Kominn tími á að jafna kynjahlutföllin Eiður Þór Árnason skrifar 18. maí 2021 15:41 Um 6.300 manns sóttu Laugardalshöll í dag. Vísir/Vilhelm Um 6.300 fengu bóluefni Pfizer/BioNTech í Laugardalshöll í dag. Er það svipaður fjöldi og í gær þegar tæplega 7.200 fengu bóluefni Moderna. Annars vegar er um að ræða fólk sem var að fá sinn seinni skammt og hins vegar konur yngri en 55 ára sem tilheyra áhættuhópum. „Svo gerum við smá hlé og verðum með Janssen á fimmtudaginn þegar ráðherrafundurinn er búinn,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og vísar þar til ráðherrafundar Norðurskautsráðsins sem hefst á miðvikudag og lýkur á fimmtudag. Ragnheiður segir að bólusetning hafi gengið mjög vel síðustu daga og að tími hafi verið kominn á að jafna kynjahlutföllin. Um 37 þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca hafa verið gefnir hérlendis síðustu þrjár vikur. Enginn þeirra hefur farið til kvenna undir 55 ára aldri í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Áfram er bólusett eftir aldursröð innan forgangshópa en Ragnheiður vonast til að bólusetning með slembiúrtaki þvert á aldurshópa muni hefjast í næstu viku þegar uppfærslu tölvukerfis verður lokið. Talið er að slík aðferð geti stytt tímann sem taki til að ná hjarðónæmi. Hnikuðu til vegna fundarins Líkt og áður segir var tekið mið af ráðherrafundi Norðurskautsráðsins þegar bólusetningavikan var sett upp að þessu sinni en undir venjulegum kringumstæðum yrði bólusetningu lokið á miðvikudag í stað þess að bíða fram á fimmtudag. Mikið umstang er í kringum sendinefndir utanríkisráðherranna sem sækja fundinn og má gera ráð fyrir að bílalestir þeirra verði áberandi í Reykjavík. „Við gátum kannski ekki alveg verið að teppa alla umferð þarna í kring,“ segir Ragnheiður. „Við áttum bara tvö þúsund skammta af Janssen eftir svo það er ekkert mál að taka það á fimmtudaginn eftir hádegi.“ Aðspurð segir hún að tilfærslan hafi ekki verið gerð að beiðni utanríkisráðuneytisins eða annarra yfirvalda. Ragnheiður gerir ráð fyrir að næsta bólusetningavika verði eitthvað minni í sniðum en sú sem nú stendur yfir. Þá er von á jafnmörgum skömmtum frá Pfizer/BioNTech auk sendingar frá AstraZeneca. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimila geymslu Pfizer-bóluefnisins í allt að mánuð í ísskáp Lyfjastofnun Evrópu hefur heimilað að Covid-19 bóluefnið frá Pfizer sé geymt í ísskáp í mánuð, óopnað, eftir að það hefur verið látið þiðna. Hingað til hefur verið mælst til þess að efnið sé geymt í aðeins fimm daga. 18. maí 2021 08:00 Bólusetningar sagðar bera gríðarlegan árangur Ítölsk rannsókn leiðir í ljós gífurlega virkni bóluefna við Covid-19, jafnvel eftir aðeins fyrsta skammt. 15. maí 2021 15:36 Ekki lengur bólusett eftir aldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. 7. maí 2021 17:14 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sjá meira
„Svo gerum við smá hlé og verðum með Janssen á fimmtudaginn þegar ráðherrafundurinn er búinn,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og vísar þar til ráðherrafundar Norðurskautsráðsins sem hefst á miðvikudag og lýkur á fimmtudag. Ragnheiður segir að bólusetning hafi gengið mjög vel síðustu daga og að tími hafi verið kominn á að jafna kynjahlutföllin. Um 37 þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca hafa verið gefnir hérlendis síðustu þrjár vikur. Enginn þeirra hefur farið til kvenna undir 55 ára aldri í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Áfram er bólusett eftir aldursröð innan forgangshópa en Ragnheiður vonast til að bólusetning með slembiúrtaki þvert á aldurshópa muni hefjast í næstu viku þegar uppfærslu tölvukerfis verður lokið. Talið er að slík aðferð geti stytt tímann sem taki til að ná hjarðónæmi. Hnikuðu til vegna fundarins Líkt og áður segir var tekið mið af ráðherrafundi Norðurskautsráðsins þegar bólusetningavikan var sett upp að þessu sinni en undir venjulegum kringumstæðum yrði bólusetningu lokið á miðvikudag í stað þess að bíða fram á fimmtudag. Mikið umstang er í kringum sendinefndir utanríkisráðherranna sem sækja fundinn og má gera ráð fyrir að bílalestir þeirra verði áberandi í Reykjavík. „Við gátum kannski ekki alveg verið að teppa alla umferð þarna í kring,“ segir Ragnheiður. „Við áttum bara tvö þúsund skammta af Janssen eftir svo það er ekkert mál að taka það á fimmtudaginn eftir hádegi.“ Aðspurð segir hún að tilfærslan hafi ekki verið gerð að beiðni utanríkisráðuneytisins eða annarra yfirvalda. Ragnheiður gerir ráð fyrir að næsta bólusetningavika verði eitthvað minni í sniðum en sú sem nú stendur yfir. Þá er von á jafnmörgum skömmtum frá Pfizer/BioNTech auk sendingar frá AstraZeneca.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimila geymslu Pfizer-bóluefnisins í allt að mánuð í ísskáp Lyfjastofnun Evrópu hefur heimilað að Covid-19 bóluefnið frá Pfizer sé geymt í ísskáp í mánuð, óopnað, eftir að það hefur verið látið þiðna. Hingað til hefur verið mælst til þess að efnið sé geymt í aðeins fimm daga. 18. maí 2021 08:00 Bólusetningar sagðar bera gríðarlegan árangur Ítölsk rannsókn leiðir í ljós gífurlega virkni bóluefna við Covid-19, jafnvel eftir aðeins fyrsta skammt. 15. maí 2021 15:36 Ekki lengur bólusett eftir aldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. 7. maí 2021 17:14 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sjá meira
Heimila geymslu Pfizer-bóluefnisins í allt að mánuð í ísskáp Lyfjastofnun Evrópu hefur heimilað að Covid-19 bóluefnið frá Pfizer sé geymt í ísskáp í mánuð, óopnað, eftir að það hefur verið látið þiðna. Hingað til hefur verið mælst til þess að efnið sé geymt í aðeins fimm daga. 18. maí 2021 08:00
Bólusetningar sagðar bera gríðarlegan árangur Ítölsk rannsókn leiðir í ljós gífurlega virkni bóluefna við Covid-19, jafnvel eftir aðeins fyrsta skammt. 15. maí 2021 15:36
Ekki lengur bólusett eftir aldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. 7. maí 2021 17:14