Flóttafólk svelt til hlýðni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. maí 2021 13:43 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. vísir/Vilhelm „Nú eru tíu umsækjendur um alþjóðlega vernd komnir á götuna eftir að Útlendingastofnun henti þeim út og svipti þá framfærslu. Skítt með mannúð og mannréttindi, það á að svelta þetta flóttafólk til hlýðni þannig að sé hægt að pína það aftur í óboðlegar aðstæður í gríska hæliskerfið,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata á Alþingi í dag. Hann gagnrýndi stefnu íslenskra stjórnvalda í útlendingamálum harðlega og sagði réttnefni hennar vera „Út á guð og gaddinn“. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Ahmed Irheem, frá Gaza í Palestínu. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd hér á landi án þess að umsókn hans hafi verið tekin til efnislegrar meðferðar þar sem hann hefur áður hlotið vernd í Grikklandi. Til stendur að endursenda hann þangað en Rauði krossinn hefur ítrekað sagt það ekki vera forsvaranlegt þaí ljósi þess að aðstæður flóttamanna séu óboðlegar. Ahmed hefur ásamt fleiri umsækendum neitað að fara í covid-próf sem er forsenda flutnings úr landi. Í kjölfar þess hefur Útlendingastofnun svipt þá þjónustu. Andrés Ingi benti á að í hópi þeirra tíu einstaklinga sem búið sé að svipta þjónustu séu Palestínumenn og kallaði eftir raunverulegum stuðningi með palestínsku þjóðinni. „Hvað með til dæmis samstöðu með þeim einstaklingum sem hafa þurft að flýja átökin undanfarna daga? Það hafa hellst yfir okkur fréttir af umsækjendum um alþjóðlega vernd sem íslensk stjórnvöld ætla að endursenda til Grikklands. Í þeim hópi er meðal annars fólk sem fyrst flúði ástandið í Gasa og fékk hæli á Grikklandi. Þurfti svo aftur að leggja á flótta úr ónýtu verndarkerfi Grikklands. Þessu fólki ætla íslensk stjórnvöld ekki einu sinni að sýna þá virðingu að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar.“ „Það dugar ekki að fordæma ofbeldi almennum orðum en fara eins og köttur í kringum heitan grautinn að gera eitthvað í alvöru,“ sagði Andrés Ingi. Alþingi Palestína Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Hann gagnrýndi stefnu íslenskra stjórnvalda í útlendingamálum harðlega og sagði réttnefni hennar vera „Út á guð og gaddinn“. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Ahmed Irheem, frá Gaza í Palestínu. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd hér á landi án þess að umsókn hans hafi verið tekin til efnislegrar meðferðar þar sem hann hefur áður hlotið vernd í Grikklandi. Til stendur að endursenda hann þangað en Rauði krossinn hefur ítrekað sagt það ekki vera forsvaranlegt þaí ljósi þess að aðstæður flóttamanna séu óboðlegar. Ahmed hefur ásamt fleiri umsækendum neitað að fara í covid-próf sem er forsenda flutnings úr landi. Í kjölfar þess hefur Útlendingastofnun svipt þá þjónustu. Andrés Ingi benti á að í hópi þeirra tíu einstaklinga sem búið sé að svipta þjónustu séu Palestínumenn og kallaði eftir raunverulegum stuðningi með palestínsku þjóðinni. „Hvað með til dæmis samstöðu með þeim einstaklingum sem hafa þurft að flýja átökin undanfarna daga? Það hafa hellst yfir okkur fréttir af umsækjendum um alþjóðlega vernd sem íslensk stjórnvöld ætla að endursenda til Grikklands. Í þeim hópi er meðal annars fólk sem fyrst flúði ástandið í Gasa og fékk hæli á Grikklandi. Þurfti svo aftur að leggja á flótta úr ónýtu verndarkerfi Grikklands. Þessu fólki ætla íslensk stjórnvöld ekki einu sinni að sýna þá virðingu að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar.“ „Það dugar ekki að fordæma ofbeldi almennum orðum en fara eins og köttur í kringum heitan grautinn að gera eitthvað í alvöru,“ sagði Andrés Ingi.
Alþingi Palestína Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum