Lán með breytilegum vöxtum ólögleg - Taktu þátt og verðu rétt þinn Breki Karlsson og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 19. maí 2021 08:01 Vextir húsnæðislána á Íslandi hafa líklega aldrei verið jafn lágir og undanfarið. Þó er óvinnandi vegur fyrir venjulegt fólk að skilja hvað ræður vaxtaákvörðunum lánastofnana. Þær virðast stundum ekki skilja það sjálfar. Ákvæði lánaskilmála um breytingar eru langar upptalningar huglægum og hlutlægum mælikvörðum sem geta haft áhrif á vaxtaákvarðanir, en ekki er tiltekið að hvaða marki. Skilmálarnir eru óskýrir, verulega matskenndir og ógegnsæir og þess vegna ekki hægt að sannreyna hvort ákvarðanir um vaxtabreytingar, eða að halda vöxtum óbreyttum, séu réttmætar. Það er brýnt að jafn mikilvægar ákvarðanir og breytingar á vaxtastigi lána séu skiljanlegar og gagnsæjar og taka úrskurðir Neytendastofu auk dóma Hæstaréttar og Evrópudómstólsins undir það einum rómi: Óskýrar og ógagnsæjar vaxtaákvarðanir stangast á við lög og eiga ekki að líðast. Nú þegar vaxtabreytingar eru mjög í deiglunni og ýmsir stíga fram til að vara við að vextir lána muni koma til með að hækka á næstunni, er réttlát og lögleg framkvæmd vaxtabreytinga eitt stærsta hagsmunamál neytenda og brýnt að framkvæmd breytinga verði komið í skikk áður en næsti vaxtahækkunarfasi hefst. Enda eru afborganir lána einn stærsti kostnaðarliður heimilanna. Eftir árangurslausar viðræður við bankana ætla Neytendasamtökin því að stefna þeim, með stuðningi VR. Því er hafin leit að lántökum sem vilja fara með mál sín fyrir dóm. Jafnframt eru lántakar hvattir til að bregðast fljótt við og verja rétt sinn og fjárkröfur. Rekin verða þrjú mál fyrir dómi, til að fá niðurstöðu og fordæmi fyrir önnur lán með breytilegum vöxtum. Bönkunum verður stefnt til ógildingar skilmálanna og endurgreiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. Ef málin vinnast gæti endurgreiðsla hlaupið á mörg hundruð þúsundum króna fyrir hvern lántaka, jafnvel milljónum. Með þátttöku tryggja lántakar eins og frekast er unnt að þeir glati ekki rétti sínum. En einungis ef þeir bregðast við og gera kröfu á lánastofnanir. Annars er hætta á að öll krafan eða hluti hennar tapist. Einhliða og óskýrar vaxtaákvarðanir varpa ljósi á þann aðstöðumun sem neytendur búa gjarnan við. Fyrirtæki sem búa yfir yfirburðar fjárhagsstöðu og þekkingu gera neytendum að samþykkja ósanngjarna skilmála sem neytendur eru ekki í aðstöðu til véfengja. Það er því mikilvægt að neytendur standi saman og sýni með afgerandi hætti að þeir séu reiðubúnir að sækja rétt sinn og fá afgerandi niðurstöðu. Þó mögulegur ávinningur þátttakenda geti numið umtalsverðum upphæðum, er mikilvægara að breyta lánaumhverfinu þannig að vaxtaákvarðanir verði gegnsæjar og skiljanlegar. Líklega munu vextir hækka á næstunni og því er mikilvægt að fá úr því skorið hvað ræður vaxtabreytingum og að hægt verði að sannreyna þær vaxtabreytingar sem kunna að verða. Það er grundvallaratriði að samtök neytenda hafi styrk til að sækja mál fyrir dómstólum og geti tekið til varna þegar svo ber undir. Sundraðir hagsmunir eru léttvægir, en sameinaðir eru þeir kraftmikið hreyfiafl sem knýr fram jákvæðar breytingar, eins og dæmin sanna. Það er ákaflega mikilvægt að við sýnum samstöðu með því að taka þátt í að sækja rétt okkar og knýja þannig fram breytingar sem gagnast öllum neytendum. Við hvetjum öll til að taka þátt í að breyta lánaumhverfinu. Fáðu allar frekari upplýsingar, taktu þátt og verðu rétt þinn á www.vaxtamalid.is. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Neytendur Húsnæðismál Breki Karlsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Vextir húsnæðislána á Íslandi hafa líklega aldrei verið jafn lágir og undanfarið. Þó er óvinnandi vegur fyrir venjulegt fólk að skilja hvað ræður vaxtaákvörðunum lánastofnana. Þær virðast stundum ekki skilja það sjálfar. Ákvæði lánaskilmála um breytingar eru langar upptalningar huglægum og hlutlægum mælikvörðum sem geta haft áhrif á vaxtaákvarðanir, en ekki er tiltekið að hvaða marki. Skilmálarnir eru óskýrir, verulega matskenndir og ógegnsæir og þess vegna ekki hægt að sannreyna hvort ákvarðanir um vaxtabreytingar, eða að halda vöxtum óbreyttum, séu réttmætar. Það er brýnt að jafn mikilvægar ákvarðanir og breytingar á vaxtastigi lána séu skiljanlegar og gagnsæjar og taka úrskurðir Neytendastofu auk dóma Hæstaréttar og Evrópudómstólsins undir það einum rómi: Óskýrar og ógagnsæjar vaxtaákvarðanir stangast á við lög og eiga ekki að líðast. Nú þegar vaxtabreytingar eru mjög í deiglunni og ýmsir stíga fram til að vara við að vextir lána muni koma til með að hækka á næstunni, er réttlát og lögleg framkvæmd vaxtabreytinga eitt stærsta hagsmunamál neytenda og brýnt að framkvæmd breytinga verði komið í skikk áður en næsti vaxtahækkunarfasi hefst. Enda eru afborganir lána einn stærsti kostnaðarliður heimilanna. Eftir árangurslausar viðræður við bankana ætla Neytendasamtökin því að stefna þeim, með stuðningi VR. Því er hafin leit að lántökum sem vilja fara með mál sín fyrir dóm. Jafnframt eru lántakar hvattir til að bregðast fljótt við og verja rétt sinn og fjárkröfur. Rekin verða þrjú mál fyrir dómi, til að fá niðurstöðu og fordæmi fyrir önnur lán með breytilegum vöxtum. Bönkunum verður stefnt til ógildingar skilmálanna og endurgreiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. Ef málin vinnast gæti endurgreiðsla hlaupið á mörg hundruð þúsundum króna fyrir hvern lántaka, jafnvel milljónum. Með þátttöku tryggja lántakar eins og frekast er unnt að þeir glati ekki rétti sínum. En einungis ef þeir bregðast við og gera kröfu á lánastofnanir. Annars er hætta á að öll krafan eða hluti hennar tapist. Einhliða og óskýrar vaxtaákvarðanir varpa ljósi á þann aðstöðumun sem neytendur búa gjarnan við. Fyrirtæki sem búa yfir yfirburðar fjárhagsstöðu og þekkingu gera neytendum að samþykkja ósanngjarna skilmála sem neytendur eru ekki í aðstöðu til véfengja. Það er því mikilvægt að neytendur standi saman og sýni með afgerandi hætti að þeir séu reiðubúnir að sækja rétt sinn og fá afgerandi niðurstöðu. Þó mögulegur ávinningur þátttakenda geti numið umtalsverðum upphæðum, er mikilvægara að breyta lánaumhverfinu þannig að vaxtaákvarðanir verði gegnsæjar og skiljanlegar. Líklega munu vextir hækka á næstunni og því er mikilvægt að fá úr því skorið hvað ræður vaxtabreytingum og að hægt verði að sannreyna þær vaxtabreytingar sem kunna að verða. Það er grundvallaratriði að samtök neytenda hafi styrk til að sækja mál fyrir dómstólum og geti tekið til varna þegar svo ber undir. Sundraðir hagsmunir eru léttvægir, en sameinaðir eru þeir kraftmikið hreyfiafl sem knýr fram jákvæðar breytingar, eins og dæmin sanna. Það er ákaflega mikilvægt að við sýnum samstöðu með því að taka þátt í að sækja rétt okkar og knýja þannig fram breytingar sem gagnast öllum neytendum. Við hvetjum öll til að taka þátt í að breyta lánaumhverfinu. Fáðu allar frekari upplýsingar, taktu þátt og verðu rétt þinn á www.vaxtamalid.is. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun