Liverpool græddi á VAR og Stóri Sam var bandsjóðandi brjálaður eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2021 09:31 Sam Allardyce lét skoðun sína á dómgæslunni í ljós á hliðarlínunni í leik West Bromwich Albion og Liverpool í gær. AP/Rui Vieira Stuðningsmenn Liverpool hafa oft kvartað undan Varsjánni á síðustu árum en þeir þökkuðu fyrir hana í lífsnauðsynlegum 2-1 sigri á West Bromwich Albion í gær. Markvörðurinn Alisson Becker kom til bjargar með því að skora sigurmark Liverpool í uppbótatíma en áður höfðu leikmenn WBA skorað mark sem fékk ekki að standa. Þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum þá skoraði Kyle Bartley mark. Hann var réttstæður en markið var dæmt af vegna þess að myndbandadómararnir töldu að rangstæður leikmaður WBA (Matt Phillips) hafi truflað útsýni Alisson Becker í Liverpool markinu. Sam Allardyce, knattspyrnustjóri WBA, var mjög ósáttur út í þennan dóm eftir leikinn og sagði hann vera skammarlegan. 'It s an outrageous, ridiculous decision when you ve got VAR. Outrageous is an understatement by the way.I can only point out to say how disappointed I am that an experienced referee can make a mistake like that.' https://t.co/UVHMZLSDJe— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 17, 2021 „Það er auðvitað erfitt að sætta sig við svona. Við vildum ekki að úrslitunum yrði rænt af okkur, ekki af Liverpool, heldur vegna ákvarðana sem voru teknar í dag,“ sagði Sam Allardyce í viðtali við Birmingham Mail. „Það voru ákvarðanir sem féllu gegn okkur í báðum mörkum Liverpool. Þetta átti ekki að vera aukaspyrna heldur dómarakast,“ sagði Allardyce. „Svo skoruðum við mark. VAR á að vera þarna svo að útileikmenn geti skorað mörk. Þetta er fáránleg og svívirðileg ákvörðun þegar þú ert með VAR til að hjálpa þér. Nú hafa þeir dæmt tvisvar gegn okkur og það er ástæðan fyrir því að við fengum ekki þrjú stig í dag,“ sagði Allardyce. "Don't give us that rubbish that he's in the goalie's eye line. He's about 2 and a half metres off him."Sam Allardcye blames the officials & VAR for West Brom losing to Liverpool pic.twitter.com/ud6sPZkkEB— Football Daily (@footballdaily) May 16, 2021 „Þessar ákvarðanir eru meiri vonbrigði en eitthvað annað. Það er að segja að þetta sé skammarlegt er alltof varlega orðað,“ sagði Allardyce. „Ef að þessi ákvörðun kemur frá Stockley Park þá er það út í hött. Ef þeir segja að dómarinn eða aðstoðardómarinn hafi dæmt markið af þá er það hneisa. Leikmaðurinn hefur engin áhrif á markvörðinn. Dómarinn á að þekkja reglurnar. Hann gerði mistök þarna. Ég get aðeins sagt hvað ég er vonsvikinn með að reyndur dómari geti gert slík mistök,“ sagði Allardyce. Stóri Sam var ekki hættur því hann skaut líka á Jürgen Klopp. „Gamli Jürgen hefur alltaf rétt fyrir sér, er það ekki. Þú veist hvað ég meina. Hann heldur alltaf að hann hafi rétt fyrir sér og kannski ég líka. Hann var heppinn í kvöld og hann veit það,“ sagði öskureiður Sam Allardyce. Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Markvörðurinn Alisson Becker kom til bjargar með því að skora sigurmark Liverpool í uppbótatíma en áður höfðu leikmenn WBA skorað mark sem fékk ekki að standa. Þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum þá skoraði Kyle Bartley mark. Hann var réttstæður en markið var dæmt af vegna þess að myndbandadómararnir töldu að rangstæður leikmaður WBA (Matt Phillips) hafi truflað útsýni Alisson Becker í Liverpool markinu. Sam Allardyce, knattspyrnustjóri WBA, var mjög ósáttur út í þennan dóm eftir leikinn og sagði hann vera skammarlegan. 'It s an outrageous, ridiculous decision when you ve got VAR. Outrageous is an understatement by the way.I can only point out to say how disappointed I am that an experienced referee can make a mistake like that.' https://t.co/UVHMZLSDJe— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 17, 2021 „Það er auðvitað erfitt að sætta sig við svona. Við vildum ekki að úrslitunum yrði rænt af okkur, ekki af Liverpool, heldur vegna ákvarðana sem voru teknar í dag,“ sagði Sam Allardyce í viðtali við Birmingham Mail. „Það voru ákvarðanir sem féllu gegn okkur í báðum mörkum Liverpool. Þetta átti ekki að vera aukaspyrna heldur dómarakast,“ sagði Allardyce. „Svo skoruðum við mark. VAR á að vera þarna svo að útileikmenn geti skorað mörk. Þetta er fáránleg og svívirðileg ákvörðun þegar þú ert með VAR til að hjálpa þér. Nú hafa þeir dæmt tvisvar gegn okkur og það er ástæðan fyrir því að við fengum ekki þrjú stig í dag,“ sagði Allardyce. "Don't give us that rubbish that he's in the goalie's eye line. He's about 2 and a half metres off him."Sam Allardcye blames the officials & VAR for West Brom losing to Liverpool pic.twitter.com/ud6sPZkkEB— Football Daily (@footballdaily) May 16, 2021 „Þessar ákvarðanir eru meiri vonbrigði en eitthvað annað. Það er að segja að þetta sé skammarlegt er alltof varlega orðað,“ sagði Allardyce. „Ef að þessi ákvörðun kemur frá Stockley Park þá er það út í hött. Ef þeir segja að dómarinn eða aðstoðardómarinn hafi dæmt markið af þá er það hneisa. Leikmaðurinn hefur engin áhrif á markvörðinn. Dómarinn á að þekkja reglurnar. Hann gerði mistök þarna. Ég get aðeins sagt hvað ég er vonsvikinn með að reyndur dómari geti gert slík mistök,“ sagði Allardyce. Stóri Sam var ekki hættur því hann skaut líka á Jürgen Klopp. „Gamli Jürgen hefur alltaf rétt fyrir sér, er það ekki. Þú veist hvað ég meina. Hann heldur alltaf að hann hafi rétt fyrir sér og kannski ég líka. Hann var heppinn í kvöld og hann veit það,“ sagði öskureiður Sam Allardyce.
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira