8 ára „sauðfjárbóndi“ sem les Hrútaskrána Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. maí 2021 20:05 Helgi Fannar, 8 ára tilvonandi sauðfjárbóndi með Hrútaskrána, sem hann les spjaldanna á milli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó hann sé ekki nema 8 ára er hann búin fyrir löngu að ákveða hvað hann ætlar að verða þegar hann verður stór. Hér erum við að tala um Helga Fannar Oddsson á bænum Hrafnkelsstöðum við Flúðir, sem ætlar sér að verða sauðfjárbóndi. Hrútaskráin er uppáhalds bókin hans. Það var gaman að koma í fjárhúsið á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi og sjá Helga Fannar að störfum í miðjum sauðburði að gefa kindunum og aðstoða foreldra sína í sauðburðinum. Yngri bróðir hans, Hákon Orri, sem er fjögurra ára er líka mjög liðtækur í fjárhúsinu og verður líklega líka sauðfjárbóndi eins og Helgi Fannar ætlar sér. „Sauðburðurinn hefur gengið vel hjá okkur, við erum með 320 fjár. Ég sé um að gefa á garðann, vatna, sópa ganginn og krærnar,“ segir Helgi Fannar aðspurður í búskapinn og helstu verkefni hans. Bræðurnir að gefa lömbum mjólk úr flöskum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgi Fannar segir að það sé best ef hver kind ber tveimur lömbum. „Já, út af því að ein rolla er með tvo spena“. Helgi segist vera harðákveðin í að verða sauðfjárbóndi þegar hann verður fullorðinn. Bræðurnir eru duglegir að gefa þeim lömbum sem þess þurfa mjólk úr pela. En þegar Helgi Fannar sest niður til að hvíla sig þá notar hann tækifærið og les hrútaskránna. Hákon Orri verður líklega líka bóndi, hann hefur allavega mikinn áhuga á dráttarvélum. Hann er fjögurra ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er sko beðið eftir Hrútaskránni á hverju ári og þegar hún kemur í hús þá er ekkert annað lesið. Það er Hrútaskráin öll kvöld og hann er með bókhald utan um hvernig hrút, þannig að það er mjög skemmtilegt að fylgjast með því,“ segir Jóhanna Bríet Helgadóttir, mamma Helga Fannars. En hefur Helgi Fannar alltaf verið svona áhugasamur um sauðfjárbúskapinn? „Já, hann fæddist náttúrulega á Hvanneyri, því landbúnaðarsamfélagi, sem það er. Svo er þetta í öllum fjölskyldum í kringum hann, þannig að hann já, hefur alltaf verið svona svakalega duglegur,“ segir Jóhanna Bríet. Jóhanna Bríet Helgadóttir og Helgi Fannar í fjárhúsinu á Hrafnkelsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Landbúnaður Krakkar Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Verið að bera konuna út Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Það var gaman að koma í fjárhúsið á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi og sjá Helga Fannar að störfum í miðjum sauðburði að gefa kindunum og aðstoða foreldra sína í sauðburðinum. Yngri bróðir hans, Hákon Orri, sem er fjögurra ára er líka mjög liðtækur í fjárhúsinu og verður líklega líka sauðfjárbóndi eins og Helgi Fannar ætlar sér. „Sauðburðurinn hefur gengið vel hjá okkur, við erum með 320 fjár. Ég sé um að gefa á garðann, vatna, sópa ganginn og krærnar,“ segir Helgi Fannar aðspurður í búskapinn og helstu verkefni hans. Bræðurnir að gefa lömbum mjólk úr flöskum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgi Fannar segir að það sé best ef hver kind ber tveimur lömbum. „Já, út af því að ein rolla er með tvo spena“. Helgi segist vera harðákveðin í að verða sauðfjárbóndi þegar hann verður fullorðinn. Bræðurnir eru duglegir að gefa þeim lömbum sem þess þurfa mjólk úr pela. En þegar Helgi Fannar sest niður til að hvíla sig þá notar hann tækifærið og les hrútaskránna. Hákon Orri verður líklega líka bóndi, hann hefur allavega mikinn áhuga á dráttarvélum. Hann er fjögurra ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er sko beðið eftir Hrútaskránni á hverju ári og þegar hún kemur í hús þá er ekkert annað lesið. Það er Hrútaskráin öll kvöld og hann er með bókhald utan um hvernig hrút, þannig að það er mjög skemmtilegt að fylgjast með því,“ segir Jóhanna Bríet Helgadóttir, mamma Helga Fannars. En hefur Helgi Fannar alltaf verið svona áhugasamur um sauðfjárbúskapinn? „Já, hann fæddist náttúrulega á Hvanneyri, því landbúnaðarsamfélagi, sem það er. Svo er þetta í öllum fjölskyldum í kringum hann, þannig að hann já, hefur alltaf verið svona svakalega duglegur,“ segir Jóhanna Bríet. Jóhanna Bríet Helgadóttir og Helgi Fannar í fjárhúsinu á Hrafnkelsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Landbúnaður Krakkar Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Verið að bera konuna út Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira