Talibanar ná tökum á mikilvægu svæði nærri Kabúl Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2021 14:01 Hermaður stendur vörð í Afganistan. EPA/JALIL REZAYEE Vígamenn Talibana hafa ná stjórn á Nerkh-héraði sem gæti nýst þeim sem gætt inn í Kabúl, höfuðborg landsins. Sveitir Talibana eru nú einungis um fjörutíu kílómetra frá höfuðborginni en héraðið hefur áður verið notað til að gera mannskæðar árásir á Kabúl. Árásum í Afganistan hefur fjölgað verulega og mannfalli líka á tæpum tveimur vikum eða frá 1. maí, þegar Bandaríkin hófu formlega að kalla herlið sitt heim frá landinu. Samhliða því hafa friðarviðræður milli Talibana og stjórnvalda í Kabúl strandað. AFP fréttaveitan hefur eftir Tareq Arian, innanríkisráðherra, að tekin hafi verið ákvörðun að hörfa frá Nerkh. Talibanar segjast hafa náð tökum á höfuðstöðvum lögreglunnar þar og herstöð. Varnarmálaráðuneyti Afganistans hefur heitið því að gera gagnárás og ná tökum á héraðinu aftur. Til þess er verið að senda sérsveitir til að aðstoða lögreglu og almenna hermenn. Hér má sjá Nirkh-héraðið og hve nálægt Kabúl það er. Um héraðið gengur hraðbraut sem tengir Kabúl við Kandahar, eitt helsta vígi Talibana í Afganistan. Á undanförnum mánuðum og jafnvel árum hefur Talibönum vaxið töluvert ásmegin í dreifðari byggðum Afganistan og í raun umkringt stærri byggðir, eins og Kabúl, þar sem ríkisstjórnin ræður ríkjum. Talibanar hafa svo gert mannskæðar árásir í þeim byggðum og myrt fólk. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í apríl að hann hefði tekið þá ákvörðun að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi. Biden er fjórði forseti Bandaríkjanna síðan ráðist var inn í Afganistan og sagði hann ekki koma til greina í hans huga að færa ábyrgðina yfir á þann fimmta. Stríðið í Afganistan hófst eftir árásirnar á Tvíburaturnana svokölluðu í New York borg, þann 11. september 2001. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda báru ábyrgð á árásinni en talibanar, sem ríktu þá í Afganistan, stóðu þétt við bakið á samtökunum með fjárveitingum, bækistöðvum, mönnum og öðrum hætti. Frá því Biden tilkynnti ákvörðun sína hafa Talibanar forðast að gera árásir á herlið Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins. Eins og áður segir hefur árásum á hermenn Afganistans og almenna borgara hins vegar fjölgað. Afganistan Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira
Árásum í Afganistan hefur fjölgað verulega og mannfalli líka á tæpum tveimur vikum eða frá 1. maí, þegar Bandaríkin hófu formlega að kalla herlið sitt heim frá landinu. Samhliða því hafa friðarviðræður milli Talibana og stjórnvalda í Kabúl strandað. AFP fréttaveitan hefur eftir Tareq Arian, innanríkisráðherra, að tekin hafi verið ákvörðun að hörfa frá Nerkh. Talibanar segjast hafa náð tökum á höfuðstöðvum lögreglunnar þar og herstöð. Varnarmálaráðuneyti Afganistans hefur heitið því að gera gagnárás og ná tökum á héraðinu aftur. Til þess er verið að senda sérsveitir til að aðstoða lögreglu og almenna hermenn. Hér má sjá Nirkh-héraðið og hve nálægt Kabúl það er. Um héraðið gengur hraðbraut sem tengir Kabúl við Kandahar, eitt helsta vígi Talibana í Afganistan. Á undanförnum mánuðum og jafnvel árum hefur Talibönum vaxið töluvert ásmegin í dreifðari byggðum Afganistan og í raun umkringt stærri byggðir, eins og Kabúl, þar sem ríkisstjórnin ræður ríkjum. Talibanar hafa svo gert mannskæðar árásir í þeim byggðum og myrt fólk. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í apríl að hann hefði tekið þá ákvörðun að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi. Biden er fjórði forseti Bandaríkjanna síðan ráðist var inn í Afganistan og sagði hann ekki koma til greina í hans huga að færa ábyrgðina yfir á þann fimmta. Stríðið í Afganistan hófst eftir árásirnar á Tvíburaturnana svokölluðu í New York borg, þann 11. september 2001. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda báru ábyrgð á árásinni en talibanar, sem ríktu þá í Afganistan, stóðu þétt við bakið á samtökunum með fjárveitingum, bækistöðvum, mönnum og öðrum hætti. Frá því Biden tilkynnti ákvörðun sína hafa Talibanar forðast að gera árásir á herlið Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins. Eins og áður segir hefur árásum á hermenn Afganistans og almenna borgara hins vegar fjölgað.
Afganistan Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira