Telja nauðsynlegt að fordæma ofbeldið en mikilvægt að gera greinarmun á alvarleika brota Sylvía Hall skrifar 16. maí 2021 18:32 Sigríður Á. Andersen og Helga Vala Helgadóttir ræddu nýjustu bylgju MeToo á Sprengisandi. Vísir/Vilhelm Þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir og Sigríður Á. Andersen telja nauðsynlegt að gera greinarmun á alvarleika þeirra brota sem verið til umræðu í tengslum við nýjustu MeToo-bylgju á samfélagsmiðlum. Umræðan sé snúin þar sem konur hafi verið að stíga fram og greina frá óþægilegri hegðun karlmanna sem og alvarlegum ofbeldisbrotum. „Aðalinntakið í þessari bylgju sem núna er í gangi, þar sem menn hafa farið yfir mörk og almenningur fær ekki alla söguna og spyr: Hvað þýða þessi mörk, ertu að tala um nauðgun? Ertu ofbeldismaður? Ertu að fara yfir siðferðileg mörk eða kurteisismörk?“ spurði Sigríður á Sprengisandi í dag þar sem samfélagsmiðlaumræða síðustu daga var tekin fyrir. Hún sagði mikilvægt að fletja ekki út umræðuna og leggja það að jöfnu að fremja alvarlega ofbeldisglæpi og fara yfir mörk einstaklinga í hegðun sinni og framkomu. Helga Vala tók í sama streng og sagði almenning verða að geta gert greinarmun þarna á. „Það er verið að setja á sama stað þá sem beita grófu kynferðisofbeldi og hafa jafnvel verið dæmdir ítrekað fyrir gróft kynferðisofbeldi, og svo einhvern sem sendir einkaskilaboð sem eru á einhvern hátt dónaleg fyrir viðkomandi, sem þó lætur það ekki í ljós. Þarna eru nöfn þessara tveggja aðila sett á stað sem misindismenn.“ Skrímslavæðing geri brotaþolum oft erfitt fyrir Helga Vala starfaði sjálf sem lögmaður á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og sagði margra úrbóta þörf við meðferð þeirra mála. Þegar kom að umræðu um skrímslavæðingu sagðist hún skilja þá reiði sem situr eftir þegar mál eru felld niður eða leiða ekki til sakfellingar, en fyrrnefnd skrímslavæðing gerði brotaþolum oft erfiðara fyrir að leita réttar síns. „Ég skil mjög vel að þeir brotaþolar sem finnst þeir hafa verið beittir órétti af kerfinu vilji þá bara af öllu afli láta höggin dynja á geranda sínum. Mér finnst það fullkomlega eðlilegt, en sem lögmaður í svona málum geld ég aðeins varhug við þessari skrímslavæðingu vegna þess að ég hef mætt með brotaþola sem vill ekki fara áfram með mál einmitt út af skrímslavæðingu. Af því að gerandinn er einhver nákominn, úr vinahóp eða annað, og viðkomandi vill ekki það.“ Það væri mikilvægt að fordæma algjörlega hvers kyns ofbeldi og koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri, en fólk þyrfti að eiga afturkvæmt þegar það hefði tekið út sína refsingu eða breytt til betri vegar. „Við þurfum einhvern veginn að þola það að hafi einhver setið í fangelsi fyrir þrjátíu árum, þá ætlum við ekki að taka viðkomandi af lífi í dag. Viðkomandi hefur tekið út sína refsingu og lifað annars konar lífi eftir það. Einhvers staðar verðum við að umbera það að einstaklingar haldi áfram og snúi frá villu síns vegar. Við þurfum að ná einhverjum balans í þessa umræðu.“ Sigríður tók undir þau orð Helgu Völu. „Ég er sammála því sem Helga Vala segir. Þegar menn eru búnir að afplána dóma, og að einhverjum tíma liðnum, þá verða menn að geta snúið aftur í samfélagið.“ Umræðuna má heyra í spilaranum hér að neðan. Sprengisandur MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ekkert rými fyrir kynferðislegt ofbeldi í samfélaginu Forsætisráðherra vonar að sögur sem hafa sprottið upp í tengslum við metoo byltinguna muni stuðla að raunverulegum samfélagsbreytingum. Rótin að vandanum sé viðhorf og menning og því þurfi að auka fræðslu og umræðu. Hún kynnti í dag aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi. 14. maí 2021 20:00 „Af hverju ekki bara trúa konu sem kveður mann hafa nauðgað sér?“ Hæstaréttarlögmaðurinn Einar Gautur Steingrímsson hefur gert nýjustu bylgju MeToo-byltingarinnar að viðfangsefni sínu í pistli á Facebook-síðu sinni, sem hann áætlar að verði einn af mörgum. Hann hyggst þó ræða málin út frá lagalegu sjónarhorni og reynslu sinni af málaflokknum og réttarkerfinu í heild. 14. maí 2021 21:00 „Hryllilegt“ að sjá það sem skrifað er á netinu Áreitni og drusluskömm grassera meðal unglinga í skjóli nafnleyndar á samfélagsmiðlum, að sögn nemenda í 10. bekk. Þeir kalla eftir frekari fræðslu í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga. 12. maí 2021 20:40 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
„Aðalinntakið í þessari bylgju sem núna er í gangi, þar sem menn hafa farið yfir mörk og almenningur fær ekki alla söguna og spyr: Hvað þýða þessi mörk, ertu að tala um nauðgun? Ertu ofbeldismaður? Ertu að fara yfir siðferðileg mörk eða kurteisismörk?“ spurði Sigríður á Sprengisandi í dag þar sem samfélagsmiðlaumræða síðustu daga var tekin fyrir. Hún sagði mikilvægt að fletja ekki út umræðuna og leggja það að jöfnu að fremja alvarlega ofbeldisglæpi og fara yfir mörk einstaklinga í hegðun sinni og framkomu. Helga Vala tók í sama streng og sagði almenning verða að geta gert greinarmun þarna á. „Það er verið að setja á sama stað þá sem beita grófu kynferðisofbeldi og hafa jafnvel verið dæmdir ítrekað fyrir gróft kynferðisofbeldi, og svo einhvern sem sendir einkaskilaboð sem eru á einhvern hátt dónaleg fyrir viðkomandi, sem þó lætur það ekki í ljós. Þarna eru nöfn þessara tveggja aðila sett á stað sem misindismenn.“ Skrímslavæðing geri brotaþolum oft erfitt fyrir Helga Vala starfaði sjálf sem lögmaður á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og sagði margra úrbóta þörf við meðferð þeirra mála. Þegar kom að umræðu um skrímslavæðingu sagðist hún skilja þá reiði sem situr eftir þegar mál eru felld niður eða leiða ekki til sakfellingar, en fyrrnefnd skrímslavæðing gerði brotaþolum oft erfiðara fyrir að leita réttar síns. „Ég skil mjög vel að þeir brotaþolar sem finnst þeir hafa verið beittir órétti af kerfinu vilji þá bara af öllu afli láta höggin dynja á geranda sínum. Mér finnst það fullkomlega eðlilegt, en sem lögmaður í svona málum geld ég aðeins varhug við þessari skrímslavæðingu vegna þess að ég hef mætt með brotaþola sem vill ekki fara áfram með mál einmitt út af skrímslavæðingu. Af því að gerandinn er einhver nákominn, úr vinahóp eða annað, og viðkomandi vill ekki það.“ Það væri mikilvægt að fordæma algjörlega hvers kyns ofbeldi og koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri, en fólk þyrfti að eiga afturkvæmt þegar það hefði tekið út sína refsingu eða breytt til betri vegar. „Við þurfum einhvern veginn að þola það að hafi einhver setið í fangelsi fyrir þrjátíu árum, þá ætlum við ekki að taka viðkomandi af lífi í dag. Viðkomandi hefur tekið út sína refsingu og lifað annars konar lífi eftir það. Einhvers staðar verðum við að umbera það að einstaklingar haldi áfram og snúi frá villu síns vegar. Við þurfum að ná einhverjum balans í þessa umræðu.“ Sigríður tók undir þau orð Helgu Völu. „Ég er sammála því sem Helga Vala segir. Þegar menn eru búnir að afplána dóma, og að einhverjum tíma liðnum, þá verða menn að geta snúið aftur í samfélagið.“ Umræðuna má heyra í spilaranum hér að neðan.
Sprengisandur MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ekkert rými fyrir kynferðislegt ofbeldi í samfélaginu Forsætisráðherra vonar að sögur sem hafa sprottið upp í tengslum við metoo byltinguna muni stuðla að raunverulegum samfélagsbreytingum. Rótin að vandanum sé viðhorf og menning og því þurfi að auka fræðslu og umræðu. Hún kynnti í dag aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi. 14. maí 2021 20:00 „Af hverju ekki bara trúa konu sem kveður mann hafa nauðgað sér?“ Hæstaréttarlögmaðurinn Einar Gautur Steingrímsson hefur gert nýjustu bylgju MeToo-byltingarinnar að viðfangsefni sínu í pistli á Facebook-síðu sinni, sem hann áætlar að verði einn af mörgum. Hann hyggst þó ræða málin út frá lagalegu sjónarhorni og reynslu sinni af málaflokknum og réttarkerfinu í heild. 14. maí 2021 21:00 „Hryllilegt“ að sjá það sem skrifað er á netinu Áreitni og drusluskömm grassera meðal unglinga í skjóli nafnleyndar á samfélagsmiðlum, að sögn nemenda í 10. bekk. Þeir kalla eftir frekari fræðslu í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga. 12. maí 2021 20:40 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Ekkert rými fyrir kynferðislegt ofbeldi í samfélaginu Forsætisráðherra vonar að sögur sem hafa sprottið upp í tengslum við metoo byltinguna muni stuðla að raunverulegum samfélagsbreytingum. Rótin að vandanum sé viðhorf og menning og því þurfi að auka fræðslu og umræðu. Hún kynnti í dag aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi. 14. maí 2021 20:00
„Af hverju ekki bara trúa konu sem kveður mann hafa nauðgað sér?“ Hæstaréttarlögmaðurinn Einar Gautur Steingrímsson hefur gert nýjustu bylgju MeToo-byltingarinnar að viðfangsefni sínu í pistli á Facebook-síðu sinni, sem hann áætlar að verði einn af mörgum. Hann hyggst þó ræða málin út frá lagalegu sjónarhorni og reynslu sinni af málaflokknum og réttarkerfinu í heild. 14. maí 2021 21:00
„Hryllilegt“ að sjá það sem skrifað er á netinu Áreitni og drusluskömm grassera meðal unglinga í skjóli nafnleyndar á samfélagsmiðlum, að sögn nemenda í 10. bekk. Þeir kalla eftir frekari fræðslu í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga. 12. maí 2021 20:40
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent