Vilja að saksóknarar svari fyrir meintan leka Sylvía Hall skrifar 13. maí 2021 07:51 Lögreglumennirnir fjórir sem eru ákærðir vegna dauða Georges Floyd. Frá vinstri: Derek Chauvin, J. Alexander Kueng, Thomas Lane og Tou Thao. AP/lögreglustjórinn í Hennepin-sýslu Lögmenn þriggja fyrrum lögregluþjóna í Minneapolis, sem hafa verið ákærðir í tengslum við dauða George Floyd, vilja að saksóknarar í málinu svari eiðsvarnir fyrir það hvort þeir beri ábyrgð á upplýsingaleka til fjölmiðla. Upplýsingarnar sem um ræðir snúa að máli lögregluþjónsins Derek Chauvin sem var nýverið dæmdur fyrir morðið á George Floyd. Chauvin var ákærður fyrir morð af annarri og þriðju gráðu sem og fyrir manndráp án ásetnings. Kviðdómarar sakfelldu hann í öllum ákæruliðum. Í febrúar síðastliðnum greindu ónafngreindir embættismenn frá því að Chauvin hefði gert samkomulag um að játa á sig morð af þriðju gráðu gegn vægari refsingu, en að William Barr, þáverandi dómsmálaráðherra, hefði komið í veg fyrir samkomulagið. Höfðu yfirvöld ætlað að ljúka málinu með skjótum hætti í ljósi mikillar mótmælaöldu sem reið yfir Bandaríkin í kjölfar dauða Floyd en Barr þótti rannsókn málsins ekki fullnægjandi á því stigi. Lögmenn þeirra þriggja lögregluþjóna sem nú eru ákærðir segja fréttaflutning af samkomulagi Chauvin við yfirvöld hafa skaðað málsvörn hans. Ríkið ætti því að bera ábyrgð á því að trúnaðarupplýsingum hafi verið lekið í fjölmiðla. Ríkissaksóknarinn Keith Ellison, sem fer fyrir því embætti sem annast meðferð málsins, hefur hafnað öllum fullyrðingum um að embætti hans komi að lekanum með nokkrum hætti. Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Fjórir lögreglumenn ákærðir vegna dauða Floyd Alríkisákærudómstóll í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi lögreglumönnum vegna dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa vísvitandi brotið á borgararéttindum Floyd þegar þeir handtóku hann. 7. maí 2021 15:28 Lögmaður Chauvins fer fram á ný réttarhöld Lögmaður Dereks Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem var nýverið dæmdur fyrir að myrða George Floyd í Minneapolis, hefur farið fram á að ný réttarhöld um málið fari fram. Tvær vikur eru síðan Chauvin var sakfelldur en Eric Nelson, lögmaðurinn, segir þau hafa verið ósanngjörn. 4. maí 2021 23:33 Viðbrögð við sakfellingu Chauvin: „Í dag grátum við gleðitárum“ „Í dag grátum við gleðitárum,“ sagði Christ Stewart, lögmaður Floyd-fjölskyldunnar, þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin var fundinn sekur um að hafa orðið George Floyd að bana. 21. apríl 2021 10:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Upplýsingarnar sem um ræðir snúa að máli lögregluþjónsins Derek Chauvin sem var nýverið dæmdur fyrir morðið á George Floyd. Chauvin var ákærður fyrir morð af annarri og þriðju gráðu sem og fyrir manndráp án ásetnings. Kviðdómarar sakfelldu hann í öllum ákæruliðum. Í febrúar síðastliðnum greindu ónafngreindir embættismenn frá því að Chauvin hefði gert samkomulag um að játa á sig morð af þriðju gráðu gegn vægari refsingu, en að William Barr, þáverandi dómsmálaráðherra, hefði komið í veg fyrir samkomulagið. Höfðu yfirvöld ætlað að ljúka málinu með skjótum hætti í ljósi mikillar mótmælaöldu sem reið yfir Bandaríkin í kjölfar dauða Floyd en Barr þótti rannsókn málsins ekki fullnægjandi á því stigi. Lögmenn þeirra þriggja lögregluþjóna sem nú eru ákærðir segja fréttaflutning af samkomulagi Chauvin við yfirvöld hafa skaðað málsvörn hans. Ríkið ætti því að bera ábyrgð á því að trúnaðarupplýsingum hafi verið lekið í fjölmiðla. Ríkissaksóknarinn Keith Ellison, sem fer fyrir því embætti sem annast meðferð málsins, hefur hafnað öllum fullyrðingum um að embætti hans komi að lekanum með nokkrum hætti.
Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Fjórir lögreglumenn ákærðir vegna dauða Floyd Alríkisákærudómstóll í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi lögreglumönnum vegna dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa vísvitandi brotið á borgararéttindum Floyd þegar þeir handtóku hann. 7. maí 2021 15:28 Lögmaður Chauvins fer fram á ný réttarhöld Lögmaður Dereks Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem var nýverið dæmdur fyrir að myrða George Floyd í Minneapolis, hefur farið fram á að ný réttarhöld um málið fari fram. Tvær vikur eru síðan Chauvin var sakfelldur en Eric Nelson, lögmaðurinn, segir þau hafa verið ósanngjörn. 4. maí 2021 23:33 Viðbrögð við sakfellingu Chauvin: „Í dag grátum við gleðitárum“ „Í dag grátum við gleðitárum,“ sagði Christ Stewart, lögmaður Floyd-fjölskyldunnar, þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin var fundinn sekur um að hafa orðið George Floyd að bana. 21. apríl 2021 10:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Fjórir lögreglumenn ákærðir vegna dauða Floyd Alríkisákærudómstóll í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi lögreglumönnum vegna dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa vísvitandi brotið á borgararéttindum Floyd þegar þeir handtóku hann. 7. maí 2021 15:28
Lögmaður Chauvins fer fram á ný réttarhöld Lögmaður Dereks Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem var nýverið dæmdur fyrir að myrða George Floyd í Minneapolis, hefur farið fram á að ný réttarhöld um málið fari fram. Tvær vikur eru síðan Chauvin var sakfelldur en Eric Nelson, lögmaðurinn, segir þau hafa verið ósanngjörn. 4. maí 2021 23:33
Viðbrögð við sakfellingu Chauvin: „Í dag grátum við gleðitárum“ „Í dag grátum við gleðitárum,“ sagði Christ Stewart, lögmaður Floyd-fjölskyldunnar, þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin var fundinn sekur um að hafa orðið George Floyd að bana. 21. apríl 2021 10:30