Bein útsending: Forseti Íslands afhendir verðlaun í Ullarþoni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. maí 2021 16:30 Ullarþonið Úrslit verða kunngjörð í Ullarþoninu á HönnunarMars í dag og verður sýnt frá viðburðinum hér á Vísi. Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun afhenda verðlaunin við hátíðlega athöfn. Ullarþon er samstarfsverkefni Textílmiðstöðvar Íslands og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Fyrsti liður Ullarþonsins var haldin var 25. - 29. mars. Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði Landbúnaðarins. Markmið var að finna leiðir til að auka verðmæti verðminnstu ullarflokkana með tilliti til hringrásarhagkerfisins, þá sérstaklega með verðminnstu ullarflokkana. Þátttakendur voru yfir eitt hundrað manns sem skiluðu inn 63 lausnum í fjórum keppnisflokkum.1. Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull, 2. Blöndun annarra hráefna við ull, 3. Ný afurð 4. Stafrænar lausnir og rekjanleiki. „Dómurum reyndist mjög erfitt að velja úr þeim glæsilegu hugmyndum sem bárust. Magnað hversu gróskan er mikil í nýsköpun um að auka verðgildi ullarinnar,“ segir í tilkynningu um verðlaunin. Hægt verður að horfa á beina útsendingu frá viðburðinum í spilaranum hér fyrir neðan klukkan 17.05 í dag. Textílmiðstöð Íslands stendur fyrir tveimur viðburðum á HönnunarMars 2021, afhending verðlauna í Ullarþoninu og formleg opnun TextílLabs á Blönduósi. TextílLab er á vegum Textílmiðstöðvar Ísland og það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Það er staðsett á Blönduósi og gefur hönnuðum, frumkvöðlum, listafólki og nemendum aðgengi að stafrænni tækni til rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Góðir rannsóknarinnviðir munu flýta fyrir innleiðingu nýrrar tækni í textíl á Íslandi, og stórauka tækifæri til rannsókna, hönnun og framleiðslu nýrra vara, s.s. úr íslenskri ull. Verkefni hlaut uppbyggingarstyrk frá Innviðasjóði og er hluti af alþjóðlegu verkefni CENTRINNO sem Textílmiðstöð tekur þátt í, styrkt af Horizon2020 rannsóknaráætlun ESB. Eftir formlegri opnunina ,21.maí frá 14 til 20, er opið hús og sýniskennsla fyrir gestir. Þeir sem ekki geta mætt á staðinn geta kynnt sér TextílLabið á samfélagsmiðlum. Tíska og hönnun HönnunarMars Forseti Íslands Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Ullarþon er samstarfsverkefni Textílmiðstöðvar Íslands og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Fyrsti liður Ullarþonsins var haldin var 25. - 29. mars. Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði Landbúnaðarins. Markmið var að finna leiðir til að auka verðmæti verðminnstu ullarflokkana með tilliti til hringrásarhagkerfisins, þá sérstaklega með verðminnstu ullarflokkana. Þátttakendur voru yfir eitt hundrað manns sem skiluðu inn 63 lausnum í fjórum keppnisflokkum.1. Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull, 2. Blöndun annarra hráefna við ull, 3. Ný afurð 4. Stafrænar lausnir og rekjanleiki. „Dómurum reyndist mjög erfitt að velja úr þeim glæsilegu hugmyndum sem bárust. Magnað hversu gróskan er mikil í nýsköpun um að auka verðgildi ullarinnar,“ segir í tilkynningu um verðlaunin. Hægt verður að horfa á beina útsendingu frá viðburðinum í spilaranum hér fyrir neðan klukkan 17.05 í dag. Textílmiðstöð Íslands stendur fyrir tveimur viðburðum á HönnunarMars 2021, afhending verðlauna í Ullarþoninu og formleg opnun TextílLabs á Blönduósi. TextílLab er á vegum Textílmiðstöðvar Ísland og það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Það er staðsett á Blönduósi og gefur hönnuðum, frumkvöðlum, listafólki og nemendum aðgengi að stafrænni tækni til rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Góðir rannsóknarinnviðir munu flýta fyrir innleiðingu nýrrar tækni í textíl á Íslandi, og stórauka tækifæri til rannsókna, hönnun og framleiðslu nýrra vara, s.s. úr íslenskri ull. Verkefni hlaut uppbyggingarstyrk frá Innviðasjóði og er hluti af alþjóðlegu verkefni CENTRINNO sem Textílmiðstöð tekur þátt í, styrkt af Horizon2020 rannsóknaráætlun ESB. Eftir formlegri opnunina ,21.maí frá 14 til 20, er opið hús og sýniskennsla fyrir gestir. Þeir sem ekki geta mætt á staðinn geta kynnt sér TextílLabið á samfélagsmiðlum.
Tíska og hönnun HönnunarMars Forseti Íslands Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira