„Sölvi Snær er einn af efnilegustu leikmönnum á Íslandi“ Andri Gíslason skrifar 13. maí 2021 23:30 Óskar Hrafn var sáttur með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika var nokkuð sáttur með frammistöðu síns liðs á Kópavogsvellinum í kvöld er liðið lagði Keflavík 4-0 í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. „Það er alltaf gott að vinna. Ég er bara mjög sáttur.“ Blikar fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikinn en gjörsamlega rúlluðu yfir Keflvíkinga í þeim seinni. „Ég hamraði á því sem við töluðum um fyrir leikinn. Keflvíkingar eru góðir og skipulagðir en þeir gefa færi á sér í ákveðnum svæðum og það var talað um að halda áfram að fara í þau. Svo snerist þetta svolítið um gæði og ákvarðanatöku þegar við vorum komnir inn í þau svæði og það fór saman í seinni hálfleik.“ „Góð ákvörðunartaka og gæði í framkvæmd sem skilaði sér í þremur mörkum. Engin töfraformúla en við vildum bara halda áfram því sem við vorum að gera og gera það betur.“ Blikar voru oft á tíðum að reyna að finna svæðið fyrir framan vörn Keflavíkur og var Kristinn Steindórsson duglegur að koma í þau svæði. „Það hjálpar til þegar Kristinn Steindórsson er í þessu formi og það auðveldar margt enda frábær í fótbolta og nýttist okkur virkilega vel í þessum leik. Hann var duglegur að finna þau svæði sem við ætluðum að finna. Keflvíkingar eru með gott lið og mættu með sjálfstraust eftir sigur á Stjörnunni þannig við getum verið glaðir með þetta.“ Sölvi Snær Guðbjargarson kom til Blikana í gær og telur Óskar að hann eigi eftir að hjálpa liðinu töluvert. „Hann kemur með gæði fram á við, ákveðið hungur. Hann er ungur og efnilegur leikmaður sem stefnir lengra og er auðvitað einn af efnilegustu leikmönnum á Íslandi. Að fá svona ungan og efnilegan leikmenn sem stefnir á að taka næsta skref er mjög dýrmætt að fá það inn í hópinn. Við vorum fyrst og síðast að sækja hann því hann er framúrskarandi leikmaður sem ég hef mikla trú á að geti orðið ennþá betri hjá okkur.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
„Það er alltaf gott að vinna. Ég er bara mjög sáttur.“ Blikar fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikinn en gjörsamlega rúlluðu yfir Keflvíkinga í þeim seinni. „Ég hamraði á því sem við töluðum um fyrir leikinn. Keflvíkingar eru góðir og skipulagðir en þeir gefa færi á sér í ákveðnum svæðum og það var talað um að halda áfram að fara í þau. Svo snerist þetta svolítið um gæði og ákvarðanatöku þegar við vorum komnir inn í þau svæði og það fór saman í seinni hálfleik.“ „Góð ákvörðunartaka og gæði í framkvæmd sem skilaði sér í þremur mörkum. Engin töfraformúla en við vildum bara halda áfram því sem við vorum að gera og gera það betur.“ Blikar voru oft á tíðum að reyna að finna svæðið fyrir framan vörn Keflavíkur og var Kristinn Steindórsson duglegur að koma í þau svæði. „Það hjálpar til þegar Kristinn Steindórsson er í þessu formi og það auðveldar margt enda frábær í fótbolta og nýttist okkur virkilega vel í þessum leik. Hann var duglegur að finna þau svæði sem við ætluðum að finna. Keflvíkingar eru með gott lið og mættu með sjálfstraust eftir sigur á Stjörnunni þannig við getum verið glaðir með þetta.“ Sölvi Snær Guðbjargarson kom til Blikana í gær og telur Óskar að hann eigi eftir að hjálpa liðinu töluvert. „Hann kemur með gæði fram á við, ákveðið hungur. Hann er ungur og efnilegur leikmaður sem stefnir lengra og er auðvitað einn af efnilegustu leikmönnum á Íslandi. Að fá svona ungan og efnilegan leikmenn sem stefnir á að taka næsta skref er mjög dýrmætt að fá það inn í hópinn. Við vorum fyrst og síðast að sækja hann því hann er framúrskarandi leikmaður sem ég hef mikla trú á að geti orðið ennþá betri hjá okkur.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira