„Til fjandans með Pollýönnu“ Snorri Másson skrifar 15. maí 2021 16:45 Guðmundur Felix Grétarsson fékk græddar á sig hendur í janúar á þessu ári eftir margra ára bið. Facebook Guðmundur Felix Grétarsson ber ekki lengur sárabindi allan sólarhringinn, eins og sjá má af nýjustu mynd hans á samfélagsmiðlum. Um fjórir mánuðir eru liðnir frá því að hann undirgekkst einstaka aðgerð á heimsvísu, þar sem græddir voru á hann handleggir eftir margra ára bið eftir líffæragjafa. Hendurnar virðast hafa lagast að Guðmundi að nokkru leyti en ljóst er að langt er í land þar til hann nær fullum bata. Óvíst er um hvaða árangur aðgerðin mun bera til lengri tíma. Í pistli á Facebook fjallar Guðmundur Felix um að hann kjósi að vera hamingjusamur í stöðu þar sem 99% fólks myndi ganga af göflunum í. „Ég hlusta stundum á fólk segja að það að horfa á hlutina í raunhæfu samhengi sé einhvers konar Pollýönnu-leikur. Ég segi: Til fjandans með Pollýönnu. Ef við eigum við vanda að stríða, eru tveir kostir í stöðunni. Annaðhvort getum við gert eitthvað í því, eða ekki. Hvorugt tilfellið kallar á að við förum yfir um,“ skrifar Guðmundur Felix. Guðmundur getur nú dvalist heima við í nokkrum mæli en áður hafði hann lengi verið rúmliggjandi. Löng endurhæfing er fram undan. Hann hvetur fólk til að iðka þakklæti í daglegu lífi. „Flest vandamála þinna eru ekki raunveruleg vandamál. Hlutirnir eru bara öðru vísi en þú vilt að þeir séu. Allt gæti allt eins verið verra, rétt eins og það gæti verið betra. Við höfum margfalt meira færi á að gera það sem við þurfum að gera þegar við erum hamingjusöm en þegar okkur líður hræðilega. Þannig að veljum þakklæti,“ skrifar Guðmundur Felix. Íslendingar erlendis Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega“ Guðmundur Felix Grétarsson segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en hann fór heim í fyrsta sinn um helgina hversu mjög það hefur tekið á hann líkamlega að fá grædda á sig handleggi. 15. mars 2021 11:56 „Það þarf ekki að taka það fram en ég tók bara handfarangur“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk grædda á sig handleggi í Frakklandi í janúar, er nú farinn af Édouard Herriot-sjúkrahúsinu í Lyon þar sem hann hefur dvalið síðastliðnar sjö vikur. Hann er farinn í endurhæfingu á öðru sjúkrahúsi. 1. mars 2021 23:40 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Um fjórir mánuðir eru liðnir frá því að hann undirgekkst einstaka aðgerð á heimsvísu, þar sem græddir voru á hann handleggir eftir margra ára bið eftir líffæragjafa. Hendurnar virðast hafa lagast að Guðmundi að nokkru leyti en ljóst er að langt er í land þar til hann nær fullum bata. Óvíst er um hvaða árangur aðgerðin mun bera til lengri tíma. Í pistli á Facebook fjallar Guðmundur Felix um að hann kjósi að vera hamingjusamur í stöðu þar sem 99% fólks myndi ganga af göflunum í. „Ég hlusta stundum á fólk segja að það að horfa á hlutina í raunhæfu samhengi sé einhvers konar Pollýönnu-leikur. Ég segi: Til fjandans með Pollýönnu. Ef við eigum við vanda að stríða, eru tveir kostir í stöðunni. Annaðhvort getum við gert eitthvað í því, eða ekki. Hvorugt tilfellið kallar á að við förum yfir um,“ skrifar Guðmundur Felix. Guðmundur getur nú dvalist heima við í nokkrum mæli en áður hafði hann lengi verið rúmliggjandi. Löng endurhæfing er fram undan. Hann hvetur fólk til að iðka þakklæti í daglegu lífi. „Flest vandamála þinna eru ekki raunveruleg vandamál. Hlutirnir eru bara öðru vísi en þú vilt að þeir séu. Allt gæti allt eins verið verra, rétt eins og það gæti verið betra. Við höfum margfalt meira færi á að gera það sem við þurfum að gera þegar við erum hamingjusöm en þegar okkur líður hræðilega. Þannig að veljum þakklæti,“ skrifar Guðmundur Felix.
Íslendingar erlendis Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega“ Guðmundur Felix Grétarsson segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en hann fór heim í fyrsta sinn um helgina hversu mjög það hefur tekið á hann líkamlega að fá grædda á sig handleggi. 15. mars 2021 11:56 „Það þarf ekki að taka það fram en ég tók bara handfarangur“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk grædda á sig handleggi í Frakklandi í janúar, er nú farinn af Édouard Herriot-sjúkrahúsinu í Lyon þar sem hann hefur dvalið síðastliðnar sjö vikur. Hann er farinn í endurhæfingu á öðru sjúkrahúsi. 1. mars 2021 23:40 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
„Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega“ Guðmundur Felix Grétarsson segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en hann fór heim í fyrsta sinn um helgina hversu mjög það hefur tekið á hann líkamlega að fá grædda á sig handleggi. 15. mars 2021 11:56
„Það þarf ekki að taka það fram en ég tók bara handfarangur“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk grædda á sig handleggi í Frakklandi í janúar, er nú farinn af Édouard Herriot-sjúkrahúsinu í Lyon þar sem hann hefur dvalið síðastliðnar sjö vikur. Hann er farinn í endurhæfingu á öðru sjúkrahúsi. 1. mars 2021 23:40