Íbúðaverð hækkað um tæp 14 prósent síðasta árið Eiður Þór Árnason skrifar 19. maí 2021 10:33 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka. Vísir/Vilhelm Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% milli mars og apríl. Hefur hún nú hækkað um 6,7% síðastliðna þrjá mánuði og um 13,7% síðastliðið ár. Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóðskrár sem birtar voru í gær. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Vísitalan hækkaði um 3,3% milli febrúar og mars en greint var frá því á dögunum að mistök hafi verið gerð við birtingu vísitölunnar í apríl þegar Þjóðskrá gaf út að hún hafi hækkað um 1,6% eða mun minna en raunin var. Er raunveruleg hækkun milli mánaða sú mesta sem mælst hefur frá því í maí 2007. Þróun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu Vanmetið hækkun á sérbýli Mikil spenna hefur verið á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu síðasta árið. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í dag að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur og færu í 1%. Fram kom í yfirlýsingu nefndarinnar að miklar hækkanir húsnæðisverðs hafi meðal annarra þátta ýtt undir verðbólguþrýsting en ársverðbólga hefur ekki mælst hærri í átta ár. Sérbýli hækkaði um 4,9% milli mánaða í mars og fjölbýli um 2,8%. Fram kemur í Hagsjá Landsbankans að útlit sé fyrir að hækkun á sérbýli hafi verið verulega vanmetin hjá Þjóðskrá. Áður bentu gögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til þess að spenna væri mest á markaði fyrir sérbýli þar sem hlutfallslega fleiri íbúðir voru að seljast þar yfir ásettu verði. Samkvæmt þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans er gert ráð fyrir því að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækki um 10,5% milli ára í ár. „Miðað við hækkunartaktinn undanfarna tvo mánuði kann sú spá að virðast í lægri kantinum en hún gerir ráð fyrir því að Seðlabankinn muni beita stýritækjum sínum til að reyna að slá á þá spennu sem nú virðist ríkja á fasteignamarkaðnum,“ segir í Hagsjá bankans. Fasteignamarkaður Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Mistök Þjóðskrár hafa ekki áhrif á vísitölu neysluverðs Leiðrétting Þjóðskrár á vísitölu íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur engin áhrif á mælingar Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni en greint var frá því í gær að Þjóðskrá hafi gert mistök við birtingu talnanna þann 20. apríl. 18. maí 2021 11:34 Litlar líkur á íbúðaskorti en óvíst hvort byggt sé í takt við eftirspurn Litlar líkur eru á því að skortur verði á íbúðum miðað við það magn sem er nú í byggingu og þann fjölda íbúða sem þarf til að mæta þörf. 29. apríl 2021 12:47 Íbúðaverð ekki hækkað eins mikið milli mánaða frá 2016 Auknar líkur eru á því að Seðlabankinn muni grípa til vaxtahækkana á næstunni að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hefur íbúðaverð ekki hækkað eins mikið á milli mánaða frá árinu 2016. 29. apríl 2021 11:59 Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóðskrár sem birtar voru í gær. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Vísitalan hækkaði um 3,3% milli febrúar og mars en greint var frá því á dögunum að mistök hafi verið gerð við birtingu vísitölunnar í apríl þegar Þjóðskrá gaf út að hún hafi hækkað um 1,6% eða mun minna en raunin var. Er raunveruleg hækkun milli mánaða sú mesta sem mælst hefur frá því í maí 2007. Þróun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu Vanmetið hækkun á sérbýli Mikil spenna hefur verið á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu síðasta árið. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í dag að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur og færu í 1%. Fram kom í yfirlýsingu nefndarinnar að miklar hækkanir húsnæðisverðs hafi meðal annarra þátta ýtt undir verðbólguþrýsting en ársverðbólga hefur ekki mælst hærri í átta ár. Sérbýli hækkaði um 4,9% milli mánaða í mars og fjölbýli um 2,8%. Fram kemur í Hagsjá Landsbankans að útlit sé fyrir að hækkun á sérbýli hafi verið verulega vanmetin hjá Þjóðskrá. Áður bentu gögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til þess að spenna væri mest á markaði fyrir sérbýli þar sem hlutfallslega fleiri íbúðir voru að seljast þar yfir ásettu verði. Samkvæmt þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans er gert ráð fyrir því að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækki um 10,5% milli ára í ár. „Miðað við hækkunartaktinn undanfarna tvo mánuði kann sú spá að virðast í lægri kantinum en hún gerir ráð fyrir því að Seðlabankinn muni beita stýritækjum sínum til að reyna að slá á þá spennu sem nú virðist ríkja á fasteignamarkaðnum,“ segir í Hagsjá bankans.
Fasteignamarkaður Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Mistök Þjóðskrár hafa ekki áhrif á vísitölu neysluverðs Leiðrétting Þjóðskrár á vísitölu íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur engin áhrif á mælingar Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni en greint var frá því í gær að Þjóðskrá hafi gert mistök við birtingu talnanna þann 20. apríl. 18. maí 2021 11:34 Litlar líkur á íbúðaskorti en óvíst hvort byggt sé í takt við eftirspurn Litlar líkur eru á því að skortur verði á íbúðum miðað við það magn sem er nú í byggingu og þann fjölda íbúða sem þarf til að mæta þörf. 29. apríl 2021 12:47 Íbúðaverð ekki hækkað eins mikið milli mánaða frá 2016 Auknar líkur eru á því að Seðlabankinn muni grípa til vaxtahækkana á næstunni að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hefur íbúðaverð ekki hækkað eins mikið á milli mánaða frá árinu 2016. 29. apríl 2021 11:59 Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Mistök Þjóðskrár hafa ekki áhrif á vísitölu neysluverðs Leiðrétting Þjóðskrár á vísitölu íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur engin áhrif á mælingar Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni en greint var frá því í gær að Þjóðskrá hafi gert mistök við birtingu talnanna þann 20. apríl. 18. maí 2021 11:34
Litlar líkur á íbúðaskorti en óvíst hvort byggt sé í takt við eftirspurn Litlar líkur eru á því að skortur verði á íbúðum miðað við það magn sem er nú í byggingu og þann fjölda íbúða sem þarf til að mæta þörf. 29. apríl 2021 12:47
Íbúðaverð ekki hækkað eins mikið milli mánaða frá 2016 Auknar líkur eru á því að Seðlabankinn muni grípa til vaxtahækkana á næstunni að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hefur íbúðaverð ekki hækkað eins mikið á milli mánaða frá árinu 2016. 29. apríl 2021 11:59