„Alveg fráleitt að við séum að velja gamla skólafélaga“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2021 14:00 Eiríkur Tómasson, formaður nefndar um hæfni dómara. Formaður nefndar um hæfni dómara vísar á bug gagnrýni þess efnis að klíkuskapur ráði við val nefndarinnar á dómurum. Hann kveður gagnrýnina ómaklega og segir hana nær eingöngu komna frá einum manni. Umrædd gagnrýni hefur einkum komið frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni fyrrverandi Hæstaréttardómara. Hann skaut raunar síðast á Hæstarétt í pistli í Morgunblaðinu í gær og sagði löngu tímabært að Alþingismenn „átti sig á þeirri sjálfsþjónkun sem ríkir í starfi æðsta dómstóls þjóðarinnar og grípi til ráðstafana til að uppræta hana“, líkt og hann orðaði það. Eiríkur Tómasson, formaður nefndar um hæfni dómara, ræddi þessa gagnrýni við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, og sagði hana mjög ómaklega. „Og satt að segja þá er hún nú lítt rökstudd eins og kom fram í síðasta þætti og það er náttúrulega fráleitt að við séum að velja gamla skólafélaga og vini núverandi hæstaréttardómara eins og tekið var fram í þættinum síðast, það er náttúrulega alveg út í hött,“ sagði Eiríkur. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari.Vísir/vilhelm Eiríkur benti á að þeir sem sitji nú í nefndinni, fyrir utan hann sjálfan, væru dómari við Landsrétt, háskólakennari og tveir lögmenn; annar skipaður af lögmannafélaginu og svo kysi Alþingi fimmta nefndarmanninn. „Þannig að þetta er breiður hópur sem kemur að þessu en auðvitað þurfa menn að vera sérfræðingar á þessu sviði til þess að geta metið hæfni umsækjenda.“ Eiríkur hafnaði öllum ásökunum um klíkuskap og sagði að nefndin ynni ávallt mat sitt með mjög gagnsæjum hætti. „Það hefur í raun enginn styr staðið um störf þessarar nefndar fyrir utan gagnrýni eins tiltekins manns og kannski nokkurra annarra, sem aðhyllast skoðanir hans. Annars hefur enginn styr staðið um störf þessarar nefndar nema einu sinni, þegar skipað var í fyrsta sinn í Landsrétt 2017.“ Dómstólar Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
Umrædd gagnrýni hefur einkum komið frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni fyrrverandi Hæstaréttardómara. Hann skaut raunar síðast á Hæstarétt í pistli í Morgunblaðinu í gær og sagði löngu tímabært að Alþingismenn „átti sig á þeirri sjálfsþjónkun sem ríkir í starfi æðsta dómstóls þjóðarinnar og grípi til ráðstafana til að uppræta hana“, líkt og hann orðaði það. Eiríkur Tómasson, formaður nefndar um hæfni dómara, ræddi þessa gagnrýni við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, og sagði hana mjög ómaklega. „Og satt að segja þá er hún nú lítt rökstudd eins og kom fram í síðasta þætti og það er náttúrulega fráleitt að við séum að velja gamla skólafélaga og vini núverandi hæstaréttardómara eins og tekið var fram í þættinum síðast, það er náttúrulega alveg út í hött,“ sagði Eiríkur. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari.Vísir/vilhelm Eiríkur benti á að þeir sem sitji nú í nefndinni, fyrir utan hann sjálfan, væru dómari við Landsrétt, háskólakennari og tveir lögmenn; annar skipaður af lögmannafélaginu og svo kysi Alþingi fimmta nefndarmanninn. „Þannig að þetta er breiður hópur sem kemur að þessu en auðvitað þurfa menn að vera sérfræðingar á þessu sviði til þess að geta metið hæfni umsækjenda.“ Eiríkur hafnaði öllum ásökunum um klíkuskap og sagði að nefndin ynni ávallt mat sitt með mjög gagnsæjum hætti. „Það hefur í raun enginn styr staðið um störf þessarar nefndar fyrir utan gagnrýni eins tiltekins manns og kannski nokkurra annarra, sem aðhyllast skoðanir hans. Annars hefur enginn styr staðið um störf þessarar nefndar nema einu sinni, þegar skipað var í fyrsta sinn í Landsrétt 2017.“
Dómstólar Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent