Gefum fjölskyldunni tíma Oddný G. Harðardóttir skrifar 17. maí 2021 08:30 Því fer fjarri að barnafjölskyldur á Íslandi fái jafn mikinn og góðan stuðning og tíðkast á öðrum Norðurlöndum. Í samtölum mínum við ungar konur með meðallaun, segja þær undantekningarlaust að þær fái engar barnabætur, barnabæturnar séu ekki fyrir þeirra börn. Þó þær velti við hverri krónu og aldrei sé afgangur um mánaðarmót sama hve margir yfirvinnutímar séu unnir. Um leið og foreldrarnir vinni meira til að geta veitt börnum sínum þokkalegt húsnæði, klæði, fæði og tómstundir, fái börnin lítinn tíma með foreldrum sínum og streitan við að skutla og sækja inn á milli vinnutarna taki sinn toll. Hér á landi fá aðeins þær fjölskyldur sem eru með tekjur undir lágmarkstekjutryggingu, óskertar barnabætur. Barnabæturnar hér á landi byrja að skerðast um leið og launin hafa náð 351.000 kr á mánuði. Þegar mánaðarlaunin eru rétt rúmlega 600.000 kr á mánuði koma engar barnabætur og hafa minnkað verulega að því marki vegna grimmra tekjuskerðinga sem eru afleiðing af stefnu núverandi ríkisstjórnar. Óskertar mánaðarlegar greiðslur Barnabætur eru greiddar út fjórum sinnum á ári. Fyrsta breytingin sem augljóslega þarf að gera er að greiða barnabætur út mánaðarlega til að lágmarka kostnað vegna yfirdráttar á bankareikningum og tryggja þar með að greiðslurnar verði eðlilegur partur af mánaðarlegum rekstri heimilisins. Ef barnabætur yrðu greiddar út mánaðarlega þá næmu þær óskertar 31.000 kr á mánuði með einu barni undir 7 ára hjá sambúðarfólki en 44.000 kr til einstæðra foreldra. Ef börnin eru tvö og annað undir 7 ára er greiðslan 55.000 kr á mánuði hjá sambúðarfólki en 78.000 kr hjá einstæðum foreldrum. Barnvænt samfélag Ef Ísland á að vera barnvænt samfélag líkt og við jafnaðarmenn ætlum okkur eftir næstu kosningar, verður að styðja við fleiri barnafjölskyldur. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru barnabætur ekki tekjutengdar en í Danmörku hefjast skerðingar við háar tekjur. Tekjutengingin er í hinum norrænu ríkjunum í gegnum tekjuskattskerfið. Hugsunin er sú að með barnabótum séu kjör þeirra sem eru með börn á framfæri jöfnuð við kjör þeirra sem eru ekki með börn á framfæri. En tekjuhæstu einstaklingarnir greiða hins vegar hærri tekjuskatta en hinir. Við í Samfylkingunni jafnaðarmannaflokki Íslands viljum taka örugg skref að barnvænu samfélagi. Fyrsta skrefið við fjárhagslegan stuðning við barnafjölskyldur á næsta kjörtímabili yrði að barnafjölskyldur með meðallaun fái óskertar barnabætur. Betri líðan og hagsæld barna Sumir segja að stuðningur við barnafjölskyldur sé svo dýr. Það kosti milljarða að gera jafn vel og hin norrænu ríkin. Við í Samfylkingunni erum sannfærð um að sá kostnaður skili sér margfalt til baka með betri líðan barna og hagsæld. Og við bendum á að það sé líka dýrt að lækka skatta á fjármagnseigendur líkt og ríkisstjórnin hefur gert á þessu kjörtímabili. Að ekki sé talað um lækkun veiðigjalda. Okkar forgangsröðun er önnur. Ég skora á stjórnmálamenn að gefa umræðu um barnafjölskyldur tíma í kosningabaráttunni sem framundan er. Sýnum að alvara og þungi sé í slagorðinu „Barnvænt Ísland“. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Félagsmál Börn og uppeldi Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Því fer fjarri að barnafjölskyldur á Íslandi fái jafn mikinn og góðan stuðning og tíðkast á öðrum Norðurlöndum. Í samtölum mínum við ungar konur með meðallaun, segja þær undantekningarlaust að þær fái engar barnabætur, barnabæturnar séu ekki fyrir þeirra börn. Þó þær velti við hverri krónu og aldrei sé afgangur um mánaðarmót sama hve margir yfirvinnutímar séu unnir. Um leið og foreldrarnir vinni meira til að geta veitt börnum sínum þokkalegt húsnæði, klæði, fæði og tómstundir, fái börnin lítinn tíma með foreldrum sínum og streitan við að skutla og sækja inn á milli vinnutarna taki sinn toll. Hér á landi fá aðeins þær fjölskyldur sem eru með tekjur undir lágmarkstekjutryggingu, óskertar barnabætur. Barnabæturnar hér á landi byrja að skerðast um leið og launin hafa náð 351.000 kr á mánuði. Þegar mánaðarlaunin eru rétt rúmlega 600.000 kr á mánuði koma engar barnabætur og hafa minnkað verulega að því marki vegna grimmra tekjuskerðinga sem eru afleiðing af stefnu núverandi ríkisstjórnar. Óskertar mánaðarlegar greiðslur Barnabætur eru greiddar út fjórum sinnum á ári. Fyrsta breytingin sem augljóslega þarf að gera er að greiða barnabætur út mánaðarlega til að lágmarka kostnað vegna yfirdráttar á bankareikningum og tryggja þar með að greiðslurnar verði eðlilegur partur af mánaðarlegum rekstri heimilisins. Ef barnabætur yrðu greiddar út mánaðarlega þá næmu þær óskertar 31.000 kr á mánuði með einu barni undir 7 ára hjá sambúðarfólki en 44.000 kr til einstæðra foreldra. Ef börnin eru tvö og annað undir 7 ára er greiðslan 55.000 kr á mánuði hjá sambúðarfólki en 78.000 kr hjá einstæðum foreldrum. Barnvænt samfélag Ef Ísland á að vera barnvænt samfélag líkt og við jafnaðarmenn ætlum okkur eftir næstu kosningar, verður að styðja við fleiri barnafjölskyldur. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru barnabætur ekki tekjutengdar en í Danmörku hefjast skerðingar við háar tekjur. Tekjutengingin er í hinum norrænu ríkjunum í gegnum tekjuskattskerfið. Hugsunin er sú að með barnabótum séu kjör þeirra sem eru með börn á framfæri jöfnuð við kjör þeirra sem eru ekki með börn á framfæri. En tekjuhæstu einstaklingarnir greiða hins vegar hærri tekjuskatta en hinir. Við í Samfylkingunni jafnaðarmannaflokki Íslands viljum taka örugg skref að barnvænu samfélagi. Fyrsta skrefið við fjárhagslegan stuðning við barnafjölskyldur á næsta kjörtímabili yrði að barnafjölskyldur með meðallaun fái óskertar barnabætur. Betri líðan og hagsæld barna Sumir segja að stuðningur við barnafjölskyldur sé svo dýr. Það kosti milljarða að gera jafn vel og hin norrænu ríkin. Við í Samfylkingunni erum sannfærð um að sá kostnaður skili sér margfalt til baka með betri líðan barna og hagsæld. Og við bendum á að það sé líka dýrt að lækka skatta á fjármagnseigendur líkt og ríkisstjórnin hefur gert á þessu kjörtímabili. Að ekki sé talað um lækkun veiðigjalda. Okkar forgangsröðun er önnur. Ég skora á stjórnmálamenn að gefa umræðu um barnafjölskyldur tíma í kosningabaráttunni sem framundan er. Sýnum að alvara og þungi sé í slagorðinu „Barnvænt Ísland“. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun