Bandarísk C-5 herþota þveraði fluglegg Lavrovs yfir Hornafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 19. maí 2021 19:19 Þota Sergeis Lavrovs yfir Hornafirði síðdegis, táknuð sem gul, nýfarin yfir ratsjárstöð NATO á Stokksnesi. Bandaríska herflutningaþotan, táknuð sem rauð, var í sömu andrá yfir austanverðum Vatnajökli en hafði 2-3 mínútum áður þverað fluglegg Lavrovs yfir Hornafirði. Flightradar24 Herflutningaþota bandaríska flughersins af gerðinni Lockheed C-5 Galaxy flaug inn yfir Ísland og þvert fyrir fluglegg Ilyushin-þotu Sergeis Lavrovs nú síðdegis aðeins um 2-3 mínútum áður en þota utanríkisráðherra Rússlands kom að Íslandsströndum. Atvikið mátti sjá á flugratsjársíðunni Flightradar 24 en það gerðist yfir Hornafirði um hálffimmleytið, þegar þota Lavrovs átti eftir um hálftíma flug til Keflavíkur. Nægilegur hæðaraðskilnaður tryggði að engin hætta var á ferðum. Bandaríska herflutningaþotan var í 34 þúsund feta hæð en þota Lavrovs í 36 þúsund feta hæð þegar þær flugu yfir Hornafjörð. Lockheed C-5 Galaxy er stærsta herflutningaþota Bandaríkjahers.U.S. Air Force/Brad Fallin Samkvæmt upplýsingum sem sjá má á Flightradar 24 var Galaxy-þotan að koma frá Zweibrücken-flugvellinum í Þýskalandi sem þjónaði áður sem herstöð Bandaríkjamanna og NATO. Ekki kemur fram hver áfangastaður bandarísku herþotunnar er en hún stefndi til norðvesturs í átt til Grænlands. Þota Lavrovs var hins vegar að koma frá Dúsjanbe, höfuðborg Tadsikistan. Þota Sergeis Lavrovs er af gerðinni Ilyushin IL-96-300.Wikimedia Hvort tilviljun hafi ráðið þessu atviki eða hvort það hafi verið liður í einhverskonar kaldastríðsögrun skal ósagt látið. Þess má þó til gamans geta að Ilyushin IL-96-300 breiðþota Lavrovs er mun stærri en Boeing 757-þotan sem bandaríski utanríkisráðherrann Antony Blinken mætti á til Íslands. Lockheed C-5 Galaxy-risaþotan trompar hins vegar Ilyushin-þotuna enda stærsta þota bandaríska flughersins. Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Hornafjörður Keflavíkurflugvöllur NATO Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Sergei Lavrov mættur í Hörpu: Rússneski ráðherrann slær á létta strengi við fréttamenn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittast á tvíhliða fundi í Hörpu núna innan stundar. Það verður fyrsti fundur háttsettra ráðamanna ríkjanna frá því Joe Biden tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum í janúar. 19. maí 2021 18:48 Katrín: Mikil valdabarátta í aðdraganda fundarins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist merkja mikla valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins á morgun. Þjóðirnar séu að marka sér stöðu. Þetta sagði Katrín í viðtali við fréttastofu að loknum fundi hennar með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. maí 2021 14:44 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Atvikið mátti sjá á flugratsjársíðunni Flightradar 24 en það gerðist yfir Hornafirði um hálffimmleytið, þegar þota Lavrovs átti eftir um hálftíma flug til Keflavíkur. Nægilegur hæðaraðskilnaður tryggði að engin hætta var á ferðum. Bandaríska herflutningaþotan var í 34 þúsund feta hæð en þota Lavrovs í 36 þúsund feta hæð þegar þær flugu yfir Hornafjörð. Lockheed C-5 Galaxy er stærsta herflutningaþota Bandaríkjahers.U.S. Air Force/Brad Fallin Samkvæmt upplýsingum sem sjá má á Flightradar 24 var Galaxy-þotan að koma frá Zweibrücken-flugvellinum í Þýskalandi sem þjónaði áður sem herstöð Bandaríkjamanna og NATO. Ekki kemur fram hver áfangastaður bandarísku herþotunnar er en hún stefndi til norðvesturs í átt til Grænlands. Þota Lavrovs var hins vegar að koma frá Dúsjanbe, höfuðborg Tadsikistan. Þota Sergeis Lavrovs er af gerðinni Ilyushin IL-96-300.Wikimedia Hvort tilviljun hafi ráðið þessu atviki eða hvort það hafi verið liður í einhverskonar kaldastríðsögrun skal ósagt látið. Þess má þó til gamans geta að Ilyushin IL-96-300 breiðþota Lavrovs er mun stærri en Boeing 757-þotan sem bandaríski utanríkisráðherrann Antony Blinken mætti á til Íslands. Lockheed C-5 Galaxy-risaþotan trompar hins vegar Ilyushin-þotuna enda stærsta þota bandaríska flughersins.
Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Hornafjörður Keflavíkurflugvöllur NATO Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Sergei Lavrov mættur í Hörpu: Rússneski ráðherrann slær á létta strengi við fréttamenn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittast á tvíhliða fundi í Hörpu núna innan stundar. Það verður fyrsti fundur háttsettra ráðamanna ríkjanna frá því Joe Biden tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum í janúar. 19. maí 2021 18:48 Katrín: Mikil valdabarátta í aðdraganda fundarins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist merkja mikla valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins á morgun. Þjóðirnar séu að marka sér stöðu. Þetta sagði Katrín í viðtali við fréttastofu að loknum fundi hennar með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. maí 2021 14:44 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Sergei Lavrov mættur í Hörpu: Rússneski ráðherrann slær á létta strengi við fréttamenn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittast á tvíhliða fundi í Hörpu núna innan stundar. Það verður fyrsti fundur háttsettra ráðamanna ríkjanna frá því Joe Biden tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum í janúar. 19. maí 2021 18:48
Katrín: Mikil valdabarátta í aðdraganda fundarins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist merkja mikla valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins á morgun. Þjóðirnar séu að marka sér stöðu. Þetta sagði Katrín í viðtali við fréttastofu að loknum fundi hennar með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. maí 2021 14:44