Ekkert rými fyrir kynferðislegt ofbeldi í samfélaginu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. maí 2021 20:00 Katrín segir að rótin að vandanum sé viðhorf og menning. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra vonar að sögur sem hafa sprottið upp í tengslum við metoo byltinguna muni stuðla að raunverulegum samfélagsbreytingum. Rótin að vandanum sé viðhorf og menning og því þurfi að auka fræðslu og umræðu. Hún kynnti í dag aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi. Fjölmargar konur hafa stigið fram síðustu daga og greint frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi sem þær hafa þurft að þola. Málefnið var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem forsætisráðherra fór yfir þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur gripið til á kjörtímabilinu. Má þar til að mynda nefna lög um kynferðislega friðhelgi, frumvarp um réttarbætur fyrir brotaþola ofbeldis, efling löggæslu og aðgerðaráætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. „Þetta er auðvitað stóra verkefnið, að breyta viðhorfi og menningu því það skiptir miklu máli að allar þessar sögur og raddir sem við höfum heyrt, bæði í fyrri bylgjum og núna, að þær verði til þess að það verði raunverulegar samfélagsbreytingar,” segir Katrín. Þá er fyrirhugað að bæta fræðslu í skólum landsins en Katrín átti samtal við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga um það í morgun. „Við þurfum umræðu og við þurfum að tryggja það að við séum hér með samfélag þar sem öllum líður vel og allir geti þrifist. Í slíku samfélagi er ekkert rými fyrir kynbundið og kynferðislegt áreiti.” MeToo Kynferðisofbeldi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Fjölmargar konur hafa stigið fram síðustu daga og greint frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi sem þær hafa þurft að þola. Málefnið var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem forsætisráðherra fór yfir þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur gripið til á kjörtímabilinu. Má þar til að mynda nefna lög um kynferðislega friðhelgi, frumvarp um réttarbætur fyrir brotaþola ofbeldis, efling löggæslu og aðgerðaráætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. „Þetta er auðvitað stóra verkefnið, að breyta viðhorfi og menningu því það skiptir miklu máli að allar þessar sögur og raddir sem við höfum heyrt, bæði í fyrri bylgjum og núna, að þær verði til þess að það verði raunverulegar samfélagsbreytingar,” segir Katrín. Þá er fyrirhugað að bæta fræðslu í skólum landsins en Katrín átti samtal við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga um það í morgun. „Við þurfum umræðu og við þurfum að tryggja það að við séum hér með samfélag þar sem öllum líður vel og allir geti þrifist. Í slíku samfélagi er ekkert rými fyrir kynbundið og kynferðislegt áreiti.”
MeToo Kynferðisofbeldi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira