„Alveg fráleitt að við séum að velja gamla skólafélaga“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2021 14:00 Eiríkur Tómasson, formaður nefndar um hæfni dómara. Formaður nefndar um hæfni dómara vísar á bug gagnrýni þess efnis að klíkuskapur ráði við val nefndarinnar á dómurum. Hann kveður gagnrýnina ómaklega og segir hana nær eingöngu komna frá einum manni. Umrædd gagnrýni hefur einkum komið frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni fyrrverandi Hæstaréttardómara. Hann skaut raunar síðast á Hæstarétt í pistli í Morgunblaðinu í gær og sagði löngu tímabært að Alþingismenn „átti sig á þeirri sjálfsþjónkun sem ríkir í starfi æðsta dómstóls þjóðarinnar og grípi til ráðstafana til að uppræta hana“, líkt og hann orðaði það. Eiríkur Tómasson, formaður nefndar um hæfni dómara, ræddi þessa gagnrýni við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, og sagði hana mjög ómaklega. „Og satt að segja þá er hún nú lítt rökstudd eins og kom fram í síðasta þætti og það er náttúrulega fráleitt að við séum að velja gamla skólafélaga og vini núverandi hæstaréttardómara eins og tekið var fram í þættinum síðast, það er náttúrulega alveg út í hött,“ sagði Eiríkur. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari.Vísir/vilhelm Eiríkur benti á að þeir sem sitji nú í nefndinni, fyrir utan hann sjálfan, væru dómari við Landsrétt, háskólakennari og tveir lögmenn; annar skipaður af lögmannafélaginu og svo kysi Alþingi fimmta nefndarmanninn. „Þannig að þetta er breiður hópur sem kemur að þessu en auðvitað þurfa menn að vera sérfræðingar á þessu sviði til þess að geta metið hæfni umsækjenda.“ Eiríkur hafnaði öllum ásökunum um klíkuskap og sagði að nefndin ynni ávallt mat sitt með mjög gagnsæjum hætti. „Það hefur í raun enginn styr staðið um störf þessarar nefndar fyrir utan gagnrýni eins tiltekins manns og kannski nokkurra annarra, sem aðhyllast skoðanir hans. Annars hefur enginn styr staðið um störf þessarar nefndar nema einu sinni, þegar skipað var í fyrsta sinn í Landsrétt 2017.“ Dómstólar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Umrædd gagnrýni hefur einkum komið frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni fyrrverandi Hæstaréttardómara. Hann skaut raunar síðast á Hæstarétt í pistli í Morgunblaðinu í gær og sagði löngu tímabært að Alþingismenn „átti sig á þeirri sjálfsþjónkun sem ríkir í starfi æðsta dómstóls þjóðarinnar og grípi til ráðstafana til að uppræta hana“, líkt og hann orðaði það. Eiríkur Tómasson, formaður nefndar um hæfni dómara, ræddi þessa gagnrýni við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, og sagði hana mjög ómaklega. „Og satt að segja þá er hún nú lítt rökstudd eins og kom fram í síðasta þætti og það er náttúrulega fráleitt að við séum að velja gamla skólafélaga og vini núverandi hæstaréttardómara eins og tekið var fram í þættinum síðast, það er náttúrulega alveg út í hött,“ sagði Eiríkur. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari.Vísir/vilhelm Eiríkur benti á að þeir sem sitji nú í nefndinni, fyrir utan hann sjálfan, væru dómari við Landsrétt, háskólakennari og tveir lögmenn; annar skipaður af lögmannafélaginu og svo kysi Alþingi fimmta nefndarmanninn. „Þannig að þetta er breiður hópur sem kemur að þessu en auðvitað þurfa menn að vera sérfræðingar á þessu sviði til þess að geta metið hæfni umsækjenda.“ Eiríkur hafnaði öllum ásökunum um klíkuskap og sagði að nefndin ynni ávallt mat sitt með mjög gagnsæjum hætti. „Það hefur í raun enginn styr staðið um störf þessarar nefndar fyrir utan gagnrýni eins tiltekins manns og kannski nokkurra annarra, sem aðhyllast skoðanir hans. Annars hefur enginn styr staðið um störf þessarar nefndar nema einu sinni, þegar skipað var í fyrsta sinn í Landsrétt 2017.“
Dómstólar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira