slíkum tilvikum,“ segir Lilja. Það verða til nýjar brautir Aðspurð um hvernig Psilocybin virkar segir Lilja: „Þetta eru hugvíkkandi lyf sem auka sveigjanleika í heilanum. Það er líkt og heilastöðvarnar eða heilaboðin tali meira saman en áður þannig að einstaklingurinn á auðveldara með að vinna úr undirliggjandi vanda. Ef ég nota líkindamál þá er hægt að líkja ferlinu við skíðabrekku þar sem alltaf er farið sömu erfiðu brautirnar en þegar lyfið er notað á réttan hátt þá er eins og snjói og nýjar og auðveldari brautir verða til. Þannig sér sjúklingurinn nýjar lausnir á undirliggjandi vanda,“ segir Lilja. Lilja segir afar mikilvægt að meðferðin sé gerð á réttan máta. „Hefðbundin meðferð með svona lyfjum hefst á því að sjúklingur hittir sérfræðing og lýsir vanda sínum. Á næsta stigi fær sjúklingur lyfið en sérfræðingur er viðstaddur til að aðstoða með upplifunina. Hann heldur svo áfram að vinna úr upplifuninni með sjúklingnum í einhver skipti á eftir. Þetta er ferli innávið en er ekki hefðbundin samtalsmeðferð. Meðferðaraðilar eru þarna hjá þér til að hjálpa þér allan tímann,“ segir Lilja. Hefur séð marga ná bata Hún segir afar mikilvægt að upplýst umræða fari fram um þessi mál hér á landi. „Við þurfum að ná upp réttri umræðu um þetta . Það þarf að koma upp aðstöðu hér á landi þar sem fólk getur sótt slíkt meðferðarform þ.e. þar sem vel er haldið utan um það meðan það er á þessari vegferð,“ segir Lilja. Lilja segist ekki nota slíka meðferð enda sé hún ekki leyfileg hér á landi. Hún hafi hins vegar séð fólk ná miklum árangri eftir slíka meðferð. „Ég hef séð þó nokkuð marga ná bata eftir slíka meðferð,“ segir Lilja.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Heilsa Lyf Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Segir tímamót framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og ýmsum fíknisjúkdómum Geðlæknir segir að búast megi við byltingu í geðlækningum á næstu árum með lyfjum sem unnin eru úr svokölluðum ofskynjunarsveppum. Rannsóknir hafi sýnt að þau geti gagnast afar vel við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og fíknisjúkdómum. Hópur sérfræðinga skoði að leita til Lyfjastofnunar og ráðherra til að fá að gera rannsóknir á lyfinu hér á landi. 19. maí 2021 14:45 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Segir tímamót framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og ýmsum fíknisjúkdómum Geðlæknir segir að búast megi við byltingu í geðlækningum á næstu árum með lyfjum sem unnin eru úr svokölluðum ofskynjunarsveppum. Rannsóknir hafi sýnt að þau geti gagnast afar vel við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og fíknisjúkdómum. Hópur sérfræðinga skoði að leita til Lyfjastofnunar og ráðherra til að fá að gera rannsóknir á lyfinu hér á landi. 19. maí 2021 14:45